Sport Draumamark hjá Gunnari Heiðari Eyjapeyinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði stórglæsilegt mark fyrir Norrköping á útivelli gegn Halmstad um helgina. Gunnar Heiðar tók boltann á lofti fyrir utan teig og klippti hann í netið. Fótbolti 8.8.2011 23:45 Beckenbauer: Mario Götze er okkar Messi Þýska goðsögnin Franz Beckenbauer er yfir sig hrifinn af Mario Götze hjá þýsku meisturunum í Borussia Dortmund. Götze er 19 ára gamall og er í landsliðshóp Þjóðverja í vináttulandsleiknum á móti Brasilíu í vikunni. Fótbolti 8.8.2011 23:15 Daily Mail: Carlos Tevez búinn að missa fyrirliðabandið hjá City Carlos Tevez mætti í fyrsta sinn á æfingu hjá Manchester City í dag eftir að hafa fengið 21 dags frí hjá Roberto Mancini eftir Copa America keppnina. Framtíð Argentínumannsins hjá félaginu hefur verið í miklu uppnámi allt þetta ár eftir að hann lét óánægju sína í ljós og heimtaði það að vera seldur. Enski boltinn 8.8.2011 22:45 Búið að fresta tveimur leikjum vegna óeirðanna í London Óeirðirnar í London eru farnar að hafa áhrif á enska fótboltann því það er búið að fresta tveimur leikjum í enska deildarbikarnum sem áttu að fara fram í London annað kvöld. Lundúnarlögreglan óskaði eftir því að leikirnir færu ekki fram. Enski boltinn 8.8.2011 22:06 AG ætlar að spila Meistaradeildarleiki í Parken í vetur Íslendingaliðið AG Kaupmannahöfn vakti mikla athygli í vor þegar liðið spilaði úrslitaleikinn um danska meistaratitilinn í handbolta á fótboltavellinum í Parken. Framundan eru leikir í Meistaradeild Evrópu og það hefur verið ákveðið að "flottustu" heimaleikirnir fari fram í Parken. Handbolti 8.8.2011 22:00 Henderson hjá Liverpool: Ætla að komast á sama stall og Wilshere Jordan Henderson er mjög spenntur fyrir fyrsta tímabilinu sínu með Liverpool og er staðráðinn að reyna fara sömu leið upp metorðastigann og Jack Wilshere gerði hjá Arsenal á síðustu tímabilum. Liverpool keypti Henderson á 16 milljónir punda frá Sunderland í sumar. Enski boltinn 8.8.2011 21:15 Blikastaðaós í Korpu er pakkaður af laxi Ágæt veiði hefur verið í Korpu/Úlfarsá að undanförnu. Vatnsmagn er með besta móti og gríðarlegt magn af laxi sést í árósnum við Blikastaðavog á hverju flóði. Að sögn Júlíusar Ásbjörnssonar veiðivarðar er það mikið sjónarspil að fylgjast með laxatorfunum á vognum, stökkvandi laxar út um allt og oftar en ekki eru það þaulsetnir veiðimenn á neðsta veiðistaðnum sem fæla laxinn frá því að ganga upp í ána. Veiði 8.8.2011 21:00 Dawson: Stefnum á fjögur efstu sætin Michael Dawson miðvörður Tottenham í ensku úrvalsdeildinni segir Tottenham setja markið á fjögur efstu sætin í deildinni. Leikmenn sem stuðningsmenn vilji komast aftur í Meistaradeildina. Enski boltinn 8.8.2011 20:30 Lampard með sýkingu í hálsi - missir af Hollandsleiknum Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, hefur bæst í hóp miðjumanna enska landsliðsins sem missa af vináttulandsleiknum á móti Hollandi á Wembley á miðvikudaginn. Hann er veikur, glímir við sýkingu í hálsi, og hefur yfirgefið herbúðir enska landsliðsins. Enski boltinn 8.8.2011 20:00 Rooney: Við tókum City-liðið í kennslustund Wayne Rooney, framherji Mancehester United, var ánægður með ungu strákana á móti Manchester City í gær og er á því að Manchester United hafi gefið, nágrönnum sínum og væntanlegum erkifjendum á komandi tímabili, skýr skilboð með því að vinna 3-2 sigur í leik liðanna um Samfélagsskjöldinn á Wembley. Enski boltinn 8.8.2011 19:45 Aftur stórsigur