Sport

Útsala í vændum hjá Liverpool í janúar?

Samkvæmt heimildum Daily Mirror mun knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool vera undir ströngum fyrirmælum frá eigendum félagsins að losa sig við svonefnda jaðarmenn í leikmannahópnum berist kauptilboð í þá í félagaskiptaglugganum í janúar.

Enski boltinn

Kimi Raikkönen hættir í Formúlu 1

Finninn Kimi Raikkönen keppir ekki í Formúlu 1 á næsta ári, eftir að samningaviðræðum við McLaren fór út um þúfur. Allt bendir til að Jenson Button verði liðsmaður McLaren með Lewis Hamilton.

Formúla 1

James: Ég verð klár í slaginn fyrir lokakeppni HM

Markvörðurinn David James hjá Portsmouth er staðráðinn í að fara með enska landsliðinu á lokakeppni HM næsta sumar í Suður-Afríku en landsliðsþjálfarinn Fabio Capello hefur ítrekað að hann muni ekki velja neina leikmenn sem eru ekki í hundrað prósent formi og lausir við öll meiðsli.

Fótbolti

Eimskipsbikar karla: Haukar unnu Hauka 2

Íslandsmeistarar Hauka lentu ekki í teljandi erfiðleikum gegn Haukum 2 í 16-liða úrslitum Eimskipsbikars karla í handbolta í kvöld. Haukar unnu 28-38 sigur en staðan í hálfleik var 11-20.

Handbolti

Þýski handboltinn: RN Löwen niðurlægði Lemgo

Rhein-Neckar Löwen vann 22-38 stórsigur gegn Lemgo á útivelli í sannkölluðum Íslendingaslag en þríeykið Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson voru í liði RN Löwen og Vignir Svavarsson var í liði Lemgo en Logi Geirsson gat reyndar ekki leikið með vegna meiðsla.

Handbolti

Collins hefur áhuga á að taka við skoska landsliðinu

Knattspyrnustjórinn John Collins, sem áður var stjóri Hibernian í Skotlandi og Charleroi í Belgíu, hefur stigið fram og líst yfir áhuga á að taka við skoska landsliðinu en George Burley var sem kunnugt er rekinn úr starfi landsliðsþjálfara í gærkvöldi.

Fótbolti

Scolari orðaður við Real Madrid

Spænskir fjölmiðlar halda því fram í dag að forráðamenn Real Madrid eru nú að skoða þann möguleika að fá Luiz Felipe Scolari til félagsins ef Manuel Pellegrini, stjóri Real, verður látinn fara.

Fótbolti

Dzeko vill fara til Milan

Sóknarmaðurinn Edin Dzeko segir að hann vilji ganga í raðir AC Milan þegar tímabilinu lýkur í Þýskalandi þar sem hann leikur með Wolfsburg.

Fótbolti

Tottenham á eftir Foster

Tottenham er sagt hafa áhuga á að kaupa markvörðinn Ben Foster frá Manchester United. Félagið mun vera reiðubúið að bjóða sex milljónir punda í kappann.

Enski boltinn

Button á leið til McLaren

Jenson Button er á leið til McLaren liðsins við hliðina á Lewis Hamilton á næsta ári. Hann hefur ekki náð samkomulagi við Brawn, sem nú heitir Mercedes um laun. Button er í samningaviðræðum við McLaren og fregnir herma að þriggja ára samningur sé uppi á borðinu.

Formúla 1

Nuddaður upp úr vökva úr legköku

Robin van Persie, leikmaður Arsenal, er farinn til Serbíu þar sem hann mun gangast undir nýstárlega meðferð vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í landsleik Hollands og Ítalíu um helgina.

Enski boltinn