Enski boltinn

Sir Alex: Ánægður með nýju demanta-miðjuna sína

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur mikla trú á nýju demanta-miðju liðsins og telur að hún geti hjálpað liðinu mikið á þessu tímabili. Ferguson hefur stillt upp í þessu kerfi í síðustu leikjum en byrjaði á því í sigri á Newcastle í deildabikarnum.

Enski boltinn

Everton án Fellaini næstu vikurnar

Everton hefur komið mörgum á óvart með góðri frammistöðu í upphafi tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni enda liðið í 4. sætinu eftir sjö umferðir. David Moyes og lærisveinar urðu hinsvegar fyrir áfalli í gær þegar í ljós kom að Belginn Marouane Fellaini verður ekki með í næstu leikjum.

Enski boltinn

Rooney: Til í Cantona-hlutverk hjá enska landsliðinu

Wayne Rooney segist vera tilbúinn í að taka að sér "Eric Cantona hlutverk" hjá enska landsliðinu en framundan er leikur við San Marínó á föstudagskvöldið. Steven Gerrard er í banni í leiknum og Frank Lampard glímir við meiðsli og það er því líklegt að Rooney beri fyrirliðabandið í þessum leik.

Enski boltinn

David Moyes og Steven Fletcher bestir í september

Steven Fletcher, framherji Sunderland og David Moyes, stjóri Everton, voru valdir þeir bestu í ensku úrvalsdeildinni í septembermánuði af sérstakri valnefnd á vegum ensku úrvalsdeildarinnar en Gylfi Þór Sigurðsson fékk samskonar verðlaun og Fletcher fyrir mars fyrr á þessu ári.

Enski boltinn

Stuðningsmennirnir fengu sitt í gegn

Heimavöllur enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle hefur aftur breytt um nafn og heitir nú á ný St James' Park. Lánafyrirtækið wonga.com keypti nafnaréttinn á vellinum og ákvað að hlusta á eldheita stuðningsmenn Newcastle sem vildu aftur sinn St James' Park.

Enski boltinn

Agger: Við höfum verið betra liðið í nær öllum leikjunum

Daniel Agger, miðvörður Liverpool og danska landsliðsins, var spurður út í dapurt gengi Liverpool í byrjun tímabilsins þegar hann hitti danska blaðamenn í gær en framundan eru leikir í undankeppni HM. Liverpool er aðeins með sex stig í fyrstu sjö leikjum sínum og er þegar orðið 13 stigum á eftir toppliði Chelsea.

Enski boltinn

Joe Allen stoppaði sigurgöngu Gareth Bale

Joe Allen, miðjumaður Liverpool, var í gær valinn knattspyrnumaður ársins í Wales en þessi 22 ára gamli leikmaður var einnig kosinn besti leikmaður Swansea á síðasta tímabili á þessari árlegu uppgjörshátíð fótboltans í Wales.

Enski boltinn

Leeds er eins og ung Pamela Anderson

Enskir fjölmiðlar segja frá því að enska félagið Leeds United gæti verið komið með nýjan eiganda innan þriggja vikna en stjórnarformaðurinn Ken Bates er í viðræðum við eignarfélagið Gulf Finance House frá Barein. The Sun náði í skottið á David Haigh sem er aðstoðarframkvæmdastjóri Gulf Finance House.

Enski boltinn

Brendan Rodgers: Það virðast gilda allt aðrar reglur um Suarez

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, er allt annað en sáttur við þá umræðu sem er í gangi í kringum Úrúgvæmanninn Luis Suarez. Tony Pulis, stjóri Stoke, heimtaði að enska sambandið refsaði Suarez fyrir síendurtekinn leikaraskap og vildi að Suarez yrði dæmdur í þriggja leikja bann fyrir "dýfu" í teignum.

Enski boltinn

Jonjo Shelvey valinn í enska landsliðið

Liverpool-maðurinn Jonjo Shelvey er búinn að spila sig inn í enska landsliðið því Roy Hodgson hefur kallað á hann ásamt Chelsea-manninum Ryan Bertrand fyrir leiki Englendinga á móti San Marínó og Póllandi í undankeppni HM.

Enski boltinn

Blackburn staðfestir að Alan Shearer komi til greina

Alan Shearer er einn af þeim sem kemur til greina sem nýr knattspyrnustjóri hjá Blackburn Rovers en þetta staðfesti framkvæmdastjóri félagsins, Derek Shaw, við Guardian. Vinsældir Shearer hjá stuðningsmönnum félagsins eiga þó ekki að hafa áhrif á ráðninguna.

Enski boltinn

Markalaust á Anfield

Liverpool og Stoke gerðu markalaust jafnefli á Anfield Road í Liverpool í dag. Stoke mætti til leiks til að ná í stig og með hörðum leik, mikilli baráttu og stífum varnarleik og það gekk upp.

Enski boltinn

Óánægja með hegðun Balotelli

Ítalinn Mario Balotelli hélt áfram að ögra stjóra Man. City, Roberto Mancini, í gær er hann labbaði beint til búningsklefa eftir að hafa verið skipt af velli gegn Sunderland.

Enski boltinn

Dramatískt jafntefli hjá Southampton og Fulham

Southampton og Fulham gerðu dramatískt 2-2 jafntefli St. Mary´s leikvanginum í Southampton í dag. Fulham virtist ætla að sigra leikinn þegar liðið komst yfir á 88. mínútu en nýliðar Southampton jöfnuðu metin tveimur mínútum síðar og tryggðu sér verðskuldað stig.

Enski boltinn

Heiðar skallaði Cardiff á toppinn

Heiðar Helguson var hetja Cardiff í kvöld er hann skoraði bæði mörk liðsins í frábærum útisigri á Ipswich Town. Lokatölur 1-2 eftir að Cardiff hafði verið undir í hálfleik.

Enski boltinn

Terry má spila með Chelsea

Roberto di Matteo, stjóri Chelsea, segir að John Terry sé enn löglegur með liði Chelsea þó svo búið sé að dæma leikmanninn í fjögurra leikja bann.

Enski boltinn