Sport

Dacourt til Standard Liege

Olivier Dacourt hefur ákveðið að ganga til liðs við belgíska félagið Standard Liege en hann hefur verið samningslaus síðan hann hætti hjá Inter á Ítalíu í sumar.

Fótbolti

Ecclestone segir dóm Briatore of harðan

Bernie Ecclestone sem oft virðist ráða gangi mála í Formúlu 1 segir að dómur FIA yfir Flavio Briatore hafi verið alltof harður. Hann var dæmdur í ótímabundið bann frá Formúlu 1 vegna svindlmáls í Singapúr í fyrra.

Formúla 1

Hrafnhildur og Hanna báðar með átta mörk í sigri landsliðsins

Hrafnhildur Skúladóttir og Hanna Guðrún Stefánsdóttir skoruðu báðar átta mörk í 31-25 sigri kvennalandsliðsins á úrvalsliði Atla Hilmarssonar þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar og Einars Jónssonar þjálfara kvennaliðs Fram. Landsliðstelpurnar unnu öruggan sigur eftir að hafa verið 17-9 yfir í hálfleik. Leikurinn fór fram í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda.

Handbolti

Veigar Páll í byrjunarliðinu þegar Nancy sló út Mónakó

Veigar Páll Gunnarsson var í byrjunarliði Nancy þegar liðið vann 2-0 sigur á Eið Smára Guðjohnsen og félögum í Mónakó í franska deildarbikarnum í kvöld. Eiður Smári spilaði fyrsta klukkutímann hjá Mónakó sem tapaði í fyrsta sinn síðan að hann kom til liðsins.

Fótbolti

Manchester Unired manni færri í klukkutíma en vann samt

Manchester United er komið áfram í fjórðu umferð enska deildarbikarsins eftir 1-0 sigur á Wolves á Old Trafford í kvöld. Chelsea marði á sama tíma 1-0 sigur á QPR og Manchester City vann eftir framlengingu á móti Fulham. Tottenham og Everton voru hinsvegar bæði á skotskónum í sínum leikjum.

Enski boltinn

Sigur hjá stelpunum hans Þóris í fyrsta leik í Heimsbikarnum

Þórir Hergeirsson er kominn á fulla ferð með norska kvennalandsliðið í handbolta og liðið er nú að taka þátt í Heimsbikarnum sem fer fram í Árósum í Danmörku. Norsku stelpurnar unnu 29-24 sigur á Frakklandi í fyrsta leik sem jafnframt var fyrsti keppnisleikurinn undir stjórn Þóris.

Handbolti

Al-Fahim: Portsmouth liggur ekkert á að kaupa nýja leikmenn

Al-Fahim, nýi eigandi enska úrvalsdeildarliðsins Portsmouth, segir ekkert liggja á að kaupa nýja leikmenn til félagsins og ætlar að jafnvel að bíða þar til í sumar áður en hann fer að styrkja liðið. Portsmouth hefur tapað sex fyrstu leikjunum og verður með sama áframhaldi orðið b-deildarlið næsta sumar.

Enski boltinn

Englendingar mæta Brasilíumönnum í vináttuleik í nóvember

Knattspyrnulandslið Englands og Brasilíu munu mætast í vináttulandsleik í Doha í nóvember en enska knattspyrnusambandið tilkynnti þetta á heimasíðu sinni í dag. Þetta verður 23. landsleikur þjóðanna og sá fyrsti síðan þær gerðu 1-1 jafntefli á Wembley fyrir tveimur árum.

Fótbolti