Sport

Arnar Sveinn: Vorum heppnir að hanga inni í leiknum

„Þetta var frábær sigur en við vorum heppnir að hanga hreinlega inni í leiknum í fyrri hálfleik. Við erum alvöru lið og sættum okkur ekki við að vera undir. Við efldumst eftir því sem að leið á leikinn og áttum sigurinn skilinn,“ sagði Arnar Sveinn Geirsson eftir að Valur varð Lengjubikarmeistari karla í kvöld eftir 3-1 sigur á Fylki í framlengdum leik.

Íslenski boltinn

Ólafur Þórðar: Skandall hjá dómaranum

„Það var klaufalegt að fá víti á okkur og hleypa þeim inn í leikinn. Við köstuðum þessu frá okkur,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis eftir tap liðsins gegn Val í úrslitum Lengjubikarsins, 3-1, í Kórnum í kvöld eftir framlengdan leik.

Íslenski boltinn

Dzeko tryggði City sigur

Manchester City er í góðri stöðu um að ná sæti í Meistaradeildinni eftir að hafa lagt Blackburn Rovers á útivelli í kvöld, 0-1, í ensku úrvalsdeildinni. Það var Edin Dzeko sem skoraði sigurmarkið á 75. mínútu leiksins.

Enski boltinn

Messi og Ronaldo berjast um evrópska gullskóinn

Baráttan um evrópska gullskóinn er á milli Lionel Messi hjá Barcelona og Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid. Messi hefur verið í gríðarlegum ham á þessari leiktíð og alls skorað 50 mörk á leiktíðinni. Það eru hins vegar mörk hans í spænsku deildinni sem telja til evrópska gullskóarins en Messi hefur alls skorað 31 mark í spænsku deildinni.

Fótbolti

Wenger segir að Fabregas og Wilshere fari hvergi

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, ætlar ekki að selja Jack Wilshere og Cesc Fabregas í sumar. Þrálátur orðrómur hefur verið uppi um að Fabregas sé á leið til Barcelona í sumar og nýlega komu fréttir um að Manchester City ætli að gera tilboð í Wilshere í sumar.

Enski boltinn

Valur Lengjubikarmeistari

Valur varð Lengjubikarmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur á Fylki í framlengdum úrslitaleik, 3-1, sem fór fram í Kórnum í Kópavogi. Valur varð Reykjavíkurmeistari fyrr í vetur.

Íslenski boltinn

Veigar Páll og Ondo skoruðu fyrir Stabæk

Veigar Páll Gunnarsson kom félögum sínum í Stabæk á bragðið í dag með marki úr vítaspyrnu á 25. mínútu í 3-1 sigri liðsins gegn Fredrikstad. Gilles Mbang Ondo, sem lék með Grindavík í Pepsi-deildinni, skoraði þriðja mark Stabæk og lagði einnig upp annað markið sem Alain Junior Ollé Ollé skoraði.

Fótbolti

Hodgson vill halda Odemwingie

Roy Hodgson segir að það sé nauðsynlegt fyrir West Brom að halda í leikmanninn Peter Odemwingie sem hefur slegið í gegn í ensku deildinni í vetur. Þessi nígeríski leikmaður kom frá Lokomotiv Moscow í sumar og hefur nú skorað 13 mörk í vetur fyrir West Brom.

Enski boltinn

Rooney: Hernandez eru kaup aldarinnar

Wanye Rooeny segir að kaup Manchester United á Javier Hernandez séu kaup aldarinnar. Hernandez tryggði Man. United mikilvægan sigur á Everton á laugardag með marki þegar skammt var eftir af leiknum.

Enski boltinn

QPR komið með annan fótinn í ensku úrvalsdeildina

Heiðar Helguson og félagar hans í QPR eru svo gott sem búnir að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð eftir 1-1 jafntefli við Hull City í dag. Heiðar var í byrjunarliðinu hjá QPR í dag sem komst yfir með marki Wayne Routledge á 9. mínútu en Hull City jafnaði leikinn þegar skammt var eftir.

Enski boltinn

Guif einum sigri frá úrslitaleiknum

Sænska úrvalsdeildarfélagið Guif frá Eskilstuna er aðeins einum sigri frá úrslitaleiknum um sænska meistaratitilnn eftir sigur á Alingsås í dag, 29-24. Kristján Andrésson er þjálfari liðsins og bróðir hans, Haukur, leikur með því.

Handbolti