9 laxar á land í Hítará Karl Lúðvíksson skrifar 30. júní 2011 16:35 Mynd: www.svfr.is Hollið sem er við veiðar á aðalsvæði Hítarár þessa stundina er komið með 9 laxa á stangirnar fjórar. Allir eru þeir teknir í heimahyljunum. Það er draumavatn í Hítará líkt og mörgum öðrum veiðiám á Vesturlandi þessa dagana. Allir eru laxarnir teknir í Kverk og á Breiðinni en að sögn veiðimanna þá virðist sem að mikil ferð sé á laxinum. Hann stoppar neðan við Brúarfoss, en eftir það virðist hann á bak og burt, og gefur það til kynna að veiðifrétta sé að vænta af svæðinu Hítará II. Allir laxarnir sem veiðst hafa í hollinu eru smálaxar. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Affallið í um 500 löxum Veiði Boðið í veiði næsta sunnudag í Hlíðarvatn Veiði Æsingur magnast með rjúpuveiðimönnum Veiði Vond veiði í Veiðivötnum Veiði Ótrúlega gott ástand á Laxárurriðanum Veiði Rjúpnaveiðar: Boð og bönn á afréttum Veiði Veiðin búin að vera frábær í Köldukvísl og Tungná Veiði Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði
Hollið sem er við veiðar á aðalsvæði Hítarár þessa stundina er komið með 9 laxa á stangirnar fjórar. Allir eru þeir teknir í heimahyljunum. Það er draumavatn í Hítará líkt og mörgum öðrum veiðiám á Vesturlandi þessa dagana. Allir eru laxarnir teknir í Kverk og á Breiðinni en að sögn veiðimanna þá virðist sem að mikil ferð sé á laxinum. Hann stoppar neðan við Brúarfoss, en eftir það virðist hann á bak og burt, og gefur það til kynna að veiðifrétta sé að vænta af svæðinu Hítará II. Allir laxarnir sem veiðst hafa í hollinu eru smálaxar. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Affallið í um 500 löxum Veiði Boðið í veiði næsta sunnudag í Hlíðarvatn Veiði Æsingur magnast með rjúpuveiðimönnum Veiði Vond veiði í Veiðivötnum Veiði Ótrúlega gott ástand á Laxárurriðanum Veiði Rjúpnaveiðar: Boð og bönn á afréttum Veiði Veiðin búin að vera frábær í Köldukvísl og Tungná Veiði Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði