Handbolti

Heinevetter búinn að framlengja við Berlin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Vísir greindi frá því fyrstur allra miðla í gær að þýski landsliðsmarkvörðurinn Silvio Heinevetter myndi framlengja við Fuchse Berlin í dag.

Það gekk eftir því Heinevetter skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við félagið í dag.

Samningur Heinevetter við félagið átti að renna út næsta sumar og fjölmörg félög báru víurnar í markvörðinn sterka.

Þar á meðal Rhein-Neckar Löwen sem var ekki til í að samþykkja launakröfur leikmannsins sem vildi fá 800 þúsund evrur fyrir þriggja ára samning.

Hann verður því áfram í herbúðum Dags Sigurðssonar sem vafalítið gleðst yfir því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×