Sport

Aron: Áhorfendur skipta miklu máli fyrir okkur

Aron Pálmarsson leikstjórnandi og stórskytta íslenska landsliðsins í handbolta vonast eftir góðum stuðningi frá áhorfendum gegn Austurríki í Laugardalshöllinni á morgun. Aðeins sigur tryggir íslenska liðinu farseðil á EM í Serbíu í janúar á næsta ári.

Handbolti

Vettel: Við erum tilbúnir að berjast

Sebastian Vettel hjá Red Bull verður fremstur á ráslínu í kanadíska kappakstrinum í Montreal á morgun. Fyrirfram var ekki talið að bíll hans yrði sá öflugasti á Gilles Villeneuve brautinni, en það reyndist staðreynd í sjöttu tímatökunni af sjö á þessu ári.

Formúla 1

Danir töpuðu gegn Svisslendingum

Heimamenn í Danmörku töpuðu 1-0 gegn Sviss í síðari leik A-riðils á Evrópumótinu í Álaborg í kvöld. Eina mark leiksins kom snemma í síðari hálfleik. Danir eru því stigalausir að loknum fyrsta leik líkt og Íslendingar.

Fótbolti

Vettel fremstur á ráslínu í sjötta skipti á árinu

Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma í Formúlu 1 tímatökum í sjötta skipti á árinu, þegar hann náði besta tíma á Gilles Villeneuve brautinni í Montreal í Kanada í dag. Vettel verður því fremstur á ráslínu í kanadíska kappakstrinum sem fer fram á morgun.

Formúla 1

Gunnar Heiðar bjargaði stigi.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson tryggi liði sínu Norrköping 2-2 jafntefli á útivelli gegn Häcken í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Mark Gunnars Heiðars kom á þriðju mínútu í viðbótartíma.

Fótbolti

Rigning stríðir golfurum í Eyjum

Fresta þurfti öðrum hring á Eimskipsmótaröðinni í golfi sem fram fer í Vestmannaeyjum vegna úrkomu. Mótstjórn hefur tekið þá ákvörðun að fella hringinn niður. Arnar Snær Hákonarson og Nína Björk Geirsdóttir hafa forystu fyrir þriðja hring sem fram fer á morgun.

Golf

Figo, Pirlo og Suker slógu í gegn á EM U-21

Portúgalinn Luis Figo, Ítalinn Andrea Pirlo og Króatinn Davor Suker voru á sínum tíma valdir bestu leikmenn lokakeppni Evrópumóts U-21 landsliða. Þeir eru langt í frá einu hetjurnar sem hafa hlotið titilinn.

Fótbolti

Vettel fljótastur á lokaæfingunni

Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur Formúlu 1 ökumanna í Montreal á síðustu æfingu fyrir tímatökuna sem er í dag, en tímatakan verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og er útsending á dagskrá kl. 16.45.

Formúla 1

Hellidemba í Árósum

Rétt tæpum tveimur tímum fyrir leik Hvíta-Rússlands og Íslands á EM U-21 liða kom hellidemba hér á NRGi-Arena í Árósum.

Fótbolti

Öqvist: Vil halda Jakobi og Hlyni hjá Sundsvall

Peter Öqvist var kynntur til sögunnar sem landsliðsþjálfari Íslands í körfuknattleik í gær. Öqvist þjálfar Sundsvall-drekana í Svíþjóð en liðið varð sænskur meistari á dögunum. Með liðinu spila þeir Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson.

Körfubolti

Mikill uppgangur í hvít-rússneskum fótbolta

Íslenska U-21 landsliðið mætir því hvít-rússneska í opnunarleik Evrópumótsins í Árósum í dag. Árangur yngri landsliða, A-landsliðsins og Bate Borisov í Evrópukeppnini á undanförnum árum tala sínu máli. Íslensku strákarnir eiga erfiðan leik fyrir höndum.

Fótbolti

Gibson tilbúinn að yfirgefa United

Darron Gibson, miðvallarleikmaður Manchester United, segist reiðubúinn að yfirgefa herbúðir félagsins fái hann ekki nægan spilatíma. Sunderland gerði fyrr í vikunni boð í þrjá leikmenn Manhcester United þá Wes Brown, John O'Shea auk Gibson.

Enski boltinn