Sport

Ireland baunar á Elano

Stephen Ireland, leikmaður Manchester City, segir að brotthvarf Elano frá félaginu hafi haft góð áhrif á Robinho en þeir síðarnefndu eru báðir Brasilíumenn.

Enski boltinn

Nani vælir yfir Ferguson

Vængmaður Man. Utd, Nani, greinir frá því ítarlegu viðtali viðtali við portúgalskt dagblað hversu erfitt lífið getur verið undir stjórn Sir Alex Ferguson.

Enski boltinn

NBA: Cleveland lagði Orlando

LeBron James og Mo Williams skoruðu samtals 64 stig fyrir Cleveland í nótt er liðið spilaði flottan körfubolta og lagði Orlando að velli. James skoraði 36 stig.

Körfubolti

Hamilton vill ólmur keppa

Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren þurfti að sjá á eftir meistaratitilinum í hendur Jenson Button, en segist hafa lært mikið á stormasömu ári.

Formúla 1

Raúl: Viðurkenni að ég svaf ekki vel í nótt

Framherjinn gamalreyndi Raúl González hefur gengið í gegnum súrt og sætt á löngum ferli sínum með Real Madrid en hann viðurkennir að tapið í einvíginu gegn c-deildarliðinu Alcorcon í konungsbikarnum hafi verið enn af verstu töpum félagsins í hans tíð.

Fótbolti

Cesar framlengir við Inter til ársins 2014

Brasilíski markvörðurinn Julio Cesar hefur framlengt samning sinn við Ítalíumeistara Inter til ársins 2014. Markvörðurinn bindur þar með enda á orðróma þess efnis að hann kynni að fara til Englandsmeistara Manchester United en hann var sterklega orðaður við enska félagið í sumar.

Fótbolti

Forlan framlengir við Atletico Madrid til ársins 2013

Atletico Madrid hefur byrjað afleitlega í spænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og er sem stendur í þriðja neðsta sæti. Stuðningsmenn félagsins geta þó glaðst yfir því að framherjinn Diego Forlan hefur ákveðið að framlengja samning sinn við félagið til ársins 2013.

Fótbolti

Cole orðaður við Liverpool

Fregnir berast nú af því að Liverpool sé með framherja West Ham, Carlton Cole, undir smásjánni hjá sér. Er jafnvel talið að Liverpool geri tilboð í leikmanninn í janúar.

Enski boltinn