Enski boltinn

Eins og í lygasögu | Tvö mörk City í uppbótartíma

Manchester City tryggði sér Englandsmeistaratitilinn á ótrúlegan hátt í dag. Liðið þurfti tvö mörk til þess að tryggja sér titilinn þegar venjulegur leiktími var liðinn í leik þeirra gegn QPR. City tókst hið ótrúlega og er Englandsmeistari. Þetta er fyrsti Englandsmeistaratitill City í 44 ár og sá titill vinnst á markatölu.

Enski boltinn

Mancini: Við töpuðum aldrei trúnni

Þó svo Roberto Mancini, stjóri Man. City, hafi ítrekað lýst því yfir opinberlega á síðustu vikum að Man. Utd væri búið að vinna ensku deildina þá segir hann leikmenn liðsins aldrei hafa tapað trúnni.

Enski boltinn

Ferguson: Mikil áskorun fyrir City

Sálfræðistríðinu á milli Man. Utd og Man. City er ekki lokið enda einn leikur eftir. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur minnt City á að það gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir þá takist liðinu ekki að vinna titilinn núna.

Enski boltinn

City einum sigri frá titlinum

Manchester-liðin keppa um enska meistaratitilinn í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun. Man. City er ofar á betri markatölu (+ 8 mörk) og ætti því að öllu eðlilegu að nægja sigur á heimavelli á móti Heiðari Helgusyni og félögum í QPR nema að Man. United taki upp á því að vinna risasigur á útivelli á móti Sunderland.

Enski boltinn

Berbatov líklega á leiðinni til Þýskalands

Nokkuð er síðan búlgarska framherjanum Dimitar Berbatov var gert það ljóst að hann yrði seldur frá Man. Utd í sumar. Leikmaðurinn er eðlilega ósáttur við það en vill engu að síður ekki spila með öðru félagi í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Vincent Kompany besti leikmaðurinn - Pardew stjóri ársins

Alan Pardew, stjóri Newcastle United, hefur verið valinn besti stjóri tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur verið maðurinn á bak við frábært gengi Newcastle í vetur. Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, var við sama tækifæri kosinn besti leikmaður deildarinnar á þessu tímabili.

Enski boltinn

Newcastle á eftir Elia

Hollendingurinn Eljero Elia hefur farið fram á að losna frá Juventus og nú þegar eru lið farin að bera víurnar í hann. Hann gæti spilað áfram í röndóttu því Newcastle er eitt þeirra liða sem hefur áhuga á honum.

Enski boltinn

Solbakken tekur við Úlfunum

Úlfarnir eru búnir að finna stjóra til þess að stýra liðinu í B-deildinni næsta vetur. Norðmaðurinn Stale Solbakken hefur verið ráðinn nýr stjóri.

Enski boltinn

Hermann farinn frá Coventry

Coventry City staðfesti á heimasíðu sinni í dag að Hermann Hreiðarsson væri einn fjögurra leikmanna félagsins sem fengi ekki nýjan samning hjá félaignu.

Enski boltinn

O'Shea ekki ánægður með Mancini

John O'Shea, varnarmaður Sunderland og fyrrum leikmaður Man. Utd, er ekki ánægður með þau ummæli Roberto Mancini, stjóra Man. City, að Man. Utd eigi fram undan auðveldan leik gegn Sunderland á sunnudag.

Enski boltinn