Enski boltinn

Liðsfélagi Gylfa á leið til Blackburn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ibisevic í leik með Hoffenheim.
Ibisevic í leik með Hoffenheim. Nordic Photos / Bongarts
Sóknarmaðurinn Vedad Ibisevic virðist vera á leið frá Hoffenheim til Blackburn í Englandi en leikmaðurinn hefur fengið leyfi til þess að ræða við síðarnefnda félagið.

Forráðamenn Hoffenheim, sem landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson leikur með, staðhæfa reyndar að félögin hafi ekki enn komist að samkomulagi um kaupverð.

„Það eru um það bil helmingslíkur á því að Vedad Ibisevic fari til Blackburn. Félagið hefur áhuga á honum,“ sagði Ernst Tanner, framkvæmdarstjóri Hoffenheim, við þýska fjölmiðla.

„Við eigum enn eftir að komast að samkomulagi um kaupverð en félagið óskaði samt eftir því að fá að ræða við leikmanninn.“

Ibisevic er bosnískur landsliðsmaður og er samningsbundinn Hoffenheim í tvö ár til viðbótar. Talið er að hann sé falur fyrir 3,5 milljónir punda. Hann skoraði átta mörk fyrir Hoffenheim á síðasta tímabili og var næst markahæsti leikmaður liðsins - á eftir Gylfa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×