Handbolti

Rhein-Neckar Löwen - Kiel í beinni á netinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson og Henning Fritz, markvörður, á  hliðarlínunni í leik með Löwen.
Guðmundur Guðmundsson og Henning Fritz, markvörður, á hliðarlínunni í leik með Löwen.

Stórslagur Rhein-Neckar Löwen og Kiel verður í beinni útsendingu á vef Handknattleikssambands Evrópu.

Um sannkallaðan Íslendingaslag er að ræða þar sem að bæði lið eru þjálfað af Íslendingum. Alfreð Gíslason þjálfari Kiel og landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson er við stjórnvölinn hjá Rhein-Neckar Löwen.

Þar að auki leika fjórir Íslendingar með liðunum tveimur. Aron Pálmarsson er á mála hjá Kiel en þeir Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson leika með Löwen.

Útsendinguna er hægt að nálgast hér en leikurinn hefst klukkan 18.15.

Alfreð Gíslason er líflegur á hliðarlínunni.Nordic Photos / Bongarts

Þessi lið áttust einnig við í Meistaradeildinni um síðustu helgi og þá hafði Kiel betur, 30-27. Kiel er á toppi A-riðils með níu stig eftir fimm leiki en Löwen er í öðru sætinu með sjö stig.

Liðin mætast svo í þriðja skiptið á tíu dögum þegar að þau eigast við í þýsku úrvalsdeildinni á miðvikudaginn í næstu viku. Sá leikur fer fram á heimavelli Löwen, rétt eins og leikurinn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×