Sport

Nærveru Jovanovic hjá Liverpool ekki lengur óskað

Serbinn Milan Jovanovic leikmaður Liverpool hefur fengið þau skilaboð frá félaginu að krafta hans sé ekki lengur óskað. Jovanovic kom til félagsins á frjálsri sölu síðastliðið sumar en fékk fá tækifæri með Liverpool eftir að Rafa Benitez var látinn taka pokann sinn.

Enski boltinn

Kolbeinn fetar í fótspor Van Basten

"Ég tel Ajax vera eitt stærsta félag í Evrópu og jafnvel í heiminum. Þetta er stórt tækifæri fyrir mig að spila fyrir svona sögufrægt félag,“ segir Kolbeinn Sigþórsson. Kolbeinn skrifaði undir fjögurra ára samning við hollensku meistaranna í gær en kaupverðið er talið vera um fjórar milljónir evra.

Fótbolti

Peter Ridsdale kaupir Plymouth Argyle

Allt bendir til þess að Peter Ridsdale muni kaupa enska knattspyrnufélagið Plymouth Argyle fyrir eitt breskt pund. Félagið hefur átt í fjárhagslegum erfiðleikum undanfarin misseri og fór í greiðslustöðvun í mars síðastliðnum.

Enski boltinn

Björn Bergmann stendur sig í vinnunni

Björn Bergmann Sigurðarson, leikmaður U21 árs landsliðs Íslands, stendur sig vel í vinnunni hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström. Björn Bergmann er í fjórða sæti á lista yfir þá sem hafa fengið hæstu einkunn að meðaltali í leik í deildinni og hann er í efsta sæti á stoðsendingalistanum.

Fótbolti

Rory McIlroy er með frábært æfingasvæði í bakgarðinum

Norður –Írinn Rory McIlroy hefur vakið gríðarlega athygli frá því hann sigraði á opna bandaríska meistaramótinu í golfi á dögunum. Hinn 22 ára gamli kylfingur veit vart aura sinna tal eftir velgengnina undanfarin ár og hann hefur látið útbúa magnað æfingasvæði í bakgarðinum á heimili sínu.

Golf

Rafael van der Vaart vonast til þess að Modric verði kyrr

Hollenski landsliðsmaðurinn Rafael van der Vaart telur að liðsfélagi hans Luka Modric hjá enska liðinu Tottenham sé ekki á höttunum eftir hærri launum fari hann frá Tottenham í sumar. Hinn 25 ára gamli Modric kom flestum á óvart þegar hann sagðist vilja fara frá liðinu en Tottenham hefur þegar hafnað 22 milljóna punda tilboði í króatíska miðjumanninn.

Enski boltinn

Carlos Tevez vill fara frá Manchester City

Argentínski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Carlos Tevez, gaf í kvöld út þá yfirlýsingu að hann vilji yfirgefa herbúðir enska bikarmeistaraliðsins Manchester City. Í stuttri yfirlýsingu sagði framherjinn að hann vilji vera nær dætrum sínum sem eru búsettar í Argentínu.

Enski boltinn

Ólafur afhenti Rússum sigurverðlaunin

Rússar fögnuðu sigri á Evrópumeistaramótinu í körfuknattleik kvenna en úrslitaleikurinn fór fram í gær. Rússar og Tyrkir áttust við í úrslitaleiknum og þar höfðu Rússar betur 59-42 og var sigur þeirra aldrei í hættu. Ólafur Rafnsson forseti FIBA Europe og forseti Íþrótta – og ólympíusambands Íslands afhenti sigurvegurunum verðlaunin í leikslok en mótið fór fram í Póllandi.

Körfubolti

Kvennalandsliðið í golfi hefur keppni á EM í Austurríki

Íslenska kvennalandsliðið í golfi hefur leik á morgun á EM sem fram fer í Austurríki. Alls hafa 20 þjóðir keppnisrétt á þessu móti og fyrstu tvo keppnisdagana er keppt í höggleik. Að því loknum er þjóðunum skipt í þrjá riðla eftir skori – og holukeppni ræður úrslitum um lokastöðuna á síðustu tveimur keppnisdögunum.

Golf

Ronaldo æfur yfir fölsku viðtali í Sunday Mirror

Portúgalski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Cristiano Ronaldo, er ekki sáttur við enska dagblaðið Sunday Mirror sem birti viðtal við hann s.l. sunnudag. Ronaldo skrifaði á Twitter samskiptasíðuna að viðtalið væri uppspuni frá rótum og hann hafi aldrei farið í viðtalið.

Fótbolti

Golfskóli Birgis Leifs: Takturinn er mikilvægur

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur og Íslandsmeistari í golfi, fer hér yfir hve mikilvægt það er að vera með góðan takt í golfsveiflunni. Birgir sýnir æfingar sem flestir kylfingar geta nýtt sér en þær eru úr þáttunum Golfskóli Birgis Leifs sem sýndir eru á Stöð 2 sport.

Golf

Golfíþróttin þarf á Tiger að halda - aðsóknin hrundi á AT&T

Það er alveg ljóst að golfíþróttin þarf á Tiger Woods að halda en hann hefur verið fjarverandi að undanförnu vegna meiðsla. Woods var ekki með á AT&T meistaramótinu sem lauk á sunnudaginn en hann vann það mót árið 2009. Í ár vantaði um 40.000 áhorfendur á mótið miðað við í fyrra og er fækkunin um 22%.

