Sport

Rajon Rondo fór úr olnbogalið en hélt áfram að spila

Rajon Rondo, leikstjórnandi Boston Celtics sýndi mikla hörku og fórnfýsi í 97-81 sigri Boston á Miami Heat í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Rondo lenti illa í þriðja leikhluta og fór úr olnbogalið. Hann fór inn í búningklefa þar sem olnboganum var aftur kippt í liðinn og Rondo kom síðan til baka og kláraði leikinn.

Körfubolti

NBA: Garnett pakkaði Bosh saman í léttum sigri Boston á Miami

Boston Celtics fór illa með Miami Heat í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi þeirra í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var fyrsti leikurinn í Boston en Miami vann tvo fyrstu leikina á heimavelli sínum. Memphis er komið í 2-1 á móti Oklahoma City Thunder eftir endurkomusigur í framlengingu.

Körfubolti

Alfreð: Ég var mjög ánægður með Aron

Alfreð Gíslason var sáttur með sína menn í Kiel sem komu liðinu í bikaúrslitaleikinn eftir 28-23 sigur á Frisch Auf Göppingen í undanúrslitaleiknum í gær. Kiel mætir Flensburg-Handewitt í úrslitaleiknum klukkan 12.00 í dag og er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í dag. Útsendingin hefst klukkan 11.40.

Handbolti

Rosberg vill skáka Webber í rásmarkinu

Nico Rosberg hjá Mercedes er þriðji á ráslínu í Formúlu 1 mótinu á Istanbúl brautinni í Tyrklandi í dag, á eftir Red Bull ökumönnunum Sebastian Vettel og Mark Webber. Hann vill komast framúr Webber strax eftir ræsingu mótsins, en bein útsending frá keppninni hefst kl. 11.30 á Stöð 2 Sport í dag.

Formúla 1

Moyes: Man City liðið gæti eflaust spilað í NBA-deildinni

David Moyes, stjóri Everton, var ánægður með sína menn í gær en þeir komu til baka eftir erfiðan fyrri hálfleik og tryggðu sér 2-1 sigur á Manchester City. City-liðið virtist vera að landa sannfærandi sigri eftir fyrri hálfleikinn en Sylvain Distin og Leon Osman tryggðu Everton sigur í seinni hálfleik.

Enski boltinn

Mancini: Vorum alltof eigingjarnir í færunum

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, horfði upp á sína menn missa frá sér sigur á móti Everton á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í dag en með sigri hefðu City-menn tryggt sér sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Everton skoraði tvö mörk í seinni hálfleik og vann leikinn 2-1.

Enski boltinn

AC Milan ítalskur meistari í fyrsta sinn síðan 2004

AC Milan tryggði sér í kvöld ítalska meistaratitilinn í knattspyrnu með því að gera markalaust jafntefli á útivelli á móti Roma. AC Milan menn þurftu aðeins að ná í eitt stig í þessum leik til þess að tryggja sér endanlega titilinn.

Fótbolti

Ekki fjölgað leikjum í úrvalsdeild karla en tveir kanar leyfðir

Það voru nokkrar breytingar samþykktar á 49. körfuknattleiksþinginu sem lauk í dag en það var haldið á Sauðárkróki á þessu sinni. Það verður ekki fjölgað leikjum í úrvalsdeild karla en aftur á móti verða tveir kanar leyfðir. Leikjum verður aftur á móti fjölgarð í úrvalsdeild kvenna og þá verður Fyrirtækjabikar karla og kvenna með öðru sniði næsta vetur.

Körfubolti

Daði: Boltinn fór einfaldlega ekki inn

Reynsluboltinn Daði Guðmundsson var í liði Framara sem sigraði Þór síðast þegar liðin mættust í efstu deild sumarið 2002. Daði var á skotskónum í þeim leik en gleymdi líkt og félagar sínir að reima á sig skotskóna í dag. "Við héldum boltanum líklega 80 prósent af leiknum. Fengum sextán horn, óteljandi krossa, nokkrar aukaspyrnur fyrir utan teig úr góðum færum en boltinn fór einfaldlega ekki inn. Það var það sem vantaði.“

Íslenski boltinn

Bjarni: Vantaði meiri grimmd

„Fyrsta stigið er komið en við hefðum viljað hafa þau þrjú. Við vorum í heildina ívið sterkari en það vantaði græðgina inn í teig til að klára þetta," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar eftir 0-0 jafntefli gegn Víking í dag.

Íslenski boltinn

Andri: Sáttur með stigið hérna

„Við fáum við stig hérna í dag og ég er sáttur með að fá stig á þessum útivelli. en eins og leikurinn spilaðist í dag hefði ég hinsvegar viljað fá þau þrjú," sagði Andri Marteinsson, þjálfari Víkinga eftir 0-0 jafntefli í Garðabænum.

Íslenski boltinn

Helgi: Frábært að vera á toppnum

„Það er frábært að við fáum alla vega að vera á toppnum í sólarhring. Sjálfstraustið er að byggjast upp í liðinu og það er frábært að halda hreinu tvisvar í röð," sagði Helgi Sigurðsson, leikmaður Víkings eftir 0-0 jafntefli í Garðabænum.

Íslenski boltinn

Enn eitt jafntefli hjá Tottenham-liðinu

Blackpool var ekki nema tvo klukkutíma í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni því að liðið gerði 1-1 jafntefli við Tottenham á White Hart Lane í kvöld. Wigan hafði haft sætaskipti við Blackpool eftir jafntefli við Aston Villa fyrr í dag en eftir þetta stig á móti Spurs er Blackpool aftur komið upp í síðasta örugga sætið í deildinni þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.

Enski boltinn

Gylfi tryggði Hoffenheim útisigur á móti Nürnberg

Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni í dag þegar hann skoraði sigurmark liðsins þremur mínútum fyrir leikslok. Gylfi lagði einnig upp fyrra mark Hoffenheim sem lenti undir í leiknum en vann síðan góðan 2-1 sigur.

Fótbolti

Umfjöllun: Nýliðar Þórs unnu Framara í Laugardalnum

Þórsarar fögnuðu fyrstu stigum sínum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag þegar þeir lögðu Fram að velli með einu marki gegn engu í Laugardalnum. Óhætt er að segja að Þórsarar hafi stolið stigunum þremur því Framarar voru mun meira með boltann og sköpuðu sér fleiri færi. Barátta Þórsara sem voru tilbúnir að "deyja fyrir klúbbinn“ skilaði sér þó í þremur stigum á meðan Framarar eru stigalausir að loknum tveimur umferðum.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Albert tryggði Fylki sigur í Eyjum

Albert Brynjar Ingason skoraði bæði mörk Fylkismanna í 2-1 sigri liðsins á ÍBV á Hásteinsvellinum í Eyjum í 2.umferð Pepsi-deildar karla í dag. Þetta var fyrsti sigur Fylkis í sumar en liðið missti niður 2-0 forystu í fyrstu umferðinni.

Íslenski boltinn