Sport

Fer Eiður Smári til AEK eftir allt?

Mikil óvissa ríkir um vistaskipti Eiðs Smára Guðjohnsen, en hann gekkst undir læknisskoðun hjá West-Ham United í gær og átti samkvæmt öllu að skrifa undir eins árs samning við Lundúnarliðið í dag.

Enski boltinn

Grunaði FIFA um græsku

Færeyingar eiga landa sínum, Jákupi Emil Hansen, 28 ára gömlum stjórnmálafræðinema, mikið að þakka. Þökk sé útreikningum og þrautseigju hans neyddist Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, til þess að leiðrétta heimslista sinn. Færeyjar fóru upp fyrir Wales og bendir flest til þess að frændur okkar verði af þeim sökum í 5. styrkleikaflokki þegar dregið verður í undankeppni HM 2014 í Brasilíu í lok mánaðarins.

Fótbolti

Blikabani á leið til Hamburg

Hamburg og Rosenborg tilkynntu í dag að Per Ciljan Skjelbred myndi ganga í raðir þýska félagsins í næsta mánuði. Leikmaðurinn sókndjarfi skoraði gegn Breiðablik í vikunni.

Fótbolti

Tiger að verða blankur?

Það er mikil umræða um það í dag hvort fjárhagsstaða Tiger Woods sé slæm og menn velta því jafnvel upp hvort hann sé að verða blankur.

Golf

Rio vill fá meiri virðingu

Rio Ferdinand, varnarmaður Man. Utd, er óánægður með að félag hans fái ekki þá virðingu sem það eigi skilið. Hann segir fáranlegt að menn telji liðið ekki sigurstranglegast á næstu leiktíð.

Enski boltinn

Fernando Hierro ráðinn til Malaga

Abdullah Al Thani eigandi spænska knattspyrnuliðsins Malaga heldur áfram að bæta við sig stórstjörnum. Fernando Hierro er genginn til liðs við félagið og verður nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. Hierro samdi við Malaga til fjögurra ára.

Fótbolti

Messi: Ekki bera saman Argentínu og Barcelona

Leonel Messi segir ekki hægt að bera saman Barcelona og landslið Argentínu. Spænska liðið hafi unnið saman sem heild í mun lengri tíma. Fjölmiðlar í Argentínu fór ófögrum orðum um landslið sitt að loknum tveimur jafnteflum í Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu. Messi sýndi allar sínar bestu hliðar í 3-0 sigri á Kostaríka í lokaleik riðilsins.

Fótbolti

Kári á leið til Aberdeen: Leit allt mjög vel út

Knattspyrnukappinn Kári Árnason er þessa dagana í leit að nýju knattspyrnuliði. Eftir að hafa verið sagt upp störfum hjá Plymouth vegna þess að hann sætti sig ekki við að leika launalaust hefur hann reynt fyrir sér hjá tveimur skoskum félögum. Hearts og Aberdeen.

Íslenski boltinn

Aston Villa gerir tilboð í N'Zogbia

Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa hefur gert tilboð í kantmann Wigan, Charles N'Zogbia. BBC greinir frá þessu. N'Zogbia myndi fylla í skarðið sem kantmaðurinn Stewart Downing skilur eftir en hann er á leið til Liverpool.

Enski boltinn

Hreindýraveiðar hófust í dag

Veiðar á hreindýrum hófust í dag en eingöngu á tarfa. Veiðin á kúnum hefst 1. ágúst og í ár eins og í fyrra eru kálfarnir friðaðir. Frést hefur af einum felldum tarf á svæði 7 í Búlandsdal en erfitt hefur verið að finna dýrin sökum lélegra veiðiskilyrða.

Veiði

Góður kippur í veiðina í Ytri Rangá

Ytri Rangá er í ágætis málum þessa daganna. 23 laxar komu á land í gær sem er með betri dögum sumarsins en 5 laxar komnir á land í morgun. Stefán sölustjóri hjá Laxá var við veiðar í gærkvöldi og sagði ánna líta vel út og sá nokkuð af laxi að ganga í gegnum í ánna.

Veiði

Wenger segir síðasta tímabil það erfiðasta á ferlinum

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal svaraði spurningum blaðamanna í Malasíu í gær en Arsenal er á æfingaferðalagi í Asíu. Wenger segir lið sitt nógu gott til þess að ná góðum árangri á næsta tímabili. Þá hafi síðasta tímabil hans með Arsenal verið hans erfiðasta á ferlinum.

Enski boltinn

Áhugaverð reglubreyting í enska boltanum

Enska úrvalsdeildin hefur breytt reglum sínum er varðar rétt félaga til þess að stilla upp liðum sínum eftir hentugleika. Á síðustu tímabilum hafa Blackpool og Wolves hlotið sektir fyrir að stilla upp "veiku byrjunarliði“ í leikjum sínum.

Enski boltinn

Drátturinn í Evrópudeildinni - Mótherjar FH og KR

Nú fyrir stundu var dregið í 3. umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu og voru íslensku liðin KR og FH í hattinum. KR fer til Wales eða Georgíu og FH til Svíþjóðar eða Finnlands takist þeim að leggja andstæðinga sína að velli í 2. umferð.

Fótbolti

Tom Watson fór holu í höggi

Gamli refurinn Tom Watson fór holu í höggi á Opna breska meistaramótinu í golfi á Royal St. George's vellinum í morgun. Draumahöggið átti Watson á sjöttu holu vallarins sem er 163 metra löng par þrjú hola.

Golf

Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang

Það voru góðar féttir sem bárust af svæði 1-2 í Stóru lax-á í Hreppum seint í gærkveldi en veiðimaður sem þar var að landaði 3 grálúsugum smálöxum á um 20 mínútna kafla. Taldi hann sig hafa séð nokkuð af laxi straua upp eftir ánni en hann var við veiðar á neðri svæðunum.

Veiði

Mögulegir mótherjar KR og FH - dregið á eftir

KR-ingar og FH-ingar geta grætt á því að hafa dregist gegn sterkum mótherjum í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar í knattspyrnu. C.D. Nacional og MSK Zilina eru metin það sterk af UEFA að slái íslensku liðin þau úr keppni eru þau í efri styrkleikaflokki í keppninni. Dregið verður í keppninni á eftir.

Fótbolti

Ekkert tilboð frá Juventus í Tevez

Manchester City segja ekkert hæft í því að ítalska knattspyrnufélagið Juventus hafi gert boð í Carlos Tevez. Forseti brasilíska knattspyrnufélagsins Corinthians, Andres Sanchez, lét hafa eftir sér að Juventus hefði gert 45 milljóna punda tilboð í Tevez eða sem nemur 7,5 milljörðum króna.

Enski boltinn