Sport

Patrick Vieira leggur skóna á hilluna

Franski miðjumaðurinn Patrick Vieira hefur lagt skóna á hilluna 35 ára gamall. Vieira sem var á mála hjá Manchester City verður áfram á launaskrá félagsins og starfa að þróun knattspyrnumála hjá félaginu.

Enski boltinn

Meiðslapési verður samherji Heiðars Helgusonar

Kantmaðurinn Kieron Dyer hefur skrifað undir eins árs samning við nýliða QPR í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Dyer þótti á sínum tíma einn efnilegasti knattspyrnumaður Englands. Erfið meiðsli hafa gert það að verkum að ferill hans hefur ekki náð þeim hæðum sem reiknað var með.

Enski boltinn

Björn Bergmann: Aldrei verið jafnhræddur

Norski fjölmiðillinn Nettavisen greinir í dag frá því að Björn Bergmann Sigurðarson hafi skotið liðsfélaga sinn hjá Lilleström í afturendann með loftbyssu árið 2010. Liðsfélaginn, Maríus Johnsen, fékk uppreisn æru þegar hann hræddi líftóruna úr liðsfélaga sínum.

Fótbolti

Norðurá efst með 810 laxa

Á vef LV www.angling.is má sjá nýjar uppfærðar veiðitölur úr ám landsins. Þar er Norðurá efst á listanum með 810 laxa sem er í alla staði prýðisgóð veiði. Blanda er í öðru sæti komin með 569 laxa og veiðin þar síðustu daga hefur verið góð og er að glæðast mikið á efri svæðunum.

Veiði

Björn fer á kostum - róleg byrjun hjá McIlroy

Daninn Thomas Björn hefur farið á kostum á fyrsta hringnum á Opna breska meistaramótinu í golfi á Royal St. George's vellinum í Sandwich á Englandi. Björn fékk sjö fugla á fyrsta hring mótsins sem hófst í dag.

Golf

Macheda með tvö í sigri Man Utd

Ítalinn Federico Macheda minnti á sig í 4-1 sigri Manchester United á New England Revolution í Massachusetts-ríki í gærkvöld. Ji-Sung Park og Michael Owen skoruðu einnig í leiknum.

Enski boltinn

Pato og Neymar tryggðu Brasilíu efsta sætið

Brasilía sýndi loks sitt rétta andlit þegar liðið vann 4-2 sigur á Ekvador í lokaumferð B-riðils Suður-Ameríkukeppninnar í knattspyrnu. Alexandre Pato og Neymar skoruðu tvö mörk hvor en Felipe Caicedo jafnaði í tvígang fyrir Ekvador. Venesúela og Paragvæ fóru bæði áfram þrátt fyrir 3-3 jafntefli.

Fótbolti

Fluguveiðinámskeið á Þingvöllum

Veiðikortið, Veiðiheimur og Þjóðgarðurinn á Þingvöllum standa að fluguveiðinámskeiði á Þingvöllum 17. júlí næstkomandi á milli kl. 9-14. Að auki er boðið upp á leiðsögn um vatnið.

Veiði

Elfar var seldur á 21 milljón króna

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins er kaupverðið á Elfari Frey í kringum 21 milljón íslenskra króna. Þá fá Blikar 40 prósent af söluverði verði hann seldur frá félaginu í framtíðinni.

Íslenski boltinn

Allra augu eru á Rory McIlroy

Opna breska meistaramótið hefst í dag á Royal St. George-vellinum. Það er óhætt að segja að allra augu verða á hinum 22 ára gamla Norður-Íra, Rory McIlroy. Hann gerði sér lítið fyrir og vann opna bandaríska mótið á dögunum og er undir mikilli pressu fyrir mótið.

Golf

Grétar Sigfinnur: Erum óhræddir við Slóvakana

Slóvakíska liðið MSK Zilina sækir KR heim á KR-völlinn í kvöld en þetta er fyrri leikur liðanna í Evrópudeild UEFA. Slóvakíska liðið er geysisterkt og komst alla leið í riðlakeppni meistaradeildarinnar í fyrra sem er ekki auðvelt. Það verður því líklega við ramman reip að draga hjá KR sem hefur ekki enn tapað leik í sumar.

Fótbolti

Matthías: Þeir eiga að vera lakari en BATE

FH tekur á móti á portúgalska liðinu CD Nacional í Evrópudeildinni í Kaplakrika í kvöld. Um er að ræða félagið sem Cristiano Ronaldo ólst upp hjá. Liðið er öflugt og varð í sjötta sæti í deildinni síðasta vetur.

Fótbolti

Adebayor nálgast Real Madrid

Það lítur út fyrir að framherjinn Emmanuel Adebayor fái þá ósk sína uppfyllta að spila áfram með Real Madrid. Sky greinir frá því í kvöld að málin séu að þokast í rétta átt.

Fótbolti

Wenger ekki ánægður með Xavi

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er ekki par sáttur við spænska miðjumanninn Xavi hjá Barcelona. Wenger sakar Xavi um að sýna mikla vanvirðingu þar sem Xavi lýsti því yfir að Cesc Fabregas væri þjáður þar sem hann þyrfti að vera áfram hjá Arsenal.

Enski boltinn

Downing á leiðinni til Liverpool

Tilkynnt var í kvöld að Liverpool hefði náð samkomulagi við Aston Villa um kaupverð á Stewart Downing. Liverpool á eftir að ná samkomulagi um kaup og kjör við leikmanninn og senda hann í læknisskoðun áður en hann verður formlega orðinn leikmaður liðsins.

Enski boltinn

West Ham til í að lána Parker

Forráðamenn West Ham eru opnir fyrir því að lána miðjumanninn Scott Parker frá félaginu út næsta tímabil. Félagið fengi þá leikmanninn til baka ef þeim tekst að rífa sig upp úr 1. deildinni.

Enski boltinn

Wenger hrósar Nasri

Þrátt fyrir stöðugan orðróm um að Samir Nasri sé á förum frá Arsenal segir Arsene Wenger, stjóri Arsenal, að það sé ekki neitt vandamál í herbúðum félagsins.

Enski boltinn

Arsenal og Liverpool með sigra

Arsenal og Liverpool léku sína fyrstu leiki á æfingaferð félaganna um Asíu. Arsenal vann stórsigur á úrvalsliði Malasíu 4-0 og Liverpool vann 4-3 sigur á Guandong í Kína.

Enski boltinn

Frank Rost til New York Red Bulls

Þýski markvörðurinn Frank Rost er á leið til New York Red Bulls í bandarísku atvinnumannadeildinni í knattspyrnu. Þýska blaðið Bild greinir frá þessu. Rost er 38 ára gamall og hefur spilað í Bundesligunni í 18 ár.

Fótbolti

Blanda að ná 400 löxum

Frá Blöndubökkum og Lax-Á mönnum er það að frétta að þeir heyrðu í Þórði leiðsögumanni í Blöndu núna rétt fyrir tíu í morgun. Hans veiðimenn voru búnir að landa sjö löxum á flugu á Breiðunni á svæði 1 og taldi hann aðra sem voru við veiðar í morgun með aðra eins tölu. Laxarnir voru allir í góðri stærð en þeir stærstu 91 cm, annar 88 cm og 83 cm. Greinilega líf að færast yfir Blöndu í dag.

Veiði