Sport

Umfjöllun: Gömlu refirnir kláruðu Þórsara

Nýliðarnir Víkingur og Þór mættust í fyrstu umferð Pepsídeildarinnar á Víkingsvelli í gærkvöldi. Víkingar höfðu 2-0 sigur með marki í hvorum hálfleik. Það var lítið sem skildi að liðin nema þó markheppni gömlu refanna í liði þeirra rauðsvörtu úr Fossvoginum.

Íslenski boltinn

Sama sagan og í fyrra hjá Fylkismönnum

Fylkismenn gengu stigalausir af velli í Kórnum í gærkvöldi þrátt fyrir að yfirspila Grindvíkinga fyrstu 35 mínútur leiksins og komast í 2-0 í leiknum. Eins og svo oft í fyrra misstu Fylkismenn hinsvegar dampinn, fengu á sig þrjú mörk á síðustu 46 mínútum leiksins og töpuðu leiknum 2-3.

Íslenski boltinn

Markaveisla úr Pepsi-mörkunum í gærkvöldi

Pepsi-deild karla fór af stað í gærkvöldi með fjórum leikjum þar sem að ÍBV, Valur, Keflavík og Grindavík fögnuðu öll góðum sigrum. Í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi tóku menn saman skemmtilega syrpu með því helsta sem gerðist í leikjunum fjórum í gær.

Íslenski boltinn

Williams án stiga eftir þrjú fyrstu mótin

Williams liðið hefur ekki byrjað Formúlu 1 tímabilið vel, en hvorki Rubens Barrichello frá Brasilíu né nýliðinn Pastor Maldonado frá Venusúela hafa fengið stig í keppni ökumanna í fyrstu þremur mótunum og þar af leiðandi Williams ekki heldur stig í stigakeppni bílasmiða.

Formúla 1

Peter Öqvist var á leikmannaveiðum á Íslandi í fyrra

Peter Öqvist, nýráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs Íslands í körfubolta, þekkir ágætlega til íslenskra leikmanna og mætti til Íslands fyrir ári síðan til þess að finna leikmenn fyrir Sundsvall-liðið. Peter samdi á endanum við Hlyn Bæringsson en honum leyst vel á aðra leikmenn líka.

Körfubolti

Jákvætt gengi hjá Force India

Force India Formúlu 1 liðið, sem er í eigu Vijay Mallay frá Indland mun njóta þess heiðurs að keppa í fyrsta mótinu í Indlandi í lok október, en um næstu helgi mætir liðið með bíla sína til Tyrklands. Þjóðverjinn Adrian Sutil og nýliðinn skoski Paul di Resta munu þá takast á við Istanbúl Park brautina, eftir þriggja vikna hlé frá kappaksturskeppni.

Formúla 1

UEFA sendir Collina á leik Barca og Real í kvöld

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, ætlar að passa upp á allt gangi snurðulaust fyrir sig á seinni leik Barcelona og Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Það gekk mikið á í kringum fyrri leikinn enda hafa liðin staðið í miklu orðastríði síðan að þeim leik lauk.

Fótbolti

Abidal og Iniesta báðir í hóp Barca á móti Real í kvöld

Eric Abidal, franski varnarmaðurinn hjá Barcelona, er í hópnum hjá liðinu í seini undanúrslitaleik liðsins á móti Real Madrid í kvöld en hann fór í aðgerð vegna krabbameins í lifur í mars síðastliðnum. Andres Iniesta kemur einnig aftur inn í liðið eftir meiðsli.

Fótbolti

Nýliðinn Perez vill ná í fyrstu stigin

Sergio Perez frá Mexíkó, hjá Formúlu 1 liðii Sauber vill ná því markmiði að fá fyrstu stigin sín í stigakeppni ökumanna um næstu helgi. Þá keppir hann í Tyrklandi ásamt liðsfélaga sínum Kamui Kobayashi frá Japan á Istanbúl Park brautinni. Perez er á fyrsta ári sínu í Formúlu 1.

Formúla 1

Sun í morgun: Roman tilbúinn að eyða miklu í Fabregas og Bale

Enska götublaðið The Sun slær því upp í morgun að Roman Abramovich, eigandi Chelsea, sé tilbúinn að eyða stórum upphæðum í sumar til þess að styrkja lið sitt enn frekar og auka ennfremur skemmtanagildið í leik Chelsea. Efstir á blaði eru Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal og Gareth Bale hjá Tottenham.

Enski boltinn

Sir Alex enn á ný kominn í vandræði

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins ætlar að skoða betur ummæli Sir Alex Ferguson, stjóra Manchester United, í sjónvarpsviðtölum eftir 0-1 tap United á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Ferguson gagnrýndi dóma í leiknum þar sem United-liðinu mistókst að stíga stórt skref í átt að enska meistaratitlinum.

Enski boltinn

Voetbal International: Ajax ætlar að bjóða 330 milljónir í Kolbein

Hið virta hollenska fótboltablað Voetbal International slær því í upp í morgun að hollenska stórliðið Ajax frá Amsterdam ætli að bjóða tvær milljónir evra í íslenska framherjann Kolbein Sigþórsson sem hefur slegið í gegn með AZ Alkmaar í vetur. Þetta eru um 330 milljónir í íslenskum krónum sem er dágóð upphæð fyrir 21 árs gamlan strák.

Fótbolti

Real Madrid ásakar Sergio Busquets um kynþáttaníð

Orðastríð Real Madrid og Barcelona er enn í fullum gangi þótt að það sé að flestra mati orðið ljóst að Barcelona sé komið áfram í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 2-0 sigur í fyrri leiknum í Madrid. Liðin mætast í seinni leiknum á Camp Nou í kvöld.

Fótbolti

NBA: Chicago og Lakers töpuðu bæði í nótt

Chicago Bulls og Los Angeles Lakers eru bæði óvænt 0-1 undir í undanúrslitaeinvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir tap á heimavelli í nótt. Atlanta Hawks vann 8 stiga sigur í Chicago og Dallas vann upp 16 stiga forskot Lakers og tryggði sér sigur í blálokin í Los Angeles.

Körfubolti

Willum Þór: Þetta féll okkar megin

Willum Þór Þórsson var sáttur með lærisveina sina í Keflavíkurliðinu eftir 4-2 sigur á Stjörnunni. Bjarni Jóhannsson hafði í samtali við blaðamann lýst yfir óánægju sinni með nokkrar veigamiklar ákvarðanir dómarans í leiknum og hafði Willum þetta að segja.

Íslenski boltinn