Auglýsa eftir stuðningi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. nóvember 2010 06:00 Freyr Brynjarsson verður í lykilhlutverki hjá Haukum í dag er þeir mæta Grosswallstadt í EHF-bikarnum. Fréttablaðið/Vilhelm Síðari leikur Hauka og þýska úrvalsdeildarliðins Grosswallstadt, sem landsliðsmaðurinn Sverre Andreas Jakobsson spilar með, fer fram á Ásvöllum klukkan 17.00 í dag. Íslandsmeistararnir eiga raunhæfan möguleika á að komast áfram eftir að hafa tapað fyrri leiknum ytra með aðeins tveggja marka mun. „Þetta verkefni leggst vel í okkur. Það er alltaf gaman að mæta svona sterkum liðum. Við mætt mörgum af sterkustu liðum Evrópu á síðustu árum og það er alltaf jafn gaman. Þessir Evrópuleikir eru eins og landsleikir fyrir marga okkar," sagði hinn harðskeytti hornamaður Haukanna, Freyr Brynjarsson. Hann segir Haukana hafa hitt á mjög góðan leik ytra. „Það var okkar besti leikur í vetur. Vörnin var virkilega góð hjá okkur í þeim leik. Þeir voru eflaust að vanmeta okkur eitthvað á sama tíma og við duttum á góðan leik. Grosswallstadt datt samt úr bikarnum um daginn, tapaði fyrir liði í 2. deild, og þeir eiga því til að brotna. Ef við náum vörn og markvörslu aftur þá er allt hægt. Sérstaklega ef við fáum fullt hús og góðan stuðning. Við hvetjum fólk til þess að mæta," sagði Freyr ákveðinn en frítt er á leikinn. „Þátttaka í Evrópukeppnum hefur oft hjálpað okkur í deildinni heima. Við steinlágum einu sinni fyrir Val og lögðum síðan hið gríðarsterka lið Fotex Veszprém í kjölfarið. Leikurinn úti sýndi okkur hvað við getum. Við munum selja okkur dýrt í þessum leik og ef allt smellur hjá okkur er aldrei að vita hvað gerist." Það er ekki ókeypis að taka þátt í Evrópukeppni og Haukarnir eru þegar komnir í mínus vegna þátttökunnar í ár. Þeir eru samt duglegir að afla fjár og verða meðal annars með sjávarréttakvöld eftir leikinn þar sem leikmenn beggja liða mæta. „Það eru enn lausir miðar á sjávarréttakvöldið og þeir verða seldir á leiknum. Við höfum einnig farið hefðbundnari leiðir til að afla fjár og meðal annars selt klósettpappír og þorskhnakka. Við munum svo gera eitthvað fleira eftir áramót. Bóna bíla og svo var líka hugmynd að gefa út dagatal. Við gerum eitthvað sniðugt," sagði Freyr Brynjarsson léttur. Olís-deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Sjá meira
Síðari leikur Hauka og þýska úrvalsdeildarliðins Grosswallstadt, sem landsliðsmaðurinn Sverre Andreas Jakobsson spilar með, fer fram á Ásvöllum klukkan 17.00 í dag. Íslandsmeistararnir eiga raunhæfan möguleika á að komast áfram eftir að hafa tapað fyrri leiknum ytra með aðeins tveggja marka mun. „Þetta verkefni leggst vel í okkur. Það er alltaf gaman að mæta svona sterkum liðum. Við mætt mörgum af sterkustu liðum Evrópu á síðustu árum og það er alltaf jafn gaman. Þessir Evrópuleikir eru eins og landsleikir fyrir marga okkar," sagði hinn harðskeytti hornamaður Haukanna, Freyr Brynjarsson. Hann segir Haukana hafa hitt á mjög góðan leik ytra. „Það var okkar besti leikur í vetur. Vörnin var virkilega góð hjá okkur í þeim leik. Þeir voru eflaust að vanmeta okkur eitthvað á sama tíma og við duttum á góðan leik. Grosswallstadt datt samt úr bikarnum um daginn, tapaði fyrir liði í 2. deild, og þeir eiga því til að brotna. Ef við náum vörn og markvörslu aftur þá er allt hægt. Sérstaklega ef við fáum fullt hús og góðan stuðning. Við hvetjum fólk til þess að mæta," sagði Freyr ákveðinn en frítt er á leikinn. „Þátttaka í Evrópukeppnum hefur oft hjálpað okkur í deildinni heima. Við steinlágum einu sinni fyrir Val og lögðum síðan hið gríðarsterka lið Fotex Veszprém í kjölfarið. Leikurinn úti sýndi okkur hvað við getum. Við munum selja okkur dýrt í þessum leik og ef allt smellur hjá okkur er aldrei að vita hvað gerist." Það er ekki ókeypis að taka þátt í Evrópukeppni og Haukarnir eru þegar komnir í mínus vegna þátttökunnar í ár. Þeir eru samt duglegir að afla fjár og verða meðal annars með sjávarréttakvöld eftir leikinn þar sem leikmenn beggja liða mæta. „Það eru enn lausir miðar á sjávarréttakvöldið og þeir verða seldir á leiknum. Við höfum einnig farið hefðbundnari leiðir til að afla fjár og meðal annars selt klósettpappír og þorskhnakka. Við munum svo gera eitthvað fleira eftir áramót. Bóna bíla og svo var líka hugmynd að gefa út dagatal. Við gerum eitthvað sniðugt," sagði Freyr Brynjarsson léttur.
Olís-deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Sjá meira