Enski boltinn

Newcastle undirbýr tilboð í Carroll

Newcastle United yndirbýr nú tilboð í Andy Carroll leikmann Liverpool samkvæmt fréttum í ensku fjölmiðlum í dag. Liverpool keypti Carroll fyrir 18 mánuðum frá Newcastle á 35 milljónir punda sem nemur 6,6 milljörðum ísl. kr. en leikmaðurinn hefur ekki náð að sanna sig hjá rauða hernum.

Enski boltinn

Alberto Aquilani fer frá Liverpool til Fiorentina

Alberto Aquilani er á förum til ítalska liðsins Fiorentina. Aquilani sem Liverpool keypti frá Roma árið 2009 fyrir 20 milljónir punda sem nemur um 3,8 milljarða kr, var í láni á síðustu leiktíð hjá AC Milan. Leiktíðina þar á undan var hann einnig í láni frá Liverpool og þá hjá Juventus.

Enski boltinn

Wilshere spilar ekkert fyrr en í október

Endurkomu Jack Wilshere seinkar enn og nýjustu fréttir af stráknum eru þær að hann verði ekkert með Arsenal-liðinu fyrr en í fyrsta lagi í október. Wilshere missti af öllu síðasta tímabili og hefur hvað eftir annað orðið fyrir bakslagi í endurkomu sinni inn á fótboltavöllinn.

Enski boltinn

Mancini: Það eru nýir leikmenn á leiðinni á næstu tveimur vikum

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur verið rólegur á leikmannamarkaðnum það sem af er sumars en hann boðar leikmannakaup á næstu tveimur vikum í viðtali við Sky Sports. City-menn hafa verið óhræddir við að eyða pening í leikmenn undanfarin sumur og því hefur komið á óvart hversu rólegir þeir hafa verið í sumar.

Enski boltinn

Oscar til í að spila hvar sem er á vellinum hjá Chelsea

Brasilíumaðurinn Oscar, nýjasti meðlimur Evrópumeistaraliðs Chelsea, segist vera að til í að spila hvar sem er á vellinum hjá Chelsea eða bara sem að Roberto Di Matteo vill láta hann spila. Chelsea keypti kappann frá Internacional í vikunni en hann er þessa stundina á fullu með Ólympíuliði Brasilíumanna.

Enski boltinn

Villas-Boas: Ekkert nógu gott tilboð í Modric

Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham, segir að félaginu hafi ekki borist nein frekari tilboð í Króatann Luka Modric sem hefur verið orðaður við spænsku meistarana í Real Madrid í allt sumar. Tottenham vill fá mun meira fyrir leikmanninn en Real var tilbúið að borga.

Enski boltinn

Enska knattspyrnusambandið ákærir Terry | Neitar sök

Enska knattspyrnusambandið hefur ákært John Terry, miðvörð Chelsea, fyrir orðbragð sitt í garð Antons Ferdinand, leikmanns QPR, í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í október. Terry hefur neitað sök og óskað eftir fundi með aganefnd sambandsins.

Enski boltinn

Fabio Capello: Ég hefði gert betri hluti með enska liðið á EM

Fabio Capello er tekinn við þjálfun rússneska landsliðsins og hann notaði tækifærið til að tjá sig um árangur enska landsliðsins á EM í sumar. Capello átti að stýra enska liðinu á mótinu en hætti óvænt í febrúar eftir ósætti við enska knattspyrnusambandið um þá ákvörðun að taka fyrirliðabandið af John Terry.

Enski boltinn

West Ham búið að bjóða í Andy Carroll

West Ham United, nýliðarnir í ensku úrvalsdeildinni, hafa gert Liverpool tilboð í enska landsliðsframherjann Andy Carroll, samkvæmt heimildum BBC. Carroll myndi fara á láni til að byrja með en West Ham gengi síðan frá kaupunum næsta sumar.

Enski boltinn

Modric látinn æfa með varaliði Tottenham

Króatinn, Luca Modric, miðjumaðurinn öflugi hjá enska úrvalsdeildarliði Tottenham, hefur verið skipað að mæta á æfingu hjá varaliði félagsins þar sem hann neitaði að ferðast með aðalliðinu í æfingaferð félagsins til Bandaríkjanna. Modric hefur beðið félagið afsökunar á því upphlaupi sem fjarvera hans hefur valdið en stendur hinsvegar ennþá fast á sínu að vilja fara frá félaginu.

Enski boltinn

Oscar orðinn leikmaður Chelsea

Brasilíski miðjumaðurinn Oscar er genginn til liðs við Evrópumeistara Chelsea frá Internacional í heimalandinu. Kaupverðið er talið vera um 25 milljónir punda eða sem nemur um fimm milljörðum íslenskra króna.

Enski boltinn