Sport

Ólafur Bjarki og Anna Úrsula valin best í handboltanum

Lokahóf Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, fór fram í Gullhömrum í kvöld og fengu þeir sem sköruðu fram úr í vetur verðlaun fyrir góðan árangur. Ólafur Bjarki Ragnarsson úr HK og Valskonan Anna Úrsula Guðmundsdóttir voru valin bestu leikmenn N1-deildanna.

Handbolti

Gylfi orðaður við Everton og Fulham

Samkvæmt þýskum fjölmiðlum hafa ensku úrvalsdeildarfélögin Everton og Fulham áhuga á að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson frá Hoffenheim. Það kemur hins vegar ekki til greina, segja forráðamenn þýska liðsins.

Fótbolti

Matthías: Set mikla pressu á sjálfan mig

„Það var grátlegt að þetta mark skyldi ekki duga til sigurs. Enda lamdi ég fast í jörðina þegar þeir jöfnuðu,“ sagði Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, sem taldi sig hafa tryggt FH sigur í Keflavík er hann skoraði glæsilegt mark úr aukaspyrnu af um þrjátíu metra færi.

Íslenski boltinn

Aðalsteinn: Mikill sigur fyrir mig

Þjálfarinn Aðalsteinn Reynir Eyjólfsson er heldur betur að gera það gott með þýska B-deildarliðið Eisenach þessa dagana, en það hefur tryggt sér sæti í nýrri B-deild þýska boltans á næstu leiktíð.

Handbolti

UEFA rannsakar Busquets

UEFA hefur hafið rannsókn á meintu kynþáttaníði Sergio Busquets, leikmanns Barcelona, í garð Brasilíumannsins Marcelo hjá Real Madrid.

Fótbolti

Tiger dró sig úr keppni

Tiger Woods dró sig úr keppni á Players-meistaramótinu í dag eftir aðeins níu holur. Tiger er meiddur og var greinilega ekki tilbúinn í slaginn.

Golf

Búið að selja 30 þúsund miða á Parken

Það stefnir allt í að það verði sett heimsmet í áhorfendasókn í handbolta á Parken í Kaupmannahöfn þann 21. maí næstkomandi. Þá tekur AGK á móti Bjerringbro/Silkeborg í öðrum leik liðanna um danska meistaratitilinn.

Handbolti

Margrét Lára tryggði Kristianstad sigur og toppsætið

Margrét Lára Viðarsdóttir heldur áfram að skora fyrir Kristianstad í sænsku kvennadeildinni í fótbolta en hún skoraði í dag eina mark leiksins í 1-0 sigri Kristianstad á Tyresö. Með þessum sigri komst Kristianstad-liðið í toppsætið á betri markatölu en Umeå og LdB FC Malmö. Malmö á leik inni seinna í kvöld.

Fótbolti

Birgir Leifur í öðru sæti

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er í öðru sæti eftir fyrsta daginn á Mugello Tuscany Open mótinu á Ítalíu en mótið er hluti af evrópsku Áskorendamótaröðinni og er fyrsta mótið sem Birgir Leifur keppir í á þessu ári.

Golf

Jakob valinn besti leikmaður sænsku deildarinnar

Jakob Örn Sigurðarson, nýkrýndur sænskur meistari með Sundsvall, var áberandi þegar körfuboltavefurinn Eurobasket.com gerði upp tímabilið í sænsku úrvalsdeildinni. Jakob var valinn besti leikmaður deildarinnar auk þess að vera besti bakvörðurinn og besti Evrópumaðurinn.

Körfubolti