Enski boltinn

Hughes í skýjunum með Robinho

Mark Hughes, knattspyrnustjóri Manchester City, er í skýjunum með þau áhrif sem hinn brasilíski Robinho hefur haft á liðið. Robinho sýndi sparihliðarnar þegar City vann 6-0 sigur á Portsmouth í gær.

Enski boltinn

Giannakopoulos til Hull

Hull City hefur samið við miðjumanninn Stelios Giannakopoulos út tímabilið. Þessi 34 ára gríski landsliðsmaður var leystur undan samningi við Bolton í sumar.

Enski boltinn

Draugaleikurinn ekki endurtekinn

Enska knattspyrnusambandið segir ljóst að leikur Watford og Reading verður ekki endurtekinn. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli en fyrsta mark Reading í leiknum var í meira lagi undarlegt.

Enski boltinn

Carvalho frá næstu vikurnar

Ricardo Carvalho leikur ekki með Chelsea næsta mánuðinn eða svo. Ástæðan eru meiðsli í hné sem hann varð fyrir um helgina í leiknum gegn Manchester United.

Enski boltinn

Draugamark í Watford

Dómurum leiks Watford og Reading í ensku B-deildinni um helgina urðu á stór mistök er þeir dæmtu gilt mark þó svo að boltinn hafi aldrei verið nálægt því að fara yfir marklínuna.

Enski boltinn

Kapphlaupið um Ronaldo byrjar aftur í janúar

Sir Alex Ferguson viðurkennir að áhugi Real Madrid á Cristiano Ronaldo hafi líklega ekki dvínað þó leikmaðurinn hafi ákveðið að vera áfram hjá Manchester United. Hann reiknar með að sápuóperan haldi áfram í janúar.

Enski boltinn

Ferguson vonsvikinn

Sir Alex Ferguson var eilítið vonsvikinn með jafnteflið sem hans menn í Manchester United gerðu við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. United hafði forystu fram á lokamínútur leiksins þegar Salomon Kalou náði að jafna fyrir heimamenn.

Enski boltinn

Park ósáttur við jafntefli

Ji-Sung Park hjá Manchester United var valinn maður leiksins hjá Sky fyrir frammistöðu sína með liðinu gegn Chelsea í dag. Hann skoraði mark gestanna í leiknum en var ekki sáttur við stigið.

Enski boltinn

Scolari: Sanngjörn úrslit

Luiz Felipe Scolari, stjóri Chelsea, sagði að jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða í dag þegar hans menn gerðu 1-1 jafntefli við Manchester United á Stamford Bridge.

Enski boltinn

Jóhannes skoraði fyrir Burnley

Jóhannes Karl Guðjónsson kom inn sem varamaður og skoraði mark sinna manna í Burnley þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við Swansea á útivelli í ensku 1. deildinni í dag.

Enski boltinn

Stoke hélt jöfnu á Anfield

Liverpool var að láta sér lynda markalaust jafntefli gegn nýliðum Stoke City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liverpool átti 27 marktilraunir gegn aðeins þremur hjá gestunum og mark fyrirliðans Steven Gerrard í fyrri hálfleik var dæmt af vegna rangstöðu.

Enski boltinn

Konur myndu auka gæði leiksins

David James, markvörður Portsmouth og enska landsliðsins, segir að konur geti vel keppt við karlmenn í knattspyrnu. Hann segir þær geta aukið gæði leiksins og séu í mörgum tilvikum duglegri en karlarnir.

Enski boltinn

Chopra tryggði Sunderland sigur á Boro

Sunderland vann góðan 2-0 sigur á Middlesbrough í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í dag. Boro klúðraði vítaspyrnu áður en Michael Chopra skoraði tvö mörk fyrir heimamenn undir lokin og tryggði þeim sigur í grannaslagnum í norðri.

Enski boltinn

Scolari í vandræðum með að velja vín

Luiz Felipe Scolari, stjóri Chelsea, stendur frammi fyrir sannkölluðu lúxusvandamáli á sunnudaginn þegar hann mun halda í hefðina og fá sér vínglas með Sir Alex Ferguson eftir leik Chelsea og Manchester United.

Enski boltinn

Chelsea að landa Brassa

Sky fréttastofan greinir frá þvi að Chelsea sé við það að landa til sín brasilíska miðjumanninum Mineiro til að fylla skarð Michael Essien sem meiddist á dögunum.

Enski boltinn

Ben Foster meiðist enn

Markvörðurinn Ben Foster hjá Manchester United hefur orðið fyrir enn einu áfallinu. Foster meiddist á ökkla í varaliðsleik með United og sér nú fram á tvo mánuði á meiðslalistanum. Hann var nýkominn til leiks eftir 10 mánaða fjarveru vegna hnémeiðsla.

Enski boltinn