Sport

Umfjöllun: Framherjar Vals sáu um Blikana

Valsmenn unnu frábæran sigur, 2-0, gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í sjöttu umferð Pepsi-deild karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram að Hlíðarenda. Matthías Guðmundsson og Hörður Sveinsson skoruðu sitt markið hvor fyrir Valsmenn í leiknum, en þeir hafa verið nokkuð kaldir fyrir framan markið í sumar, spurning hvort framherjar Valsmanna séu komnir í gang.

Íslenski boltinn

Barcelona vann líka Meistaradeildina í handbolta

Handboltalið Barcelona fylgdi í dag í fótspor knattspyrnuliðs félagsins frá því í gær með því að tryggja sér sigur í Meistaradeild Evrópu. Barcelona vann öruggan þriggja marka sigur á Ciudad Real, 27-24, í uppgjör tveggja spænskra liða í úrslitaleiknum í Köln.

Handbolti

Birgir Leifur endaði í 25. til 31. sæti í Belgíu

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, varð í 25. til 31. sæti á Telenet Trophy mótinu í Belgíu sem lauk í dag eftir að hafa leikið lokahringinn á pari vallarins. Birgir Leifur var þarna að keppa á sínu öðru móti á evrópsku Áskorendamótaröðinni en hann lék hringina fjóra á 288 höggum eða á pari vallarins.

Golf

Füchse vantar eitt stig í viðbót til að komast í Meistaradeildina

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin unnu öruggan níu marka sigur á HSG Wetzlar, 26-17, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Füchse-liðinu vantar því aðeins eitt stig til viðbótar til þess að tryggja sér þriðja sætið í deildinni og þar með öruggt sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Handbolti

Leikur Reading og Swansea sá verðmætasti

Samkvæmt útreikningum Deloitte er mikilvægasti leikur ársins úrslitaleikurinn um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni ef litið er á fjárhagslegan ávinning, en talið er að sá leikur sé 90 milljóna punda virði.

Enski boltinn

Sara Björk og Margrét Lára skoruðu báðar

Sara Björk Gunnarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir voru báðar á skotskónum í sænska kvennaboltanum í dag en úrslit leikja þeirra voru þó gerólík. Sara Björk og félagar í LdB FC Malmö unnu 5-0 stórsigur á Dalsjöfor en Margrét Lára og félagar í Kristianstad töpuðu 1-3 fyrir Umeå.

Fótbolti

Vettel vann fimmta kappaksturinn á tímabilinu

Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull tryggði sér sigur í Mónakó-kappaksturinn í formúlu eitt í dag eftir hraða keppni við Spánverjann Fernando Alonso hjá Ferrari og Englendinginn Jenson Button hjá McLaren.

Formúla 1

Real Madrid að krækja í Coentrao

Real Madrid ætlar sér greinilega stóra hluti á leikmannamarkaðnum í sumar og forráðamenn félagsins eru þessa daganna í leit að nýjum leikmönnum fyrir næstkomandi tímabil.

Fótbolti

NBA: Fær LeBron að dekka Dirk í úrslitunum?

Það styttist nú óðum í að lokaúrslit NBA-deildarinnar hefjist þar sem mætast Miami Heat og Dallas Mavericks. Margir líta á þetta sem einvígi á milli hinna frábæru leikmanna LeBron James og Dirk Nowitzki sem eiga báðir eftir að kynnast því á farsælum ferli að verða NBA-meistari.

Körfubolti

Nær Rhein-Neckar Löwen þriðja sætinu? - í beinni á Sporttv

Úrslitin ráðast í Meistaradeildinni í handbolta í dag og verður hægt að sjá bæði úrslitaleikinn og leikinn um þriðja sætið í beinni á Sporttv.is. Það verður alspænskur úrslitaleikur en áður munu Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í Rhein-Neckar Löwen reyna að tryggja sér þriðja sætið.

Handbolti

Þórey Rósa: Samheldinn hópur í landsliðinu

Þórey Rósa Stefánsdóttir er nú aftur komin í íslenska landsliðið í handbolta eftir nokkra fjarveru. Reyndar hefur hún ekkert spilað síðan hún byrjaði að spila á meginlandi Evrópu fyrir tæpum tveimur árum síðan.

Handbolti

Stóriðjutroð og ekkert majónes

Síðustu árin hefur Svali Björgvinsson hlotið mikla athygli fyrir frumlegar og bráðskemmtilegar lýsingar á körfuknattleiksleikjum í sjónvarpi. Rætt er við Svala í helgarblaði Fréttablaðsins og rifjuð upp eftirminnileg ummæli hans úr lýsingum.

Körfubolti