Fótbolti

Nathan Baker skotinn niður

Aston Villa leikmaðurinn Nathan Baker var borinn af velli í leik Aston Villa og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld eftir að hafa orðið fyrir þrumuskoti Arsenal-mannsins Serge Gnabry.

Enski boltinn

Mancini vill fá Vidic

Tyrkneska liðið Galatasaray mun að öllum líkindum reyna að klófesta serbneska varnarmanninn Nemanja Vidic, leikmann Manchester United, næstkomandi sumar.

Enski boltinn

Lars Lagerbäck valdi landa sinn bestan í heimi

Svíinn Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, valdi landa sinn Zlatan Ibrahimovic besta knattspyrnumann heims á árinu 2013 en landsliðsþjálfarar og landsliðsfyrirliðar taka þátt í kosningunni á besta knattspyrnumanni heims hjá FIFA.

Fótbolti

Tvö mörk á mínútu komu Arsenal á toppinn

Arsenal endurheimti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 útisigur á Aston Villa á Villa Park í kvöld. Arsenal hefur nú eins stigs forskot á Manchester City og tveggja stiga forskot á Chelsea sem bæði höfðu unnið sína leiki um helgina.

Enski boltinn

Ronaldo og Angerer eru þau bestu í heimi

Portúgalski framherjinn Cristiano Ronaldo og þýski markvörðurinn Nadine Angerer voru í kvöld kosin besta knattspyrnufólks heims í árlegu kjöri Alþjóðaknattspyrnusambandsins en að kjörinu standa fyrirliðar og þjálfarar landsliða heims ásamt útvöldum fjölmiðlamönnum.

Fótbolti

Arnór Sveinn kominn heim í Breiðablik

Arnór Sveinn Aðalsteinsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik og mun spila með Kópavogsliðinu í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Knattspyrnudeild Breiðabliks.

Íslenski boltinn

Nasri mögulega frá í 9 mánuði

Samir Nasri var borinn af leikvelli þegar Manchester City lagði Newcastle 1-0 í dag. Fregnir frá Manchester herma að hann sé með slitið krossband og verði frá keppni næstu 9 mánuðina.

Enski boltinn