Sport

Elmohamady keyptur til Sunderland

Sunderland hafa gengið frá kaupum á egypska landsliðsmanninum Ahmed Elmohamady frá ENPPI í Egyptalandi. Leikmaðurinn var á mála hjá svörtu köttunum í vetur og stóð sig vel að mati Steve Bruce knattspyrnustjóra félagsins.

Enski boltinn

Veiðisaga frá Skagaheiði

Hér er ein innsend veiðisaga frá Inga H. Guðjónssyni. Við minnum ykkur á að við drögum úr innsendum veiðifréttum 1. júlí og það verður glæsilegt veiðileyfi í boði. Sendið okkur ykkar veiðifrétt á kalli@365.is

Veiði

45 milljónir evra í nýja leikmenn hjá Barcelona

Þrátt fyrir að tap hafi orðið af rekstri Barcelona á síðasta starfsári hefur Pep Guardiola 45 milljónir evra til að styrkja hópinn. Þetta segir Javier Faus varaforseti rekstrarsviðs félagsins. Vefsíðan goal.com greinir frá.

Fótbolti

Manzano tekur við Atletico Madrid

Gregorio Manzano hefur verið ráðinn nýr þjálfari Atletico Madrid fyrir tímabilið 2011-2012. Manzano tekur við af af Quique Sanchez Flores sem stýrði liðinu til sjöunda sætis í spænsku deildinni. Það þótti stjórnarmönnum Atletico ekki nógu góður árangur en liðið vann Evrópudeildina árið 2010.

Fótbolti

Danir, Norðmenn og Svíar til Serbíu

Frændur okkar Danir, Norðmenn og Svíar tryggðu sér farseðilinn á lokakeppni Evrópumótsins í handknattleik. Þjóðirnar unnu leiki sína í undankeppninni í gær. Íslandi dugar sigur gegn Austurríki í leik liðanna á sunnudag til þess að komast áfram.

Handbolti

Klose til Lazio

Markahrókurinn Miroslav Klose hefur gengið til liðs við Lazio á Ítalíu. Klose var laus allra mála hjá Bayern Munchen og kemur til liðsins á frjálsri sölu. Hann skrifaði undir tveggja ára samning.

Fótbolti

Eyjólfur: Ekki ákjósanlegt

Eyjólfur Sverrisson var vitanlega ekki ánægður þegar ljóst varð að æfing U-21 landsliðsins í morgun gat ekki farið fram eins og áætlað var.

Fótbolti

Gott vatnsár framundan í Langá

Síðastliðinn föstudag varð vart við talsverða aukningu í vatnsmagni Langár á Mýrum. Ástæðan var sú að vatnsmiðlunin var orðin yfirfull. Útlitið er því gott fyrir sumarið.

Veiði

Stórir urriðar í Laxárdalnum þrátt fyrir kulda

Í gær snjóaði á urriðasvæðunum fyrir norðan, og þegar að þetta var skrifað er hiti við frostmark. Ótrúlegt er hversu vel veiðist miðað við aðstæður. Menn eru daglega að lenda í skotum, og sem dæmi var ein seinniparts stöngin í Mývantssveit með átján urriða í gærkveldi.

Veiði

Martinez má ræða við Aston Villa

David Whelan stjórnarformaður Wigan hefur gefið Aston Villa grænt ljós á að ræða við knattspyrnustjórann spænska Roberto Martinez. Hingað til hafa Englendingurinn Steve McClaren og Spánverjinn Rafa Benitez þótt líklegastir í starfið. Ef marka má breska fjölmiðla eru þeir úr myndinni.

Enski boltinn

David Cameron segir FIFA-kosningarnar farsa

David Cameron forsætisráðherra Bretlands segir nýafstaðnar forsetakosningar FIFA, þar sem Sepp Blatter var einn í framboði, farsa. Þetta kom fram í svari Cameron við fyrirspurn þingmanns um skoðun forsætisráðherrans á hvort ekki þyrfti að sýna Blatter rauða spjaldið.

