Sport

Sara Björk og Margrét Lára skoruðu báðar

Sara Björk Gunnarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir voru báðar á skotskónum í sænska kvennaboltanum í dag en úrslit leikja þeirra voru þó gerólík. Sara Björk og félagar í LdB FC Malmö unnu 5-0 stórsigur á Dalsjöfor en Margrét Lára og félagar í Kristianstad töpuðu 1-3 fyrir Umeå.

Fótbolti

Vettel vann fimmta kappaksturinn á tímabilinu

Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull tryggði sér sigur í Mónakó-kappaksturinn í formúlu eitt í dag eftir hraða keppni við Spánverjann Fernando Alonso hjá Ferrari og Englendinginn Jenson Button hjá McLaren.

Formúla 1

Real Madrid að krækja í Coentrao

Real Madrid ætlar sér greinilega stóra hluti á leikmannamarkaðnum í sumar og forráðamenn félagsins eru þessa daganna í leit að nýjum leikmönnum fyrir næstkomandi tímabil.

Fótbolti

NBA: Fær LeBron að dekka Dirk í úrslitunum?

Það styttist nú óðum í að lokaúrslit NBA-deildarinnar hefjist þar sem mætast Miami Heat og Dallas Mavericks. Margir líta á þetta sem einvígi á milli hinna frábæru leikmanna LeBron James og Dirk Nowitzki sem eiga báðir eftir að kynnast því á farsælum ferli að verða NBA-meistari.

Körfubolti

Nær Rhein-Neckar Löwen þriðja sætinu? - í beinni á Sporttv

Úrslitin ráðast í Meistaradeildinni í handbolta í dag og verður hægt að sjá bæði úrslitaleikinn og leikinn um þriðja sætið í beinni á Sporttv.is. Það verður alspænskur úrslitaleikur en áður munu Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í Rhein-Neckar Löwen reyna að tryggja sér þriðja sætið.

Handbolti

Þórey Rósa: Samheldinn hópur í landsliðinu

Þórey Rósa Stefánsdóttir er nú aftur komin í íslenska landsliðið í handbolta eftir nokkra fjarveru. Reyndar hefur hún ekkert spilað síðan hún byrjaði að spila á meginlandi Evrópu fyrir tæpum tveimur árum síðan.

Handbolti

Stóriðjutroð og ekkert majónes

Síðustu árin hefur Svali Björgvinsson hlotið mikla athygli fyrir frumlegar og bráðskemmtilegar lýsingar á körfuknattleiksleikjum í sjónvarpi. Rætt er við Svala í helgarblaði Fréttablaðsins og rifjuð upp eftirminnileg ummæli hans úr lýsingum.

Körfubolti

Bin Hammam dregur framboð sitt til baka

Sepp Blatter verður sjálfkjörinn forseti FIFA í komandi forsetakosningum FIFA eftir að mótframbjóðandi hans, Mohamed bin Hammam, dróg framboð sitt til baka. Blatter hefur verið forseti FIFA í þrettán ár.

Fótbolti

Stefán Már á fimm höggum undir pari

GR-ingurinn Stefán Már Stefánsson hefur eins högga forskot efrir fyrri dag á Örninn golfmótinu sem er fyrsta mótið á Eimskipsmótatöðinni í golfi. Mótið fer fram á Garðavelli á Akranesi um helgina og lýkur í dag.

Golf

Ferguson: Besta lið sem við höfum mætt

Sir Alex Ferguson, stjóra Manchester United, tókst ekki að jafna met Bob Paisley í kvöld með því að vinna Evrópukeppni meistaraliða í þriðja sinn. United tapaði 1-3 á móti frábæru liði Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley.

Fótbolti

Vettel: Mikilvægt að vera fremstur á ráslínu

Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma í tímatökum í dag í Mónakó og sagði á fréttamannafundi að mikilvægt væri að vera fremstur á ráslínu, en mikilvægast hefði verið að Sergio Perez, sem lenti í óhappi í dag væri í lagi.

Formúla 1

SVAK býður uppá lifandi leiðsögn á sinum veiðisvæðum

Nú er unnið að gerð leiðsagnar á formi myndbanda um öll veiðisvæðin sem eru í vefsölu SVAK. Verða fengnir veiðimenn sem þekkja svæðin vel til að tala inn þau. Á vaðið ríður Þóroddur Sveinsson og fer hann yfir öll 7 svæði Hörgár í jafnmörgum myndböndum. Myndböndin verða sett inn á síður svæðanna jafnóðum og þau eru tilbúin.

Veiði

Barcelona með tvö mörk í seinni - myndir

Barcelona tryggði sér sigur í Meistaradeildinni með sannfærandi 3-1 sigri á Manchester United í úrslitaleiknum á Wembley. Staðan var 1-1 í hálfleik en Barca tryggði sér sigurinn með mörkum frá Lionel Messi og David Villa í seinni hálfleiknum.

Fótbolti