Kimi Raikkönen hættir í Formúlu 1 18. nóvember 2009 07:01 Kimi Raikkönen hefur meiri tíma fyrir símtöl á næsta ári. mynd: Getty Images Finninn Kimi Raikkönen keppir ekki í Formúlu 1 á næsta ári, eftir að samningaviðræðum við McLaren fór út um þúfur. Allt bendir til að Jenson Button verði liðsmaður McLaren með Lewis Hamilton. Umboðsmenn Raikkönen segja að hann taki sér árs frí frá Formúlu 1 hið minnsta, en hann vill ekki keppa með nema toppliði í íþróttinni. "Möguleiki Raikkönen fólst í því að keppa með McLaren eða ekki og það náðist ekki samkomulag. Hann mun því ekki keppa í Formúlu 1 á næsta ári. Hann vill frekar keppa um sigur, en vera með og ársfrí er ekkert mál fyrir Raikkönen", sagði Steve Robertson umboðsmaður Raikkönen. Ekki náðist samkomulag um laun á milli McLaren og Raikkönen og þá vildi Finninn ekki fara á eins margar uppákomur fyrir kostendur og McLaren óskaði. Það hefur löngum verið honum þyrnir í augum. Button sér þá væntanlega sæng sína útbreidda með McLaren og hitti liðsmenn að máli á mánudagskvöld. Ferrari keypti Raikkönen undan samningi til að koma Fernando Alonso að hjá liðinu, en margir eru á þeirri skoðun að Raikkönen sé saddur af Formúlu 1 og skipti yfir í rallakstur. Sjá meira um málið Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Finninn Kimi Raikkönen keppir ekki í Formúlu 1 á næsta ári, eftir að samningaviðræðum við McLaren fór út um þúfur. Allt bendir til að Jenson Button verði liðsmaður McLaren með Lewis Hamilton. Umboðsmenn Raikkönen segja að hann taki sér árs frí frá Formúlu 1 hið minnsta, en hann vill ekki keppa með nema toppliði í íþróttinni. "Möguleiki Raikkönen fólst í því að keppa með McLaren eða ekki og það náðist ekki samkomulag. Hann mun því ekki keppa í Formúlu 1 á næsta ári. Hann vill frekar keppa um sigur, en vera með og ársfrí er ekkert mál fyrir Raikkönen", sagði Steve Robertson umboðsmaður Raikkönen. Ekki náðist samkomulag um laun á milli McLaren og Raikkönen og þá vildi Finninn ekki fara á eins margar uppákomur fyrir kostendur og McLaren óskaði. Það hefur löngum verið honum þyrnir í augum. Button sér þá væntanlega sæng sína útbreidda með McLaren og hitti liðsmenn að máli á mánudagskvöld. Ferrari keypti Raikkönen undan samningi til að koma Fernando Alonso að hjá liðinu, en margir eru á þeirri skoðun að Raikkönen sé saddur af Formúlu 1 og skipti yfir í rallakstur. Sjá meira um málið
Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira