Sport

Draumamark hjá Gunnari Heiðari

Eyjapeyinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði stórglæsilegt mark fyrir Norrköping á útivelli gegn Halmstad um helgina. Gunnar Heiðar tók boltann á lofti fyrir utan teig og klippti hann í netið.

Fótbolti

Beckenbauer: Mario Götze er okkar Messi

Þýska goðsögnin Franz Beckenbauer er yfir sig hrifinn af Mario Götze hjá þýsku meisturunum í Borussia Dortmund. Götze er 19 ára gamall og er í landsliðshóp Þjóðverja í vináttulandsleiknum á móti Brasilíu í vikunni.

Fótbolti

Daily Mail: Carlos Tevez búinn að missa fyrirliðabandið hjá City

Carlos Tevez mætti í fyrsta sinn á æfingu hjá Manchester City í dag eftir að hafa fengið 21 dags frí hjá Roberto Mancini eftir Copa America keppnina. Framtíð Argentínumannsins hjá félaginu hefur verið í miklu uppnámi allt þetta ár eftir að hann lét óánægju sína í ljós og heimtaði það að vera seldur.

Enski boltinn

AG ætlar að spila Meistaradeildarleiki í Parken í vetur

Íslendingaliðið AG Kaupmannahöfn vakti mikla athygli í vor þegar liðið spilaði úrslitaleikinn um danska meistaratitilinn í handbolta á fótboltavellinum í Parken. Framundan eru leikir í Meistaradeild Evrópu og það hefur verið ákveðið að "flottustu" heimaleikirnir fari fram í Parken.

Handbolti

Blikastaðaós í Korpu er pakkaður af laxi

Ágæt veiði hefur verið í Korpu/Úlfarsá að undanförnu. Vatnsmagn er með besta móti og gríðarlegt magn af laxi sést í árósnum við Blikastaðavog á hverju flóði. Að sögn Júlíusar Ásbjörnssonar veiðivarðar er það mikið sjónarspil að fylgjast með laxatorfunum á vognum, stökkvandi laxar út um allt og oftar en ekki eru það þaulsetnir veiðimenn á neðsta veiðistaðnum sem fæla laxinn frá því að ganga upp í ána.

Veiði

Rooney: Við tókum City-liðið í kennslustund

Wayne Rooney, framherji Mancehester United, var ánægður með ungu strákana á móti Manchester City í gær og er á því að Manchester United hafi gefið, nágrönnum sínum og væntanlegum erkifjendum á komandi tímabili, skýr skilboð með því að vinna 3-2 sigur í leik liðanna um Samfélagsskjöldinn á Wembley.

Enski boltinn

Fjórar íslenskar stelpur í byrjunarliðinu í tapi Kristianstad

Elísabet Gunnarsdóttir og liðsmenn hennar í Kristianstad töpuðu 1-3 á útivelli á móti Linköping í sænsku kvennadeildinni í kvöld. Liðin höfðu gert markalaust jafntefli á heimavelli Kristianstad fyrir átta dögum. Kristianstad er áfram í sjötta sæti deildarinnar en er nú aðeins einu stigi á undan Linköping.

Fótbolti

Táningur til Arsenal á 12 milljónir punda

Alex Oxlade-Chamberlain, 17 ára leikmaður Southamption í ensku C-deildinni, er í læknisskoðun hjá Arsenal. Breskir fjölmiðlar greina frá þessu og er kaupverðið talið vera tólf milljónir punda eða sem nemur um 2,2 milljörðum íslenskra króna.

Íslenski boltinn

Markvarðavandræði hjá KR-ingum

Hannes Þór Halldórsson markvörður KR-inga var einn fimm leikmanna sem dró sig út úr landsliðshópi Íslands sem leikur æfingaleik gegn Ungverjum ytra á miðvikudag. Hannes glímir við meiðsli á hendi.

Íslenski boltinn

Gaupahornið - Guðmundur rússneski

Guðjón Guðmundsson hitti einn heitasta stuðningsmann KR-inga, Guðmund Kr. Kristjánsson, á KR-vellinum. Guðmundur skoðar ættartré allra leikmanna KR og snýr einnig nöfnum leikmanna yfir á rússnesku.

Íslenski boltinn

Ólafur Kristjánsson og skilgreining á krísu

Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks hefur hvatt tvo íþróttafréttamenn til þess að fletta upp orðinu krísa í íslenskri orðabók undanfarnar vikur. Hörður Magnússon tók hann á orðinu og fletti því upp í Pepsi-mörkunum á Stöð2 Sport í gærkvöldi.

Íslenski boltinn

Sigrún komin heim og búin að semja við KR

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skrifaði í hádeginu undir samning við KR í Iceland Express deild kvenna í körfubolta og mun spila með liðinu í vetur. Sigrún lék síðasta vetur með franska liðinu Olympique Sannois Saint-Gratien en var síðast í Hamar þegar hún spilaði síðast heima veturinn 2009-2010.

Körfubolti

Sneijder segist til sölu fyrir rétta upphæð

Hollenskir fjölmiðlar hafa eftir Wesley Sneijder leikmanni Inter í Mílanó að hann sé til sölu fyrir rétta upphæð. Sneijder hefur þrálátlega verið orðaður við Manchester-félögin City og United undanfarið.

Fótbolti