Sport

John W Henry: Engin stórkaup hjá Liverpool fyrr en í sumar

John W Henry, eigandi Liverpool, hefur varað stuðningsmenn félagsins við því að það verða engar skyndilausnir gerðar í leikmannamálum Liverpool í janúar. Stuðningsmenn Liverpool verði því líklega að bíða þangað til í sumar til að sjá New England Sports Ventures gera einhverjar stórtækar breytingar á leikmannahópnum.

Enski boltinn

John Terry óttast það að vera lengi frá

John Terry, fyrirliði Chelsea, er meiddur og segist óttast það að vera frá í marga mánuði vegna þeirra. Hann missti af tapi Chelsea á móti Sunderland um helgina og verður ekki með enska landsliðinu á móti Frökkum á morgun.

Enski boltinn

Vettel merkilegur og svalur persónuleiki

Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðsins telur að Sebastian Vettel sé vel að Formúlu 1 titli ökumanna kominn, en hann nældi í hann í lokamótinu í Abu Dhabi á sunnudaginn. Red Bull landaði bæði titli bílasmiða og ökumanna á þessu keppnistímabili.

Formúla 1

Carroll æfði ekki í dag

Andy Carroll gat ekki tekið þátt í æfingu enska landsliðsins í dag og óvíst hvort hann geti spilað með liðinu í vináttulandsleiknum gegn Frökkum á miðvikudagskvöldið.

Enski boltinn

Ég varð að sanna mig fyrir Stevie G og Rio

Jay Bothroyd, leikmaður Cardiff City, var ánægður eftir fyrstu æfingu sína með enska landsliðinu í dag en Fabio Capello valdi hann óvænt í landsliðshóp sinn á móti Frökkum á miðvikudaginn. Bothroyd sem er 28 ára gamall hefur skorað 13 mörk í 14 leikjum í ensku b-deildinni á þessu tímabili.

Enski boltinn

Magnús á leiðinni heim til að spila með Njarðvík

Magnús Þór Gunnarsson er á leiðinni heim og ætlar að spila með Njarðvík í Iceland Express deild karla. Þetta kemur fram á heimasíðu Víkufrétta en á karfan.is er talið líklegt að Magnús verði með Njarðvík á móti Keflavík þegar liðin mætast næsta mánudag.

Körfubolti

Ancelotti kallar allt Chelsea-liðið á fund á fimmtudaginn

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, var skiljanlega allt annað en sáttur með vandræðalegan 0-3 skell liðsins á heimavelli á móti Sunderland um helgina. Ancelotti þarf þó að bíða þar til á fimmtudaginn til að fara yfir málin með sínum leikmönnum því stór hluti liðsins er farinn í landsliðsverkefni.

Enski boltinn

Gylfi orðaður við Manchester United

Gylfi Sigurðsson gæti verið á leiðinni á Old Trafford ef marga má nýjustu fréttir í enskum miðlum. Gylfi hefur slegið í gegn hjá þýska liðinu Hoffenheim og það er vitað af áhuga margra stórra félaga á íslenska landsliðsmanninum sem er nú með landsliðinu á leið til Ísrael.

Enski boltinn