Fótbolti

Inter vann loksins

Inter lagði Sassuolo 1-0 í kvöldleik ítölsku A-deildarinnar í fótbolta. Walter Samuel skoraði eina mark leiksins á 48. mínútu. Fyrsti sigur Inter frá því í desember staðreynd.

Fótbolti

Mancini: City hagaði sér eins og Júdas

Roberto Mancini fyrrverandi knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City segir forráðamenn liðsins hafa hagað sér eins og Júdas gagnvart sér á síðustu leiktíð þegar hann var enn stjóri liðsins.

Enski boltinn

Moyes: Skil ekki hvernig við unnum ekki

David Moyes knattspyrnustjóri Manchester United skilur ekki hvernig lið hans náði ekki að vinna sigur á Fulham í dag þegar liðið skildu jöfn 2-2 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Fulham jafnaði metin á 95. mínútu en United hefði átt að vera búið að gera út um leikinn.

Enski boltinn

Enn skorar Alfreð Finnbogason

Alfreð Finnbogason skoraði eitt marka Heerenveen sem lagði Groningen 3-1 í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Alfreð er búinn að skora 21 mark í 20 deildarleikjum á leiktíðinni.

Fótbolti

Dramatískt jafntefli Emils og félaga gegn Juventus

Carlos Tevez skoraði bæði mörk Juventus sem gerði 2-2 jafntefli gegn Hellas Verona í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag. Emil Hallfreðsson lék allan leikinn á miðjunni hjá Verona. Birkir Bjarnason kom ekki við sögu í sigri Sampdoria.

Fótbolti

Netzer: Draxler liggur ekkert á

Gamla goðsögnin Gunter Netzer hjá Borussia Mönchengladbach segir að Julian Draxler leikmaður Schalke í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta eigi að flýta sér hægt að læra leikinn hjá liði sínu áður en hann haldi á vit ævintýra erlendis.

Fótbolti

Moyes ætlar að endurnýja

David Moyes knattspyrnustjóri Manchester United ætlar að gera miklar breytingar á liði sínu næsta sumar ef eitthvað er að marka fjölmiðla á Englandi nú í morgun. Reiknað er með að Moyes freisti þess að kaupa leikmenn fyrir allt að 100 milljónir punda.

Enski boltinn

Grétar Rafn nýr umboðsmaður leikmanna

Siglfirðingurinn Grétar Rafn Steinsson fyrrverandi landsliðmaður í fótbolta og atvinnumaður til margra ára er orðinn umboðsmaður leikmanna. Þetta kemur fram í skýrslu Knattspyrnusambands Íslands.

Fótbolti

Liverpool á eftir Ashley Cole

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur áhuga á enska vinstri bakverðinum Ashley Cole hjá Chelsea. Cole er með lausan samning í sumar og mun væntanlega yfirgefa Chelsea.

Enski boltinn

ÍBV styrkir sig

ÍBV hefur styrkt sig fyrir átökin í Pepsí deild karla í fótbolta í sumar með því að semja við 25 ára gamlan kantmann frá Trinidad & Tobago að nafni Dominic Adams.

Fótbolti