Handbolti

Kiel jafnaði gegn Rhein-Neckar Löwen í lokin

Elvar Geir Magnússon skrifar
Guðmundur Guðmundsson.
Guðmundur Guðmundsson.

Rhein-Neckar Löwen og Kiel gerðu í kvöld jafntefli 30-30 en þetta var önnur viðureign þessara liða á einni viku í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Löwen var yfir nær allan leikinn og voru þremur mörkum yfir þegar stutt var eftir en í lok leiks náði Kiel að jafna og er því efst í riðlinum með 10 stig en Löwen hefur 8 stig.

Guðmundur Guðmundsson þjálfar Löwen en Alfreð Gíslason heldur um stjórnartaumana hjá Kiel.

Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk fyrir Kiel í kvöld en Róbert Gunnarsson var með fjögur mörk fyrir Löwen og Ólafur Stefánsson tvö.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×