Enski boltinn

Benitez óhress með jafnteflið við Stoke

Rafa Benitez knattspyrnustjóri Liverpool var að vonum frekar ósáttur við að þurfa að sætta sig við jafntefli við Stoke City í ensku úrvalsdeildinni og ná þar með ekki að setja aukna pressu á Man Utd og Chelsea.

Enski boltinn

Adams vill halda Hermanni

Tony Adams knattspyrnustjóri Portsmouth hefur farið þess á leit við Hermann Hreiðarsson að hann fari ekki frá félaginu í janúar eins og til stóð.

Enski boltinn

Liverpool tókst ekki að vinna Stoke

Liverpool mátti í annað sinn á leiktíðinni sætta sig við jafntefli við Stoke City í ensku úrvalsdeildinni. Stoke átti stigið skilið í dag eftir frábæra baráttu en ekki er hægt að segja að toppliðið hafi verið sérlega sannfærandi.

Enski boltinn

Eduardo er klár

Arsene Wenger segir að króatíski framherjinn Eduardo sé búinn að ná sér að fullu eftir fótbrotið hrikalega sem hann varð fyrir á síðasta ári.

Enski boltinn

Leik Fulham og Blackburn frestað

Leik Fulham og Blackburn sem hefjast átti klukkan 15 hefur verið frestað vegna frosthörku á Craven Cottage. Áður hafði leik Portsmouth og Manchester City hefur einnig verið frestað.

Enski boltinn

Owen búinn að lofa sér til City?

Enskir fjölmiðlar greina frá því í morgun að Michael Owen leikmaður Newcastle United hafi gert heiðursmannasamkomulag við Manchester City um að ganga til liðs við félagið í sumar.

Enski boltinn

Hermann orðaður við Celtic

Daily Mail greinir frá því í dag að Hermann Hreiðarsson verði á næstunni seldur frá Portsmouth til Glasgow Celtic á 500 þúsund pund eða 95 milljónir króna.

Enski boltinn

Furða sig á vinnubrögðum

Sú ákvörðun ensku úrvalsdeildarinnar að hefja nýja rannsókn á knattspyrnufélaginu West Ham United kemur til með að hræða hugsanlega kaupendur frá félaginu.

Enski boltinn

Leik Portsmouth og City frestað

Leik Portsmouth og Manchester City sem fara átti fram í dag klukkan 15 í dag hefur verið frestað vegna þess að grasið á Fratton Park er frosið. Mikill kuldi er á suðurströnd Englands í dag og ákveðið var að fresta leiknum eftir skoðun í morgun. Ekki hefur verið ákveðið hvenær leikurinn verður spilaður.

Enski boltinn

Johnson samdi við Portsmouth

Bakvörðurinn Glen Johnson hefur skrifað undir nýjan samning við Portsmouth sem bindur hann hjá félaginu til ársins 2013. Johnson er 24 ára gamall og gekk í raðir Portsmouth frá Chelsea árið 2007 eftir að hafa verið þar lánsmaður um tíma.

Enski boltinn

Félagaskipti Defoe gengin í gegn

Ekki er ólíklegt að Jermain Defoe stökkvi beint inn í byrjunarlið Tottenham á sunnudaginn þegar liðið sækir Wigan heim í úrvalsdeildinni, en Tottenham gekk loks formlega frá kaupum á framherjanum í dag.

Enski boltinn

Bowyer til Birmingham

Miðjumaðurinn Lee Bowyer hjá West Ham hefur samþykkt að ganga í raðir Birmingham sem lánsmaður út leiktíðina. Hann hefur aðeins komið við sögu í sjö leikjum hjá Hömrunum á leiktíðinni og vill ólmur fá að spila meira. Hann er fimmti leikmaðurinn sem Alex McLeish fær til Birmingham í janúar.

Enski boltinn

N´Zogbia segist á leið frá Newcastle

Kantmaðurinn Charles N´Zogbia hjá Newcastle segist hafa hug á því að yfirgefa félagið. Hann segir að Arsenal, Aston Villa og Tottenham hafi öll sett sig í samband við umboðsmann sinn en vill helst fara til Arsenal.

Enski boltinn