Golf

Williams liðið samdi við Renault um samstarf 2012 og 2013

Formúlu 1 lið Williams hefur samið við Renault um að útvega liðinu vélar frá og með næsta keppnistímabili, en meistaralið Red Bull notar Renault vélar, rétt eins og Renault liðið sjálft og Lotus. Williams vann marga titla með Renault á árum áður og keppir í breska kappakstrinum um næstu helgi á Silverstone.

Formúla 1

Real Madrid með risatilboð í Fernandez

Spænski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Rudy Fernandez, sem nýverið fór til meistaralið Dallas Mavericks í NBA deildinni í leikmannaskiptum gæti staldrað stutt við í Dallas ef marka má fregnir spænskra fjölmiðla. Fernandez hefur fengið risatilboð frá Real Madrid í heimalandinu og ef af þessu verður yrði Fernandez tekjuhæsti leikmaður spænsku deildarinnar frá upphafi.

Körfubolti

Button dreymir um að sigra á Silverstone brautinni

Jenson Button hjá McLaren er í öðru sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Sebastian Vettel á Red Bull. Button, sem er breskur verður á heimavelli á Silverstone brautinni um næstu helgi, rétt eins og liðsfélagi hans Lewis Hamilton.

Formúla 1

Fjöldahandtökur í Tyrklandi vegna gruns um spillingu

Það logar allt stafna á milli í knattspyrnuveröldinni í Tyrklandi eftir að upp komst um risastórt svindlmál sem tengist m.a. meistaraliðinu Fenerbahçe. Tyrkneska lögreglan gerði húsleit á tólf mismunandi stöðum samtímis víðsvegar um landið á sunnudaginn.

Fótbolti

Vettel stefnir á toppárangur á Silverstone

Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel varð 24 ára í gær, en hann er með forystu í stigamóti ökumanna og keppir á Silverstone brautinni i Englandi um næstu helgi með Red Bull liðinu ásamt Mark Webber.

Formúla 1

Stórkostlegt mark í MLS-deildinni

Líberíumaðurninn Darlington Nagbe‏ skoraði stórglæsilegt mark fyrir lið sitt Portland Timbers gegn Sporting Kansas City. Markið dugði þó ekki til sigurs því Kansas vann leikinn 2-1.

Fótbolti

Mercedes mætir með nýjungar á Silverstone

Formúlu 1 lið keppa á Silverstone um næstu helgi í níundu umferð heimsmeistaramótsins í Formúlu 1. Mercedes liðið er meðal þeirra liða sem verða á heimavelli. Bæði bílar og vélar liðsins eru framleiddar í Englandi, þó Mercedes merkið sé þýskt. Höfuðstöðvar Formúlu 1 liðs Mercedes eru í Brackley og vélarnar settar seman í Brixworth.

Formúla 1

Petr Cech hefur áhyggjur af enskum markvörðum

Petr Cech markvörður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu segir tímabært að Englendingar velti fyrir sér hvers vegna stór meirihluta markvarða deildarinnar séu erlendir. Hann segir vandamálið að öllum líkindum snúast um þjálfunaraðferðir.

Enski boltinn

Bjarni: Stóð eins og stafur í bók

Bjarni Guðjónsson fyrirliði KR vaknaði í nótt og honum var heitt. Hann hafði dreymt að KR hefði dregist gegn BÍ/Bolungarvík í bikarnum og leikið yrði fyrir vestan. Nú er draumurinn orðinn að staðreynd en liðin mætast á Torfnesvelli þann 28. júlí.

Íslenski boltinn

Feðgarnir mætast fyrir vestan í bikarnum

KR-ingar sækja BÍ/Bolungarvík heim í undanúrslitum Valitor-bikars karla í knattspyrnu. Feðgarnir Guðjón Þórðarson þjálfari Vestfirðinga og Bjarni Guðjónsson fyrirliði KR-inga munu því mætast. Í hinni viðureigninni tekur Þór á móti ÍBV.

Íslenski boltinn

KR vann Keflavík í roki og rigningu - myndir

KR-ingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Valitor-bikars karla í knattspyrnu í gærkvöldi með 3-2 sigri á Keflavík. Leikurinn var hin mesta skemmtun þrátt fyrir að aðstæður til knattspyrnu hafi ekki verið eins og best verður á kosið. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis var á staðnum.

Íslenski boltinn

Gael Clichy á leið í læknisskoðun hjá Man City

Franski bakvörðurinn Gael Clichy er á leið í læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester City. Talið er að City og Arsenal hafi komist að samkomulagi um kaupverð í kringum sjö milljónir punda. Clichy á eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal.

Enski boltinn

Ali Al Habsi á leið til Wigan

Breskir fjölmiðlar greina frá því að markvörðurinn Ali Al Habsi sé á leið til Wigan frá Bolton. Talið er að kaupverðið nemi um 4 milljónum punda. Al Habsi sló í gegn hjá Wigan á síðasta tímabili þar sem hann var í láni.

Enski boltinn