Sport

Friðrik tryggði Tindastól fyrsta sigurinn

Tindastóll vann sinn fyrsta sigur í Iceland Express deild karla á tímabilinu þegar liðið vann 89-88 sigur á Stjörnunni í Garðabæ í kvöld. Friðrik Hreinsson skoraði sigurkörfuna 3,2 sekúndum fyrir leikslok.

Körfubolti

Hamilton ánægður þrátt fyrir áminningu

Lewis Hamilton hjá McLaren var fljótastur á æfingum Formúlu 1 liða í Abu Dhabi í dag, en toppmennirnir í stigaslagnum um titilinn voru honum næstir. Hamilton fékk áminningu frá dómurum eftir æfingarnar tvær í dag.

Formúla 1

Logi tók til sinna ráða - skoraði 24 stig í sigri

Logi Gunnarsson átti stórleik og var með 24 stig þegar Solna Vikings vann sjö stiga sigur á Örebro Basket, 85-78, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson töpuðu á heimavelli með liði sínu Sundsvall Dragons.

Körfubolti

José Reina: Ég vil ekki fara frá Liverpool

José Reina, markvörður Liverpool, segir ekkert til í þeim sögusögnum að hann vilji fara frá enska úrvalsdeildarliðinu. Enskir fjölmiðlar skrifuðu um það í gær að Reina hefði beðið stjórann Roy Hodgson um að fá að fara frá Anfield.

Enski boltinn

Pavel í viðtali á KR-síðunni: Evrópskir bakverðir troða ekki

Pavel Ermolinski, leikstjórnandi KR, er í viðtali á heimasíðu KR en KR-ingar taka á móti Njarðvík í DHL-höllinni í kvöld í 6. umferð Iceland Express deildar karla. Pavel fer meðal annars yfir það í viðtalinu að hann er ekki ánægður með frammistöðu liðsins til þess á tímabilinu.

Körfubolti

Mancini yrði sáttur með fjórða sætið

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að hann yrði sáttur með tímabilið ef að liðið næði fjórða sætinu og tryggði sig inn í meistaradeildina á næsta tímabili. City-liðið er eins og er í 4. sæti sjö stigum á eftir toppliði Chelsea.

Enski boltinn

Fjórir fljótustu á æfingum í Abu Dhabi allir í titilslagnum

Fjórir fremstu ökumennirnir á seinni æfingu Formúlu 1 keppnisliða í Abu Dhabi í dag eru allt kappar sem eru í hörkubaráttu um meistaratitil Formúlu 1 ökumanna á sunnudaginn. Æfingin fór fram í dagsbirtu, síðan við sólsetur og í flóðljósum. Slíkt það sama verður upp á teningnum í kappakstrinum.

Formúla 1

Eyþór Helgi aftur til HK

Framherjinn Eyþór Helgi Birgisson mun ekki leika með ÍBV í Pepsi-deildinni næsta sumar. Lánssamningur hans frá HK er útrunninn og Eyþór farinn aftur í borgina.

Íslenski boltinn

Stuðningsmenn Spurs lömdu pabba John Terry

John Terry, fyrirliði Chelsea, fékk vondar fréttir í gær þegar hringt var í hann og honum tjáð að einhverjir ofbeldisfullir unglingar hefðu lamið föður hans. Það sem meira er þá voru strákarnir stuðningsmenn Tottenham.

Enski boltinn

Garcia heitur en Tiger kaldur

Sergio Garcia spilaði sinn besta golfhring á árinu er hann lék annan hringinn á opna ástralska meistaramótinu á 65 höggum. Hann er sex höggum á eftir efsta manni, Adam Bland.

Golf

Vettel fljótastur á fyrstu æfingu

Sebastian Vettel byraði mótshelgina vel í Abu Dhabi í dag og náði besta tíma á fyrstu æfingu keppnisliða á Red Bull. Hann vann mótið í fyrra og er einn af fjórum sem á möguleika á meistaratitli ökumanna í Formúlu 1, en úrslitin ráðast um helgina.

Formúla 1

Sneijder: Verðum að gleyma Mourinho

Stjarna Inter, Wesley Sneijder, segir að það sé kominn tími á að leikmenn félagsins gleymi José Mourinho og einbeiti sér að því að skila góðu starfi fyrir Rafa Benitez.

Fótbolti

Barton: Ég hef ekkert breyst

Ólátabelgurinn Joey Barton er kominn í þriggja leikja bann eftir að hann tók upp á því að kýla Norðmanninn Morten Gamst Pedersen. Barton viðurkennir að hann berjist daglega við reiðina sem kraumi inn í sér.

Enski boltinn

Scumacher spenntur vegna titilslagsins

Michael Schumacher hjá Mercedes er spenntur fyrir titilslag helgarinnar og þætti ekkert óeðlilegt ef Sebastian Vettel gefur eftir sæti til Mark Webber, liðsfélaga hans hjá Red Bull ef þörf krefur í titilslag fjögurra ökumanna. Lokamótið er í Abu Dhabi um helgina og fyrstu æfingar í dag.

Formúla 1

Boston með gott tak á Miami

Stjörnulið Miami Heat mátti sætta sig við tap á heimavelli gegn Boston Celtics í nótt. Þetta var annað tap Miami í vetur fyrir Celtics en liðin mættust einnig í fyrstu umferð.

Körfubolti

HK-ingar á miklu skriði - myndir

HK vann í gærkvöldi sinn fimmta leik í röð í N1 deild karla og er nú tveimur stigum á efttir toppliði Akureyrar eftir sex umferðir. HK vann 36-34 sigur á Íslandsmeisturum Hauka í gær og var sigurinn mun öruggari en lokatölurnar gefa tilefni til að halda.

Handbolti

El Clasico spilaður á mánudagskvöldi

Kosningar í Katalóníu þýða það að risaleikur Barcelona og Real Madrid seinna í þessum mánuði þarf að fara fram mánudegi. Risarnir mætast því í fyrri El Clasico tímabilsins 29. nóvember næstkomandi.

Fótbolti

Sigfús mættur til Patreks í Emsdetten - myndband

Sigfús Sigurðsson er kominn til Emsdetten þar sem hann ætlar að hjálpa vini sínum Patreki Jóhannessyni í þýsku b-deildinni. Patrekur þjálfar lið TV Emsdetten en lenti í því á dögunum að missa tvo leikmenn í meiðsli.

Handbolti