Enski boltinn

Manchester United á útivelli eftir 5 af 6 Meistaradeildarleiki sína

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er örugglega ekki alltof sáttur við leikjadagskránna í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð einkum þar sem að United þarf að spila útileiki eftir fimm af sex leikjum sínum í Meistaradeildinni. Manchester City liðið er hinsvegar í mun betri málum hvað þetta varðar.

Enski boltinn

Titilvörn Man. City hefst gegn Southampton

Búið er að gefa út leikjalista fyrir næsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni. Meistarar Man. City byrja á því að spila gegn Southampton á heimavelli en Man. Utd spilar sinn fyrsta leik á útivelli gegn Everton. Deildin hefst þann 18. ágúst.

Enski boltinn

BBC segir Liverpool og Hoffenheim vera í viðræðum um Gylfa Þór

Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool og Hoffenheim í Þýskalandi eru samkvæmt BBC í viðræðum þess efnis að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fari til Liverpool. Samkvæmt frétt BBC gætu liðin komist að samkomulagi í byrjun næstu viku. Swansea og Hoffneheim höfðu áður komist að samkomulagi um kaupverð á leikmanninum en staðan breyttist töluvert þegar Brendan Rodgers knattspyrnustjóri Swansea var ráðinn sem knattspyrnustjóri hjá Liverpool.

Enski boltinn

Laudrup tekinn við Swansea

Samkvæmt heimildum Sky-fréttastofunnar þá er Swansea búið að ráða Danann Michael Laudrup sem stjóra félagsins í stað Brendan Rodgers sem fór til Liverpool.

Enski boltinn

Rodgers vill kaupa Gylfa ef hann fer ekki til Swansea

Enskir fjölmiðlar halda áfram að orða Gylfa Þór Sigurðsson við Liverpool. Stjóri félagsins, Brendan Rodgers, segist fylgjast vel með framvindu mála hjá Gylfa en tekur þó fram að hann muni virða samkomulag við Swansea og ætli sér ekki að stela Gylfa. Hann muni þó reyna að kaupa hann ef Gylfi endar úti á markaðnum á ný.

Enski boltinn

Redknapp var rekinn

Harry Redknapp er hættur störfum sem knattspyrnustjóri Tottenham eftir að stjórn félagsins ákvað að segja upp samningi hans í gærkvöldi.

Enski boltinn

Laudrup að taka við Swansea

Samkvæmt heimildum Sky Sports þá verður Daninn Michael Laudrup næsti stjóri Swansea. Félagið hefur verið í stjóraleit síðan Brendan Rodgers fór til Liverpool.

Enski boltinn