hjá Andrési Má og félögum í Haugesund Andrés Már Jóhannesson hefur byrjað vel með Haugesund í norsku úrvalsdeildinni en liðið vann 4-1 útisigur á Start í kvöld. Haugesund keypti Andrés frá Fylki á dögunum og hann fór beint inn í byrjunarlið liðsins með góðum árangri. Fótbolti 8.8.2011 19:05 Fjórar íslenskar stelpur í byrjunarliðinu í tapi Kristianstad Elísabet Gunnarsdóttir og liðsmenn hennar í Kristianstad töpuðu 1-3 á útivelli á móti Linköping í sænsku kvennadeildinni í kvöld. Liðin höfðu gert markalaust jafntefli á heimavelli Kristianstad fyrir átta dögum. Kristianstad er áfram í sjötta sæti deildarinnar en er nú aðeins einu stigi á undan Linköping. Fótbolti 8.8.2011 19:00 Real Madrid búið að finna sinn Leo en hann er bara sjö ára Argentínumaðurinn Lionel Messi hefur farið fyrir sigurgöngu Barcelona undanfarin tímabil en nú hafa erkifjendurnir í Real Madrid líka eignast sinn Leo frá Argentínu. Fótbolti 8.8.2011 18:15 Cleverley í enska landsliðið - Carrick og Wilshere meiddir Tom Cleverley hefur verið valinn í enska landsliðið í knattspyrnu sem mætir Hollandi í æfingaleik á miðvikudagskvöld. Jack Wilshere og Michael Carrick hafa báðir þurft að draga sig úr landsliðshópnum vegna meiðsla. Enski boltinn 8.8.2011 17:30 Joe Hart þrefaldar launin sín hjá Man City Enski landsliðsmarkvörðurinn Joe Hart hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Manchester City. Talið er að Hart þreföldi vikulaun sín með nýjum samningi. Enski boltinn 8.8.2011 17:30 Táningur til Arsenal á 12 milljónir punda Alex Oxlade-Chamberlain, 17 ára leikmaður Southamption í ensku C-deildinni, er í læknisskoðun hjá Arsenal. Breskir fjölmiðlar greina frá þessu og er kaupverðið talið vera tólf milljónir punda eða sem nemur um 2,2 milljörðum íslenskra króna. Íslenski boltinn 8.8.2011 16:45 Markvarðavandræði hjá KR-ingum Hannes Þór Halldórsson markvörður KR-inga var einn fimm leikmanna sem dró sig út úr landsliðshópi Íslands sem leikur æfingaleik gegn Ungverjum ytra á miðvikudag. Hannes glímir við meiðsli á hendi. Íslenski boltinn 8.8.2011 16:00 Gaupahornið - Guðmundur rússneski Guðjón Guðmundsson hitti einn heitasta stuðningsmann KR-inga, Guðmund Kr. Kristjánsson, á KR-vellinum. Guðmundur skoðar ættartré allra leikmanna KR og snýr einnig nöfnum leikmanna yfir á rússnesku. Íslenski boltinn 8.8.2011 15:30 Sigrún Sjöfn: Vantaði upp á metnað hjá franska liðinu Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skrifaði í dag undir samning við kvennalið KR í körfubolta. Sigrún Sjöfn sem lék í Frakklandi á síðustu leiktíð segir góða tilfinningu að vera komin í KR. Körfubolti 8.8.2011 14:45 Markasyrpa úr 14. umferð Pepsi-deildar karla Pepsi-mörkin á Stöð2 Sport í gærkvöldi voru gerð upp með markasamantekt í takt við „Stick'em up“, eitt af vinsælustu lögum íslensku rappsveitarinnar Quarashi. Íslenski boltinn 8.8.2011 14:30 Upplýsingar um laun leikmanna Blackburn láku út Enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn Rovers vill losna við nokkra leikmenn af launaskrá félagins. Upplýsingar um laun leikmannanna umræddu voru tekin saman í skjal til upplýsinga fyrir áhugasöm félög en hefur lekið út. Enski boltinn 8.8.2011 14:15 Ólafur Kristjánsson og skilgreining á krísu Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks hefur hvatt tvo íþróttafréttamenn til þess að fletta upp orðinu krísa í íslenskri orðabók undanfarnar vikur. Hörður Magnússon tók hann á orðinu og fletti því upp í Pepsi-mörkunum á Stöð2 Sport í gærkvöldi. Íslenski boltinn 8.8.2011 13:45 Carragher: Liverpool fellur aldrei úr úrvalsdeildinni Jamie Carragher leikmaður Liverpool segir bestu leiðina til þess að koma í veg fyrir að Manchester United vinni fleiri úrvalsdeildartitla sé að Liverpool vinni titilinn sjálft. Enski boltinn 8.8.2011 13:00 Brasilískir stuðningsmenn hóta Fred - vill komast í burtu Brasilíski knattspyrnumaðurinn Fred óttast um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar í Ríó. Fred, sem spilar með Fluminense í heimalandinu, hefur verið hótað af stuðningsmönnum félagsins undanfarið. Fótbolti 8.8.2011 12:30 Sigrún komin heim og búin að semja við KR Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skrifaði í hádeginu undir samning við KR í Iceland Express deild kvenna í körfubolta og mun spila með liðinu í vetur. Sigrún lék síðasta vetur með franska liðinu Olympique Sannois Saint-Gratien en var síðast í Hamar þegar hún spilaði síðast heima veturinn 2009-2010. Körfubolti 8.8.2011 12:00 Fimm leikmenn búnir að draga sig út úr landsliðshópnum Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur þurft að kalla á fjóra menn inn í landsliðshópinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Ungverjum á miðvikudag. Íslenski boltinn 8.8.2011 11:30 Sneijder segist til sölu fyrir rétta upphæð Hollenskir fjölmiðlar hafa eftir Wesley Sneijder leikmanni Inter í Mílanó að hann sé til sölu fyrir rétta upphæð. Sneijder hefur þrálátlega verið orðaður við Manchester-félögin City og United undanfarið. Fótbolti 8.8.2011 10:45 Dein um Wenger: Auðvelt að reka en erfiðara að ráða einhver betri David Dein, fyrrum stjórnarformaður Arsenal, segir Arsene Wenger enn hafa mikinn metnað og sigurvilja. Wenger hefur legið undir gagnrýni undanfarin misseri vegna titlaleysis. Dein bendir á að auðvelt sé að reka knattspyrnustjóra en erfiðara að finna betri mann í starfið. Enski boltinn 8.8.2011 09:34 Norðurlandameistarar Íslands - sigurmarkið og fögnuðurinn Ísland I varð í gær Norðurlandameistari í knattspyrnu landsliða 17 ára drengja og yngri. Liðið vann 1-0 sigur á Danmörku í úrslita leik. Ævar Ingi Jóhannesson skoraði markið sem hægt er að sjá á youtube.com. Íslenski boltinn 8.8.2011 09:14 Fyrrum Liverpool stjarna tekur við landsliði Makedóníu Walesverjinn John Toshack hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari landsliðs Makedóníu í knattspyrnu. Toshack, sem er 62 ára gamall, hefur komið víða við og meðal annars þjálfað Real Madrid og landslið Wales. Fótbolti 8.8.2011 09:00 « ‹ ›
Draumamark hjá Gunnari Heiðari Eyjapeyinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði stórglæsilegt mark fyrir Norrköping á útivelli gegn Halmstad um helgina. Gunnar Heiðar tók boltann á lofti fyrir utan teig og klippti hann í netið. Fótbolti 8.8.2011 23:45
Beckenbauer: Mario Götze er okkar Messi Þýska goðsögnin Franz Beckenbauer er yfir sig hrifinn af Mario Götze hjá þýsku meisturunum í Borussia Dortmund. Götze er 19 ára gamall og er í landsliðshóp Þjóðverja í vináttulandsleiknum á móti Brasilíu í vikunni. Fótbolti 8.8.2011 23:15
Daily Mail: Carlos Tevez búinn að missa fyrirliðabandið hjá City Carlos Tevez mætti í fyrsta sinn á æfingu hjá Manchester City í dag eftir að hafa fengið 21 dags frí hjá Roberto Mancini eftir Copa America keppnina. Framtíð Argentínumannsins hjá félaginu hefur verið í miklu uppnámi allt þetta ár eftir að hann lét óánægju sína í ljós og heimtaði það að vera seldur. Enski boltinn 8.8.2011 22:45
