Enski boltinn

Liverpool niðurlægði Swansea 5-0

Liverpool valtaði yfir Swansea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en liðið vann leikinn 5-0 á Anfield. Steven Gerrard skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu, tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiksins.

Enski boltinn

Benayoun: Slæmir stjórnunarhættir fóru með Torres

Knattspyrnumaðurinn Yossi Benayoun vill meina að Chelsea hafi skaðað framherjann Fernando Torres, leikmann liðsins, með slæmum stjórnunarhætti knattspyrnustjóra liðsins en þeir hafa verið fjölmargir á þeim tíma sem Spánverjinn hefur dvalið hjá Chelsea.

Enski boltinn

Scholes settur í nýja meðferð

Paul Scholes hefur spilað lítið með Manchester United það sem af er árinu 2013 en kappinn er að glíma við meiðsli. Sir Alex Ferguson var spurður út í stöðuna á Scholes á blaðamannafundi í morgun.

Enski boltinn

Benítez: Terry í vítahring

John Terry, fyrirliði Chelsea, þurfti að horfa á enn einn leikinn í gær þegar Chelsea vann 1-0 sigur á Sparta Prag í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Chelsea, er ekki alltof bjartsýnn á framhaldið hjá Terry.

Enski boltinn

Villas-Boas: Ótrúlegar spyrnur hjá Bale

Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Tottenham, hrósaði Gareth Bale að sjálfsögðu mikið eftir 2-1 sigur Tottenham á Lyon í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Bale skoraði bæði mörk leiksins beint út aukaspyrnu þar á meðal sigurmarkið í uppbótartíma.

Enski boltinn

Tevez-málinu loks að ljúka

West Ham mun í sumar klára síðustu greiðslurnar vegna Tevez-málsins svokallaða sem skók félagið árið 2007. Félagið var þá sektað fyrir að hafa samið við leikmann sem var í eigu þriðja aðila en slíkt er ólöglegt á Englandi.

Enski boltinn