Sport

Hamilton: Á enn möguleika á titlinum

Bretinn Lewis Hamilton telur að hann eigi enn möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1, þó hann sé í fjórða sæti í stigamótinu þegar þremur mótum er ólokið. Keppt verður í Suður Kóreu um næstu helgi, en Brasilíu og Abu Dhabi í nóvember.

Formúla 1

Petrov spenntur fyrir mótinu í Rússlandi

Rússinn Vitaly Petrov hjá Renault keppir í Suður Kóreu um næstu helgi, þar sem keppt verður í fyrsta skipti í Formúlu 1. Hann er líka spenntur fyrir mótinu í Rússlandi sem á að fara fram árið 2014, en tilkynnt var um mótið fyrir helgina.

Formúla 1

Rooney sagður vilja komast frá Man. Utd

Wayne Rooney hefur beðið um sölu frá Man. Utd eftir að hafa lent i heiftarlegu rifrildi við Sir Alex Ferguson. Það er slúðurblaðið The Sun sem heldur þessu fram í dag. Blaðið er ekki það áreiðanlegasta þannig að stuðningsmenn Man. Utd þurfa ekki að örvænta alveg strax.

Enski boltinn

Chamakh: Þetta var víti

Marouane Chamakh, framherji Arsenal, var sakaður um leikaraskap um helgina er hann fiskaði víti gegn Birmingham sem átti eftir að breyta gangi leiksins.

Enski boltinn

Óskar Ingi: Lékum illa í fjórar mínútur

„Við gefum öllum liðum hörkuleik. Munurinn á liðinum liggur í þessum kafla þegar KR setti hreinlega allt niður fyrir utan þriggja stiga línuna. Það var erfitt að koma tilbaka eftir það,“ sagði Óskar Ingi Magnússon, fyrirliði Hauka eftir tap gegn KR í DHL-Höllinni í kvöld, 93-83.

Körfubolti

Hrafn: Hlaut að koma að því að skotin færu niður

„Það er gott að ná sigri og maður má aldrei gleyma því að hafa gaman af því að vinna, sama hversu sterkur sem mótherjinn er,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR-ingar eftir sigur sinna manna gegn nýliðum Hauka í DHL-Höllinni í kvöld, 93-83.

Körfubolti

Stefán: Fórum vel yfir mistökin í fyrri leiknum

„Það er mjög gott að ná að vinna eins sterkt lið og Oldenburg er," sagði Stefán Arnarson, þjálfari kvennaliðs Vals. Valur vann Oldenburg 28-26 í EHF-bikarnum í kvöld en er samt úr leik þar sem fyrri viðureignin endaði með ellefu marka sigri þýska liðsins á laugardag.

Handbolti

Njarðvík lagði Íslandsmeistarana

Njarðvík gerði sér lítið fyrir og lagði Íslands- og bikarmeistara Snæfells á heimavelli í Iceland Express-deild karla í kvöld, 89-87. Alls fóru þrír leikir fram í kvöld.

Körfubolti

Evra: Þurfum að vera reiðari

Patrice Evra telur að félagar sínir í Manchester United þurfi að sýna meiri ákveðni og reiði. Liðið tapaði niður tveggja marka forystu gegn nýliðum West Brom í gær og gerði þar með fimmta jafnteflið á leiktíðinni.

Enski boltinn

Grant vill Parker í enska landsliðið

Awram Grant, knattspyrnustjóri West Ham, er hissa að Scott Parker skuli ekki hafa fengið kallið í enska landsliðið í haust. Parker hefur leikið vel með West Ham sem hefur þó verið í vandræðum í ensku deildinni.

Enski boltinn

Umfjöllun: FH aðeins of stór biti fyrir Völsung

Húsvíkingurinn Pálmar Pétursson skildi að milli Völsungs og FH í dag er liðin mættust í 32-liða úrslitum Eimskipsbikarsins. Annars voru liðin nokkuð jöfn. Það er kannski ekki fullur sannleikur en þetta var í það minnsta álit Húsvíkinga á leiknum.

Handbolti