Sport

FH-ingar á faraldsfæti

FH-ingarnir Matthías Vilhjálmsson og Davíð Þór Viðarsson hafa vakið athygli félaga á Norðurlöndunum sem hafa óskað eftir því að fá þá til reynslu.

Íslenski boltinn

Martinez ætlar ekki að refsa Scharner

Knattspyrnustjórinn Roberto Martinez hjá Wigan segist skilja vel viðbrögð varnar -og miðjumannsins Paul Scharner sem lét öllum illum látum eftir að vera skipt útaf í tapleiknum gegn Hull um helgina.

Enski boltinn

Fram spáð Íslandsmeistaratitlinum í kvennaflokki

Nú í hádeginu var spá formanna, þjálfara og fyrirliða liða N1-deildar kvenna í handbolta fyrir komandi tímabil kunngjörð. Samkvæmt spánni munu Framstúlkur nú vinna titilinn en Íslands -og bikarmeisturum Stjörnunnar er spáð öðru sætinu.

Handbolti

Íslandsmeisturum Hauka spáð titlinum í karlaflokki

Nú í hádeginu var spá formanna, þjálfara og fyrirliða liða N1-deildar karla í handbotla fyrir komandi tímabil kunngjörð. Samkvæmt spánni munu Íslandsmeistarar Hauka verja titil sinn en grannar þeirra í FH eru í öðru sætinu í spánni.

Handbolti

Skatt-man í heimsókn hjá Harry Redknapp

Knattpyrnustjórinn Harry Redknapp hjá Tottenham á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en um helgina var orðrómur á kreiki um að hann væri að hætta sem stjóri Tottenham, en hann neitaði því staðfastlega.

Enski boltinn

Teitur og lærisveinar hans komnir í úrslit

Skagamaðurinn Teitur Þórðarson stýrði Vancouver Whitecaps til 3-3 jafnteflis gegn deildarmeisturunum í Portland Timbers í úrslitakeppni Norður-amerísku USL-1 deildarinnar í nótt en með jafntelfinu vann Whitecaps tveggja leikja rimmuna samanlagt 5-4.

Fótbolti

Þriggja manna slagur um Formúlu 1 titilinn

Eftir Formúlu 1 mót helgarinnar er ljóst að slagurinn um meistaratitilinn í lokamótunum tveimur verður á milli þriggja ökumanna. Sebastian Vettel steig stórt skref með því að vinna á Suzuka brautinni í Japan og komst 9 stig nær Jenson Button sem hefur forystu í stigamótinu.

Formúla 1