Sport

Ferguson: Kuszczak var bara að grínast

Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United hefur ítrekað að ekkert ósætti sé á milli markvarðanna Tomasz Kuszczak og Edwin Van der Sar en Kuszczak lét hafa eftir sér í viðtali við MUTV að Van der Sar væri tregur til að veita sér ráðleggingar og hjálpa sér.

Enski boltinn

Alonso: Benitez rétti maðurinn til að stýra Liverpool

Miðjumaðurinn Xabi Alonso hjá Real Madrid viðurkennir að sárt hafi verið fylgjast með slöku gengi fyrrum liðsfélaga hans hjá Liverpool upp á síðkastið en ítrekar þó í viðtali við The Times að knattspyrnustjórinn Rafa Benitez sé rétti maðurinn til þess að leiða liðið aftur á beinu brautina.

Enski boltinn

Chelsea og Liverpool orðuð við Adam Johnson

Gordon Strachan, nýráðinn knattspyrnustjóri Middlesbrough, viðurkennir í samtali við enska fjölmiðla í dag að fyrrum enski U-21 árs landsliðsmaðurinn Adam Johnson sé mjög líklega á förum frá félaginu í janúar.

Enski boltinn

Jónas Grani til HK

Jónas Grani Garðarsson samdi í gær við 1. deildarlið HK um að spila með liðinu á næsta ári ásamt því að vera aðstoðarþjálfari liðsins.

Íslenski boltinn

Stefán Baldvin: Vissum að ekkert annað en sigur kæmi til greina

„Þetta var allt annað líf, bæði fyrir mig og alla aðra í liðinu. Varnarleikurinn smalla og Maggi [Magnús Gunnar Einarsson] var virkilega góður og raunar voru allir að leggja sig fram og við uppskárum bara samkvæmt því,“ sagði Stefán Baldvin Stefánsson, hornamaður Fram, eftir frækinn níu marka sigur Fram gegn HK í N1-deild karla í kvöld.

Handbolti

Jafntefli hjá Löwen

Íslendingaliðið Rhein-Neckar Löwen varð að sætta sig við jafntefli gegn franska liðinu Chambery í Meistaradeildinni í kvöld.

Handbolti

Akureyri lagði Gróttu

Akureyri vann sinn fyrsta sigur í N1-deild karla í vetur er liðið skellti Gróttu, 21-22, í miklum baráttuleik á Nesinu.

Handbolti

Mourinho óskar eftir stuðningi áhorfenda

Eftir ævintýralegan sigur Inter á Dynamo Kiev í Meistaradeildinni í gær hefur þjálfarinn, Jose Mourinho, biðlað til stuðningsmanna liðsins um að hjálpa liðinu við að ná enn lengra í keppninni.

Fótbolti