Fótbolti

Jackson mun ekki hlusta á afsakanir

Mark Jackson, nýráðinn þjálfari Golden State Warriors í NBA körfuboltanum, segist ekki ætla að nota skort á hávöxnum leikmönnum sem afsökun. Jackson segist myndu þiggja meiri hæð í liðið en þó væri vel hægt að ná árangri án afgerandi leikmanns í teignum.

Körfubolti

Dortmund segir Kagawa ekki til sölu

Shinji Kagawa kantmaður Borussia Dortmund er ekki til sölu að sögn Michael Zorc fyrrum leikmanns Dortmund sem nú starfar fyrir félagið. Japanskir fjölmiðlar hafa undanfarið greint frá því að Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United horfi hýru auga til leikmannsins.

Fótbolti

Neuer skrifaði undir 5 ára samning

Manuel Neuer skrifaði undir fimm ára samning við Bayern Munchen að lokinni læknisskoðun í dag. Neuer sem kemur frá Schalke þykir einn allra fremsti markvörður heims. Töluvert er síðan Bæjarar náðu samkomulagi við Schalke um kaupin með þeim fyrirvara að læknisskoðun gengi í gegn.

Fótbolti

Greta Mjöll með þrennu í Grindavík

Greta Mjöll Samúelsdóttir fór heldur betur í gang í Grindavík í kvöld þegar Breiðablikskonur unnu sinn fyrsta leik í Pepsi-deild kvenna í sumar. Breiðablik vann 5-1 sigur í Grindavík þar sem Greta Mjöll skoraði þrennu í fyrri hálfleik.

Íslenski boltinn

Eyjastúlkur áfram með fullt hús og hreint mark

Nýliðar ÍBV héldu áfram sigurgöngu sinni í Pepsi-deild kvenna með því að vinna 2-0 sigur á hinum nýliðunum í Þrótti. Berglind Björg Þorvalsdóttir skoraði bæði mörkin og hefur því skorað 4 mörk í fyrstu 4 umferðunum á sínu fyrsta tímabili á æskuslóðunum.

Íslenski boltinn

Guðmundur: Verulegur léttir að hafa klárað þennan leik

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var fegin að íslenska liðinu tókst að landa mikilvægum sigri í Lettlandi í dag. Strákarnir okkar byrjuðu vel en lentu í vandræðum með Lettana í seinni hálfleiknum þar sem um tíma munaði aðeins einu marki á liðunum.

Handbolti

Naumur en nauðsynlegur sigur á Lettum í Lettlandi

Íslenska handboltalandsliðið vann fjögurra marka sigur á Lettum í Lettlandi, 29-25, í undankeppni EM 2012 sem fer fram í Serbíu í byrjun næsta árs. Íslenska liðið varð að vinna leikinn til að eiga möguleika á því að komast áfram. Það skiptir einnig miklu máli hvernig leikur Austurríkis og Þýskalands fer en hann er að hefjast í Austurríki.

Handbolti

Ronaldo fékk kveðjuleik með landsliði Brasilíu

Brasilímaðurinn Ronaldo lék kveðjuleik sinn sem fótboltamaður í gær í vináttuleik gegn Rúmenum. Ronaldo var á árum áður besti fótboltamaður heims en hann lék aðeins í 15 mínútur í kveðjuleiknum og náði ekki að skora þrátt fyrir að hafa fengið þrjú góð færi til þess. Brasilíumenn sigruðu 1-0 en stuðningsmenn liðsins voru ekki sáttir við leik liðsins sem undirbýr sig fyrir Copa America sem hefst í byrjun júlí og verður keppnin sýnd á Stöð 2 sport.

Fótbolti

Enn fækkar stjörnunum hjá Englandi

Kieran Gibbs vinstri bakvörður Arsenal hefur dregið sig út úr U-21 landsliðshópi Englands vegna meiðsla á ökkla. Í núverandi hópi Englendinga eru aðeins tveir leikmenn sem hafa spilað með A-landsliði Englands.

Fótbolti