Fær draumahöggið á par 4 holu ekki viðurkennt Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 30. júní 2011 09:00 Ragnari gengur illa að ná löglegu draumahöggi. Mynd/Ása B Kylfingurinn Ragnar Davíð Riordan, klúbbmeistari Golfklúbbs Vatnsleysustrandar, getur sagt afkomendum sínum góða sögu af eftirminnilegu golfhöggi sem hann sló á 6. braut á Garðavelli á Akranesi síðastliðinn laugardag. Ragnar var að keppa á hinu árlega Stóriðjumóti og hann ákvað að taka áhættuna og slá boltann inn á flöt í upphafshögginu á „Díkinu", sem er um 250 metra löng par 4 hola. „Upphafshöggið var lélegt og fór langt til vinstri og nánast engar líkur að ég myndi finna boltann. Ég tók því bolta úr pokanum sem ég hafði fundið á 5. braut, alveg glænýr Tommy Armour, og ég tók bara dræverinn og fór aftur á teig til þess að slá þriðja höggið. Höggið var ekkert sérstaklega vel hitt. Boltinn fór lágt af stað, flaug yfir vatnið, lenti á brautinni og þeyttist áfram af miklum krafti í átt að stönginni á flötinni. Ég sá ekki vel hvernig þetta endaði. Maður í ráshópnum á undan okkur sá að boltinn small af miklu afli í stönginni, þaðan fór boltinn beint upp í loftið og datt ofan í holuna. Ég trúði þessu varla en ég fékk því miður bara fugl á þessa holu þar sem ég var að taka þriðja höggið af teig," sagði Ragnar Davíð. Hann fær ekki höggið talið sem „holu í höggi" þar sem hann hafði áður slegið upphafshögg og fengið vítishögg að auki. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ragnar upplifir það að fara holu í höggi án þess að fá það viðurkennt. „Ég fór holu í höggi á skemmtivelli í Danmörku og hann var víst ekki löglegur fyrir slík högg. Það hlýtur að fara að koma að þessu," bætti Ragnar við en Tommy Armour-boltinn verður ekki sleginn aftur. Hann fer upp í hillu til minningar um eftirminnilegt högg. Golf Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Kylfingurinn Ragnar Davíð Riordan, klúbbmeistari Golfklúbbs Vatnsleysustrandar, getur sagt afkomendum sínum góða sögu af eftirminnilegu golfhöggi sem hann sló á 6. braut á Garðavelli á Akranesi síðastliðinn laugardag. Ragnar var að keppa á hinu árlega Stóriðjumóti og hann ákvað að taka áhættuna og slá boltann inn á flöt í upphafshögginu á „Díkinu", sem er um 250 metra löng par 4 hola. „Upphafshöggið var lélegt og fór langt til vinstri og nánast engar líkur að ég myndi finna boltann. Ég tók því bolta úr pokanum sem ég hafði fundið á 5. braut, alveg glænýr Tommy Armour, og ég tók bara dræverinn og fór aftur á teig til þess að slá þriðja höggið. Höggið var ekkert sérstaklega vel hitt. Boltinn fór lágt af stað, flaug yfir vatnið, lenti á brautinni og þeyttist áfram af miklum krafti í átt að stönginni á flötinni. Ég sá ekki vel hvernig þetta endaði. Maður í ráshópnum á undan okkur sá að boltinn small af miklu afli í stönginni, þaðan fór boltinn beint upp í loftið og datt ofan í holuna. Ég trúði þessu varla en ég fékk því miður bara fugl á þessa holu þar sem ég var að taka þriðja höggið af teig," sagði Ragnar Davíð. Hann fær ekki höggið talið sem „holu í höggi" þar sem hann hafði áður slegið upphafshögg og fengið vítishögg að auki. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ragnar upplifir það að fara holu í höggi án þess að fá það viðurkennt. „Ég fór holu í höggi á skemmtivelli í Danmörku og hann var víst ekki löglegur fyrir slík högg. Það hlýtur að fara að koma að þessu," bætti Ragnar við en Tommy Armour-boltinn verður ekki sleginn aftur. Hann fer upp í hillu til minningar um eftirminnilegt högg.
Golf Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira