Sport

Ótrúlegar fréttir úr Breiðdalsá

Oftast hefur verið vart við laxa á stangli í Breiðdalsá í júní en ekki verður opnað fyrr en 1. júlí eins og verið hefur undanfarinn ár. En miðað við lýsingarnar sem berast að austan má kanski fara að endurskoða það!

Veiði

16 laxar komnir úr Elliðaánum

Í morgun höfðu alls sextán laxar veiðst í Elliðaánum en veiði hófst þar í fyrradag. Veitt er á fjórar stangir í upphafi vertíðar. Í gækveldi höfðu 11 laxar gengið teljarann.

Veiði

Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði

Í gærkvöldi voru Snorri Jóhannesson veiðivörður og Guðmundur Kristinsson formaður Veiðifélags Arnarvatnsheiðar á ferð um heiðina við eftirlit og viðhald fasteigna. Við Arnarvatns litla gengu þeir fram á afar slælega umgengni veiðimanna eftir ábendingu frá öðrum veiðimönnum sem vart áttu orð til að lýsa vanþóknun sinni.

Veiði

Laxá í Ásum farin að sýna laxana

Samkvæmt heimildum þeirra Lax-á norðan heiða er það að frétta af heimamönnum sem höfðu farið og skyggnt Ásana af þjóðvegabrúnni og sáu ekki færri en 3 laxa liggja þar fyrir neðan. Það eru því líkur á að Ásarnir byrji snemma þetta árið, eins og þeir hafa reyndar gert undanfarin ár.

Veiði

Bin Hammam mun ekki segja af sér

Mohammed bin Hammam mun ekki fara að fordæmi Jack Warner og segja af sér hjá alþjóða knattspyrnusambandinu FIFA. Warner sagði af sér fyrr í vikunni og talið var líklegt að bin Hammam gerði slíkt hið sama.

Fótbolti

Chris Hughton tekur líklega við Birmingham

Chris Hughton verður væntanlega kynntur til sögunnar sem nýr knattspyrnustjóri hjá enska fótboltaliðinu Birmingham í dag eða morgun, samkvæmt heimildum Press Association Sport. Hughton, sem var rekinn úr starfi sem knattspyrnustjóri Newcastle s.l. haust, mun taka við af Alex McLeish sem réði sig til grannaliðsins Aston Villa nýverið.

Enski boltinn

Meistaradeildin og Evrópudeild UEFA áfram á Stöð 2 sport

UEFA og 365 miðlar hafa gert samkomulag um áframhaldandi samstarf um Meistaradeild Evrópu í fótbolta og verður keppnin sýnd á sportstöðvum Stöðvar 2 líkt og undanfarin ár. Samningurinn er til þriggja ára, 2012-2015. Alls verða 10 beinar útsendingar frá hverri umferð ásamt samantektarþáttum sýndar á Stöð 2 sport. Að auki var einnig samið um sýningarréttinn á Evrópudeild UEFA fyrir sama tímabil, 2012-2015.

Fótbolti

Portúgalinn Andre Villa-Boas tekur við Chelsea

Chelsea hefur ráðið Andre Villas-Boas frá Portúgal sem knattspyrnustjóra liðsins og skrifar hann undir samning til þriggja ára. Villas-Boas er aðeins 33 ára gamall en hann hefur náð frábærum árangri með Porto í heimalandinu og hann var áður aðstoðarþjálfari hjá Chelsea þegar landi hans Jose Mourinho var knattspyrnustjóri liðsins.

Enski boltinn

Knattspyrnusamböndin í meira lagi ósátt

Knattspyrnusambönd Norður-Írlands, Skotlands og Wales eru afar ósátt við bresku ólympíunefndina BOA. Nefndin hefur fengið leyfi fyrir því að leikmenn þjóðanna ofantöldu auk Englands megi spila fyrir breska landsliðið á Ólympíuleiknum í London 2012.

Enski boltinn

Bojan Krkic á leið til Roma

Bojan Krkic leikmaður Barcelona er sagður á leið til Roma. Samkvæmt útvarpsstöðinni Catalunya Radio hafa félögin komist að samkomulagi um félagaskiptin og er kaupverðið talið vera um 10 milljón evrur.

Fótbolti

Stenson braut 7-járnið í bræðiskasti, myndband

Henrik Stenson var allt annað en ánægður með eitt högg hjá sér á lokadegi opna bandaríska meistaramótsins á sunnudaginn. Sænski kylfingurinn tók 7-járnið og braut járnskaftið á því en hann skar sig nokkuð illa á fingri við þær æfingar.

Golf

Páll: Alltaf gaman að vinna úrvalsdeildarlið

"Við lögðum upp með að vera þéttir til baka og reyna samt að skora snemma," sagði Páll Einarsson, þjálfari Þróttar, eftir sigurinn í kvöld. Þróttur vann frábæran sigur, 3-1, gegn Fram í 16-liða úrslitum Valitor-bikar karla í knattspyrnu.

Íslenski boltinn

Ragnar: Getum spilað fótbolta

Ragnar Gíslason nýr þjálfari botnliðs HK í 1. deildinni í fótbolta var að mörgu leyti sáttur við leik sinna manna sem tapaði 2-1 fyrir Grindavík í 16 liða úrslitum Valitor bikarsins í kvöld.

Íslenski boltinn

Ólafur: Svæfðum okkur sjálfir

Ólafur Örn Bjarnason þjálfari Grindavíkur sagði ekkert annað skipta máli en að Grindavík væri komið áfram í bikarnum þó hann hafi óneitanlega vonast eftir auðveldari leik í ljósi þess að Grindavík komst snemma í 2-0 þegar Grindavík marði botnlið fyrstu deildar 2-1 á heimavelli í gær manni færri allan seinni hálfleikinn.

Íslenski boltinn

Sveinbjörn: Ætlum okkur alla leið

"Við erum komnir í 8-liða úrslit og þetta gerist vart betra,“ sagði markaskorarinn, Sveinbjörn Jónasson, eftir sigurinn í kvöld. Þróttur slóg Fram útúr Valitor-bikarnum eftir að hafa unnið þá 3-1 á Valbjarnarvelli.

Íslenski boltinn

Tryggvi: Okkur líður vel á Hlíðarenda

"Þetta mark sem við fengum á okkur í lok fyrri hálfleiks gaf þeim blóð á tennurnar. Ég þori ekki að fullyrða hvort þetta var víti en okkar maður lét plata sig í hreyfinguna. Hvort það varð síðan snerting veit ég ekki," sagði hetja ÍBV, Tryggvi Guðmundsson, sem skoraði tvö mörk í 2-3 sigri ÍBV á Val í kvöld.

Íslenski boltinn