Veiðisaga frá Skagaheiði Karl Lúðvíksson skrifar 9. júní 2011 12:46 Það er hægt að gera rosalega veiði í vötnunum fyrir norðan Mynd: www.veidikortid.is Hér er ein innsend veiðisaga frá Inga H. Guðjónssyni. Við minnum ykkur á að við drögum úr innsendum veiðifréttum 1. júlí og það verður glæsilegt veiðileyfi í boði. Sendið okkur ykkar veiðifrétt á kalli@365.is En hér kemur skemmtileg frásögn frá Inga: "Þeir sátu tveir félagarnir og voru að veiða á maðk. Annar var búinn að kasta sínu færi og flotið var að dóla úti á vatninu. Hinn aðilinn ákvað að kasta líka en vill ekki betur til en svo að flotið hjá honum lendir rétt hjá floti félagans. Sá sem kastaði síðar segist ætla að draga sitt inn til að forða flækju. Hann byrjar að draga og sér að flot félagans fylgir á eftir. Andsk...ég held að ég hafi flækt í þig segir hann og heldur áfram að draga til að losa ætlaða flækju. Þegar nær dró landi tekur hann eftir því að það er fiskur á og æsast þá leikar. Hann burðast við að koma fisknum á land og alltaf er hitt flotið ekki langt frá eins og forvitinn áhorfandi að slagsmálum. Þegar fisknum var landað, kom það þeim skemmtilega á óvart að sjá að fiskurinn hafði tekið á báða önglana og því skráðist hálf bleikja á mann í þessari töku". Við þökkum Inga fyrir skemmtilega veiðisögu. Stangveiði Mest lesið Tveir hafa lýst áhuga á Norðurá Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Flottur endir á góðu tímabili í Stóru Laxá Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði Mokveiðist í Tungulæk Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði
Hér er ein innsend veiðisaga frá Inga H. Guðjónssyni. Við minnum ykkur á að við drögum úr innsendum veiðifréttum 1. júlí og það verður glæsilegt veiðileyfi í boði. Sendið okkur ykkar veiðifrétt á kalli@365.is En hér kemur skemmtileg frásögn frá Inga: "Þeir sátu tveir félagarnir og voru að veiða á maðk. Annar var búinn að kasta sínu færi og flotið var að dóla úti á vatninu. Hinn aðilinn ákvað að kasta líka en vill ekki betur til en svo að flotið hjá honum lendir rétt hjá floti félagans. Sá sem kastaði síðar segist ætla að draga sitt inn til að forða flækju. Hann byrjar að draga og sér að flot félagans fylgir á eftir. Andsk...ég held að ég hafi flækt í þig segir hann og heldur áfram að draga til að losa ætlaða flækju. Þegar nær dró landi tekur hann eftir því að það er fiskur á og æsast þá leikar. Hann burðast við að koma fisknum á land og alltaf er hitt flotið ekki langt frá eins og forvitinn áhorfandi að slagsmálum. Þegar fisknum var landað, kom það þeim skemmtilega á óvart að sjá að fiskurinn hafði tekið á báða önglana og því skráðist hálf bleikja á mann í þessari töku". Við þökkum Inga fyrir skemmtilega veiðisögu.
Stangveiði Mest lesið Tveir hafa lýst áhuga á Norðurá Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Flottur endir á góðu tímabili í Stóru Laxá Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði Mokveiðist í Tungulæk Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði