Sport

Þór fór illa með Selfoss í Lengjubikarnum

Þrír leikir fóru fram í dag í Lengjubikarnum. Selfyssingar voru teknar í kennslustund á Akureyri þar sem þeir mættu Þór. Heimamenn skoruðu alls átta mörk en leikurinn fór 8-0. Markaskor var vel dreift hjá Þór en Atli Sigurjónsson skoraði tvívegis.

Fótbolti

Wenger vonsvikinn og Van Persie meiddur

Arsene Wenger var vonsvikinn eftir að Arsenal missti af deildabikarmeistaratitlinum eftir 2-1 tap gegn Birmingham í dag. Obafemi Martins skoraði sigurmarkið á 90. mínútu eftir ótrúlegt klúður í vörn Arsenal.

Enski boltinn

Ferguson segir bresku pressuna vilja hengja Rooney

Sir Alex Ferguson er allt annað en ánægður með þá umræðu að Wayne Rooney hafi átt að fá rautt spjald fyrir olnbogaskot í leik gegn Wigan í ensku úrvalsdeildinni gær. Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Wigan, var ósáttur með að Rooney skildi sleppa frá svörtu bók dómarans.

Enski boltinn

Kiel með stórsigur á Celje

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel áttu ekki í teljandi vandræðum með Celje Lasko í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Lokatölur í leiknum urðu 43-27 en staðan var 23-16 í hálfleik.

Handbolti

Martins: Auðveldasta markið á ferlinum

Obafemi Martins, framherji Birmingham, var í skýjunum með að hafa tryggt liðinu deildabikarmeistaratitilinn eftir 2-1 sigur á Arsenal í dag. Martins fékk væna aðstoð frá markverði og varnarmanni Arsenal en Wojciech Szczesny missti boltann frá sér á afar klaufalegan hátt.

Enski boltinn

Jafnt hjá Füchse Berlin gegn Flensburg

Lærisveinar Dags Sigurðssonar hjá Füchse Berlin gerðu jafntefli, 24-24, við Flensburg í æsispennandi leik í þýsku deildinni í handbolta í dag. Füchse Berlin fékk gullið tækifæri til að knýja fram sigur en Konrad Wilczynski misnotaði vítakast þegar leiktíminn var runninn út.

Handbolti

Sigur hjá Löwen í Meistaradeildinni

Rhein-Neckar Löwen hafði betur gegn pólska liðinu Kielce, 29-27, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Guðmundur Guðmundsson þjálfar Rhein-Neckar Löwen og með liðinu leika þeir Ólafur Stefánsson, Róbert Gunnarsson og Guðjón Valur Sigurðsson.

Handbolti

Kaymer nýr besti kylfingur heims

Þjóðverjinn Martin Kaymer verður á toppi heimslistans í golfi þegar nýr listi verður kynntur á mánudag. Hann verður þar með besti kylfingur heims og fer upp fyrir Englendinginn Lee Westwood sem verið hefur efstur undanfarna mánuði.

Golf

Rooney: Þetta er mitt lélegasta tímabil

Wayne Rooney, framherji Man. Utd, fer ekki í grafgötur með að núverandi tímabil sé hans lélegasta hjá félaginu. Hann hefur aldrei verið á betri launum en það verður seint sagt að hann sé að skila þeim peningum til baka.

Enski boltinn

Di Vaio sá um Juventus

Bologna hoppaði upp í níunda sætið í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld er liðið vann sætan útisigur á Juventus, 0-2.

Fótbolti

Góður útisigur hjá Kára og félögum

Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson skoraði þrjú mörk fyrir þýska félagið Wetzlar sem vann góðan útisigur í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag gegn Friesenheim.

Handbolti

Myndasyrpa af sigri Valsmanna

Valur varð í dag bikarmeistari karla í handbolta eftir sigur á toppliðinu í N1-deild karla, Akureyri, í úrslitaleik Eimskipsbikarkeppninni í Laugardalshöllinni í dag, 26-24.

Handbolti

Sturla: Þetta er stórkostlegt

Sturla Ásgeirsson, fyrirliði Vals, brosti út að eyrum eftir að Valur hafði tryggt sér bikarmeistaratitil karla í handknattleik í dag. Þetta var fyrsti stóri titill Sturlu í meistaraflokki.

Handbolti