Sport

Auglýsa eftir stuðningi

Síðari leikur Hauka og þýska úrvalsdeildarliðins Grosswallstadt, sem landsliðsmaðurinn Sverre Andreas Jakobsson spilar með, fer fram á Ásvöllum klukkan 17.00 í dag.

Handbolti

Schalke vill fá Michael Owen

Þýska úrvalsdeildarfélagið Schalke er sagt í frönskum fjölmiðlum í dag vilja fá Michael Owen frá Manchester United þegar félagaskiptaglugginn opnar um áramótin.

Enski boltinn

Wenger: Fabregas verður ekki eins og Owen

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er viss um það að Cesc Fabregas lendi ekki í sama vítahring og Michael Owen er búinn að ganga í gegnum á sínum ferli. Fabregas hefur eins og Owen misst úr mikið af leikjum hjá Arsenal á þessu tímabili.

Enski boltinn

Flenging á norska vísu

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik var kjöldregið af frábæru norsku liði er þau mættust í dag. Lokatölur 35-14 fyrir Noreg en staðan í leikhléi var 19-7.

Handbolti

Nonni Mæju fékk flest atkvæði í Stjörnuleik KKÍ

Snæfellingurinn Jón Ólafur Jónsson, þekktastur undir viðurnefninu Nonni Mæju, fékk flest atkvæði í netkosningu á KKÍ þar sem gestir síðunnar fengu að velja byrjunarliðsleikmenn í Stjörnuleik KKÍ sem fer fram í Seljaskóla 11. desember næstkomandi. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

Körfubolti

Birgir Leifur er ánægður með fyrsta hringinn á úrtökumótinu á Spáni

Birgir Leifur Hafþórsson byrjaði vel á fyrsta keppnisdegi á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi í dag. Birgir lék á 70 höggum eða 2 höggum undir pari á Arcos Garden vellinum á Spáni. Í samtali við visir.is sagði Íslandsmeistarinn að hann væri ánægður með fyrsta keppnisdaginn. Birgir er í 11.-19. sæti en um 20 kylfingar komast áfram.

Golf

Ramsey lánaður til Nottingham Forest

Aaron Ramsey hefur verið lánaður til Nottingham Forest þar sem hann fær tækifæri til að koma sér aftur á skrið eftir að hafa tvífótbrotnað í leik með Arsenal á síðustu leiktíð.

Enski boltinn

Helena með 20 stig í tapleik

Helena Sverrisdóttir skoraði 20 stig fyrir TCU í nótt en það dugði ekki til þar sem að liðið tapaði fyrir West Virginia í bandaríska háskólaboltanum í nótt.

Körfubolti