Sport

Harry Redknapp: Leið ekki vel þessar 90 mínútur

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, varð í kvöld fyrsti enski stjórinn sem kemur liði inn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þegar hans menn slógu út ítalska liðið AC Milan. Liðin gerðu markalaust jafntefli á White Hart Lane en Tottenham vann fyrri leikinn 1-0 á San Siro.

Fótbolti

Óli Stef: Rugluðum þá kannski með mottunum

Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði var einn fjölmargra leikmanna íslenska landsliðsins sem skartaði myndarlegu yfirvaraskeggi í Laugardalshöllinni í kvöld. Það var að sjálfsögðu gert í tilefni Mottumars-átaksins.

Handbolti

Schalke hafði betur gegn Valencia og komst í 8-liða úrslit

Schalke tryggði sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með 3-1 sigri á heimavelli í Þýskalandi gegn Valencia frá Spáni. Samanlagt sigraði Schalke 4-2 en Farfán gerði út um vonir Valencia með marki á lokamínútunni en Valencia sótt af krafti á lokakaflanum.

Fótbolti

Tottenham hélt hreinu og komst áfram í 8-liða úrslit

Það gerist ekki oft að Tottenham haldi hreinu í fótboltaleik en markalaust jafntefli liðsins gegn ítalska liðinu AC Milan í kvöld tryggði enska liðinu sæti í 8-liða úrslitum í fyrsta sinn í sögu félagsins. Mark Peter Crouch í fyrri leiknum á San Siro í Mílanó tryggði Tottenham 1-0 sigur samanlagt. "Þetta er stórt kvöld fyrir okkur. Varnarleikurinn var magnaður hjá öllu liðinu og við áttum þetta skilið," sagði Crouch í leikslok.

Fótbolti

Njarðvík vann B-deildina - Fjölnir fallið í 1. deild

Njarðvíkurkonur tryggðu sér sigur í B-deildinni og leik á móti Haukum í fyrstum umferð úrslitakeppninnar eftir 75-68 sigur á Snæfelli í Njarðvík lokaumferð Iceland Express deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Snæfell mætir KR í hinni viðureigninni en Fjölnir er fallið úr deildinni eftir stórt tap á móti Grindavík.

Körfubolti

Stelpurnar okkar vinsælar - margar þjóðir vilja fá vináttulandsleiki

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins sem náði frábærum árangri í Algarve-bikarnum, segir að frammistaða liðsins á mótinu hafi vakið mikla athygli með hinna þjóðanna en flestar sterkustu knattspyrnuþjóðir heims taka þátt í mótinu. Ísland náði silfurverðlaunum og veitt besta liði heims harða keppni í úrslitaleiknum.

Fótbolti

Argentína á nú besta fótboltalandsliðið í Suður Ameríku

Argentína komst upp fyrir Brasilíu á nýjasta styrkleikalista FIFA sem var gefinn út í dag en Brasilíumenn eru komnir alla leið niður í fimmta sætið á listanum eftir að hafa setið í toppsætinu í mörg ár. Argentína er því í fyrsta sinn í langan tíma með besta fótboltalandsliðið í Suður Ameríku að mati heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins.

Fótbolti

Íslensku stelpurnar fengu silfrið í Algarve-bikarnum

Íslenska kvennalandsliðið varð í öðru sæti í Algarve-bikarnum eftir 2-4 tap á móti Bandaríkjunum í úrslitaleik í dag. Íslenska liðið komst yfir í 2-1 í leiknum en fékk á svekkjandi jöfnunarmark á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks. Bandaríska liðið tryggði sér síðan sigurinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Katrín Ómarsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir skoruðu mörk Íslands í dag.

Íslenski boltinn

Fabio Capello: Bale er sá besti í heimi

Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins er mikill aðdáandi Gareth Bale hjá Tottenham og Ítalinn fór fögrum orðum um hann í viðtali við Sky Sports. Hinn 21 árs gamli Wales-maður er að stíga upp úr meiðslum og vonast til að geta spilað á móti AC Milan í Meistaradeildinni í kvöld.

Fótbolti

Eina tap bandaríska liðsins frá 2006 var eftir vítakeppni

Ísland og Bandaríkin mætast klukkan 17.00 í dag í úrslitaleik Algarve-bikarsins í Portúgal. Þetta er fyrsti úrslitaleikur íslensku stelpnanna á þessu móti en bandaríska liðið er hinsvegar að spila til úrslita í mótinu níunda árið í röð og í ellefta skiptið alls.

Fótbolti

Bestu kylfingar heims verða saman í ráshóp í Miami

Forráðamenn PGA mótaraðarinnar í golfi hafa á undanförnum árum forðast það að setja bestu kylfinga heims saman í ráshópa á fyrstu tveimur keppnisdögunum á bandarísku mótaröðinni. Á þessu tímabili hefur PGA breytt um áherslur og spilað út "öllum sínum trompum“ á fyrstu tveimur keppnisdögunum. Á heimsmótinu sem hefst á fimmtudaginn í Miami verður gengið enn lengra þar sem að sex efstu kylfingar heimslistans verða saman í tveimur ráshópum.

Golf

Akureyringarnir upp í stúku í kvöld

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hefur valið liðið sitt fyrir kvöldið þegar strákarnir okkar spila gríðarlega mikilvægan leik við Þjóðverja í undankeppni EM í Laugardalshöllinni. Það verða Akureyringarnir Sveinbjörn Pétursson og Oddur Gretarsson sem verða upp í stúku í kvöld.

Handbolti

Sunnudagsmessan: Gæti orðið erfitt fyrir Eið að komast í liðið

Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekki fengið mikið að spreyta sig hjá Fulham frá því hann kom til liðsins í janúar frá Stoke. Í 3-2 sigri liðsins um s.l. helgi gegn Blackburn kom Eiður ekkert við sögu og telur Hjörvar Hafliðason fótboltasérfræðingur Sunnudagsmessunnar að það gæti reynst erfitt fyrir Eið að komast í liðið – sérstaklega eftir að Bobby Zamora fór að leika að nýju.

Enski boltinn