Sport

Hætt við mótshald í Barein

Mótshaldarar í Barein hafa hætt við að halda Formúlu 1 mót, en FIA tilkynnti í síðustu viku á mót yrði í Barein 30. október. En í frétt á autosport.com í dag segir að mótið muni ekki fara fram samkvæmt tilkynningu frá skipuleggjendum mótins. Upphaflega átti mótið að fara fram 13. mars, en var frestað vegna pólitísks ástands í landinu.

Formúla 1

Veiðiskóli SVAK hefst á sunnudaginn

Veiðiskóli SVAK hefst sunnudaginn 19. júní og þar verður eitthvað í boði fyrir alla fjölskylduna. þEtta er upplagt fyrir þá sem vilja læra meira um veiði og vera betur undirbúnir áður en sá stóri bítur á í sumar.

Veiði

Gylfi: Enginn veikur andstæðingur

"Ég er allur að koma til,“ sagði U-21 landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fyrir æfingu liðsins hér í Álaborg í morgun.„ Ég var frekar slappur á miðvikudaginn en betri í gær og fínn núna. Vonandi verð ég orðinn 100 prósent á morgun."

Fótbolti

Liverpool gerir tilboð í Gaël Clichy

Enska úrvaldeildarliðið Liverpool hefur gert 5 milljóna punda tilboð í franska landsliðsmanninn Gaël Clichy hjá Arsenal. Clichy á aðeins 12 mánuði eftir af samningi sínum. Hann hefur neitað að skrifa undir nýjan samning við Lundúnarliðið.

Enski boltinn

Köld byrjun á hlýrri veiðihelgi?

Það brá eflaust mörgum þegar þeir sáu Esjuna hvíta í morgun eftir að hafa heyrt veðurspánna þar sem spáð er hlýindum um helgina. Það eru margir á leiðinni í veiðitúr og nokkrir af vinum okkar hjá Veiðivísi eru við Norðurá og þar var kalt í morgun. Það veiðist þó ágætlega í kuldanum og hollið sem tók við af opnunarhollinu var t.d. með fleiri laxa en opnunin. það hefur ekki gerst lengi. Það veit vonandi á góðann júnímánuð þegar veiðin fer jafnvel af stað og hún virðist gera og það verður því spennandi að heyra aflatölur úr ánni eftir helgina.

Veiði

Annað stigamót ársins fer fram í Eyjum um helgina

Annað stigamót ársins á Eimskipsmótaröðinni í golfi fer fram í Vestmannaeyjum um helgina og verða leiknar 54 holur að þessu sinni. Aðeins 83 keppendur eru skráðir til leiks og sigurvegararnir frá fyrsta stigamóti ársins sem fram fór á Garðavelli á Akranesi eru báðir fjarverandi.

Golf

Tómas Ingi kominn til Danmerkur

Tómas Ingi Tómasson, aðstoðarþjálfari U-21 liðs Íslands, er kominn til Danmerkur eftir að hafa verið á hliðarlínunni hjá HK, liði sínu í 1. deildinni, í gærkvöldi.

Fótbolti

Fimm landsliðsmenn Mexíkó féllu á lyfjaprófi

Fimm leikmenn mexíkóska landsliðsins í knattspyrnu hafa verið sendir heim eftir að þeir greindust með efnið clenbuterol í þvagsýnum sínum. Á meðal leikmannanna eru markvörðurinn reyndi Guillermo Ochoa og varnarmaður PSV Eindhoven Francisco Rodriguez.

Fótbolti

Kolbeinn vaknaði hitalaus í morgun

Kolbeinn Sigþórsson er allur að koma til eftir að hafa legið upp í rúmi með 39 stiga hita í gær. Hann er hitalaus en verður þó ekki með á æfingu U-21 landsliðsins nú fyrir hádegi.

Fótbolti

Þurfum allir að róa í sömu áttina

Á morgun hefur Ísland leik á EM U-21 landsliða í Danmörku. Liðið mætir Hvíta-Rússlandi í Árósum, en strákarnir hafa aðsetur í Álaborg þar sem hinir tveir leikir Íslands í riðlakeppninni fara fram.

Fótbolti

Markvörður fagnaði of snemma

Ótrúlegt atvik átti sér stað í 7. deild ítalskrar knattspyrnu nýverið. Markvörðurinn Loris Angeli hjá Dro hefði betur sleppt fagnaðarlátum sínum þegar vítaspyrna andstæðingsins small í slánni. Angeli hljóp í burtu en á meðan tók boltinn sig til, skoppaði nokkrum sinnum og lak inn í markið.

Fótbolti

Lúka Kostic, Salih Heimir og Mihajlo Bibercic

„Þetta var erfitt ferðalag í gær og kannski eru menn álíka þungir og Mihajlo Bibercic núna en menn verða flottir á æfingu seinni partinn.“ Blaðamaður brosti við þetta svar Alfreðs Finnbogasonar sem gat sjálfur ekki leynt glottinu sem færðist yfir andlit hans.

Fótbolti

Messi: Napoli er sérstakur staður fyrir alla Argentínumenn

Napoli er komið í Meistaradeildina í fyrsta sinn eftir að liðið náði 3. sætinu í ítölsku A-deildinni í vetur. Það má segja að félagið sé nú komið í hóp þeirra bestu í Evrópu síðan að Diego Armando Maradona lék með félaginu á níunda áratugnum.

Fótbolti

James: Það er kominn tími á að ég fari að gera eitthvað

LeBron James, leikmaður Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta, hefur mátt þola harða gagnrýni í bandarískum fjölmiðlum eftir frammistöðu sína í leik fjögur í lokaúrslitum NBA-deildarinnar á móti Dallas Mavericks. Fimmti leikurinn og sá síðasti í Dallas er í kvöld í beinni á Stöð 2 Sport klukkan eitt en staðan í einvíginu er 2-2.

Körfubolti

Hallbera og Dagný báðar með tvennu í 6-1 sigri Vals á Þór/KA

Íslandsmeistarar Vals voru í miklum ham á móti Þór/KA í lokaleik 4. umferðar Pepsi-deildar kvenna í kvöld en þær unnu leikinn 6-1 og skoruðu tveimur fleiri mörk í kvöld en í fyrstu þremur umferðunum. Með sigrinum komust Valskonur upp fyrir Stjörnuna og í annað sæti deildarinnar en nýliðar ÍBV eru með tveggja stiga forskot á toppnum.

Íslenski boltinn