Enski boltinn

Jóhannes Karl meiddur

Miðjumaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson hjá Burnley mun ekki leika með liði sínu gegn Swansea um helgina vegna meiðsla í aftanverðu læri sem hann varð fyrir í leiknum gegn Tottenham í vikunni.

Enski boltinn

Defoe var kynntur of snemma

Breska blaðið Daily Mail segir að forráðamönnum Portsmouth hafi blöskrað mikið þegar þeir sáu Jermain Defoe kynntan til sögunnar sem nýjasta leikmann Tottenham fyrir bikarleikinn gegn Burnley í fyrrakvöld.

Enski boltinn

United tapaði fyrir Derby

B-deildarlið Derby gerði sér lítið fyrir og vann 1-0 sigur á Englandsmeisturum Manchester United í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar í dag.

Enski boltinn

Portsmouth að skoða Joey Barton

Sky fréttastofan hefur heimildir fyrir því að Tony Adams stjóri Portsmouth hafi miklar mætur á miðjumanninum Joey Barton hjá Newcastle og íhugi jafnvel að gera í hann kauptilboð.

Enski boltinn

Etherington til Stoke

Stoke City hefur fest kaup á kantmanninum Matthew Etherington frá West Ham og er á höttunum eftir tveimur leikmönnum í viðbót á næstu dögum.

Enski boltinn

Downing er ekki til sölu

Forráðamenn Middlesbrough þvertaka fyrir að hafa hafnað þriðja tilboðinu frá Tottenham í Stuart Downing eins og fregnir á Englandi herma.

Enski boltinn

Ebue hefur náð sér eftir baulið

Varnarmaðurinn Emmanuel Eboue hjá Arsenal segist vera sterkari og betri maður eftir að hafa lent í þeirri óskemmtilegu reynslu að verða fyrir bauli eigin stuðningsmanna í leik gegn Wigan um daginn.

Enski boltinn

Adams hefur úr litlu að moða

Tony Adams mun ekki fá mikla peninga til að kaupa leikmenn til Portsmouth í janúar þó félagið hafi fengið yfir 30 milljónir punda í kassann fyrir þá Jermain Defoe og Lassana Diarra.

Enski boltinn

Enn er óvissa með Tevez

Kia Joorabchian umboðsmaður framherjans Carlos Tevez hjá Manchester United útilokar ekki að leikmaðurinn fari frá félaginu ef samningar nást ekki á næstu vikum.

Enski boltinn