Enski boltinn

Gylfi: Ég elska ensku úrvalsdeildina

Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hefur samið við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en breskir fjölmiðlar telja það vera í kringum átta milljónir punda eða sem nemur 1,6 milljörðum íslenskra króna. Samningurinn er til fimm ára.

Enski boltinn

Gyan verður áfram hjá Al Ain

Allt útlit er fyrir að arabíska félagið Al Ain muni kaupa Ganverjann Asamoah Gyan frá Sunderland en hann var í láni hjá fyrrnefnda félaginu á síðustu leiktíð.

Enski boltinn

Guðni hlakkar til að sjá Gylfa spila

Guðni Bergsson, lögfræðingur og fyrrverandi knattspyrnumaður hjá enska liðinu Tottenham, hlakkar til að sjá Gylfa Sigurðsson spila með liðinu. Eins og greint var frá í dag er Gylfi búinn að semja við liðið. Guðni hefur fylgst með Tottenham undanfarin ár og telur að Gylfi eigi góða möguleika á að láta ljós sitt skína.

Enski boltinn

Naismith samdi við Everton

Steven Naismith hefur gengið til liðs við Everton og skrifað undir fjögurra ára samning við félagið. Hann kemur til liðsins frá Rangers í Skotlandi.

Enski boltinn

Sky Sports: Gylfi Þór kynntur sem leikmaður Tottenham á næstu 24 tímum

Sky Sports fréttastofan segir frá því í kvöld að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson muni ganga til liðs við Tottenham og verði kynntur sem nýr leikmaður Lundúnaliðsins á næstu 24 tímum. Gylfi verður samkvæmt heimildum Sky Sports þar með fyrstu kaup Andre Villas-Boas en Portúgalinn var ráðinn stjóri Spurs í dag.

Enski boltinn

Zola tekur við Watford

Giampaolo Pozzo, nýr eigandi enska B-deildarliðsins Watford, segir að munnlegt samkomulag sé um að Gianfranco Zola muni taka að sér starf knattspyrnustjóra hjá félaginu.

Enski boltinn

Owen farinn frá United

Manchester United hefur tilkynnt nöfn fjögurra leikmanna sem hafa yfirgefið félagið. Meðal þeirra eru Michael Owen og Tomasz Kuszczak.

Enski boltinn

Hoffenheim staðfestir brotthvarf Gylfa

Markus Babbel, knattspyrnustjóri Hoffenheim í Þýskalandi, hefur staðfest að Gylfi Þór Sigurðsson mun ekki snúa aftur til liðsins þar sem hann muni senn ganga til liðs í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Kanoute bætist í hóp Kínafara

Kínverska úrvalsdeildin ætlar að verða vinsælt athvarf knattspyrnumanna sem komnir eru af besta aldri. Hinn 34 ára gamli Malímaður Freddie Kanoute gekk í gær til liðs við úrvalsdeildarlið Beijing Guoan á tveggja ára samningi.

Enski boltinn