Búið að fresta tveimur leikjum vegna óeirðanna í London Óeirðirnar í London eru farnar að hafa áhrif á enska fótboltann því það er búið að fresta tveimur leikjum í enska deildarbikarnum sem áttu að fara fram í London annað kvöld. Lundúnarlögreglan óskaði eftir því að leikirnir færu ekki fram. Enski boltinn 8.8.2011 22:06
AG ætlar að spila Meistaradeildarleiki í Parken í vetur Íslendingaliðið AG Kaupmannahöfn vakti mikla athygli í vor þegar liðið spilaði úrslitaleikinn um danska meistaratitilinn í handbolta á fótboltavellinum í Parken. Framundan eru leikir í Meistaradeild Evrópu og það hefur verið ákveðið að "flottustu" heimaleikirnir fari fram í Parken. Handbolti 8.8.2011 22:00
Henderson hjá Liverpool: Ætla að komast á sama stall og Wilshere Jordan Henderson er mjög spenntur fyrir fyrsta tímabilinu sínu með Liverpool og er staðráðinn að reyna fara sömu leið upp metorðastigann og Jack Wilshere gerði hjá Arsenal á síðustu tímabilum. Liverpool keypti Henderson á 16 milljónir punda frá Sunderland í sumar. Enski boltinn 8.8.2011 21:15
Blikastaðaós í Korpu er pakkaður af laxi Ágæt veiði hefur verið í Korpu/Úlfarsá að undanförnu. Vatnsmagn er með besta móti og gríðarlegt magn af laxi sést í árósnum við Blikastaðavog á hverju flóði. Að sögn Júlíusar Ásbjörnssonar veiðivarðar er það mikið sjónarspil að fylgjast með laxatorfunum á vognum, stökkvandi laxar út um allt og oftar en ekki eru það þaulsetnir veiðimenn á neðsta veiðistaðnum sem fæla laxinn frá því að ganga upp í ána. Veiði 8.8.2011 21:00
Dawson: Stefnum á fjögur efstu sætin Michael Dawson miðvörður Tottenham í ensku úrvalsdeildinni segir Tottenham setja markið á fjögur efstu sætin í deildinni. Leikmenn sem stuðningsmenn vilji komast aftur í Meistaradeildina. Enski boltinn 8.8.2011 20:30
Lampard með sýkingu í hálsi - missir af Hollandsleiknum Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, hefur bæst í hóp miðjumanna enska landsliðsins sem missa af vináttulandsleiknum á móti Hollandi á Wembley á miðvikudaginn. Hann er veikur, glímir við sýkingu í hálsi, og hefur yfirgefið herbúðir enska landsliðsins. Enski boltinn 8.8.2011 20:00
Rooney: Við tókum City-liðið í kennslustund Wayne Rooney, framherji Mancehester United, var ánægður með ungu strákana á móti Manchester City í gær og er á því að Manchester United hafi gefið, nágrönnum sínum og væntanlegum erkifjendum á komandi tímabili, skýr skilboð með því að vinna 3-2 sigur í leik liðanna um Samfélagsskjöldinn á Wembley. Enski boltinn 8.8.2011 19:45
Aftur stórsigur hjá Andrési Má og félögum í Haugesund Andrés Már Jóhannesson hefur byrjað vel með Haugesund í norsku úrvalsdeildinni en liðið vann 4-1 útisigur á Start í kvöld. Haugesund keypti Andrés frá Fylki á dögunum og hann fór beint inn í byrjunarlið liðsins með góðum árangri. Fótbolti 8.8.2011 19:05
Fjórar íslenskar stelpur í byrjunarliðinu í tapi Kristianstad Elísabet Gunnarsdóttir og liðsmenn hennar í Kristianstad töpuðu 1-3 á útivelli á móti Linköping í sænsku kvennadeildinni í kvöld. Liðin höfðu gert markalaust jafntefli á heimavelli Kristianstad fyrir átta dögum. Kristianstad er áfram í sjötta sæti deildarinnar en er nú aðeins einu stigi á undan Linköping. Fótbolti 8.8.2011 19:00
Real Madrid búið að finna sinn Leo en hann er bara sjö ára Argentínumaðurinn Lionel Messi hefur farið fyrir sigurgöngu Barcelona undanfarin tímabil en nú hafa erkifjendurnir í Real Madrid líka eignast sinn Leo frá Argentínu. Fótbolti 8.8.2011 18:15
Cleverley í enska landsliðið - Carrick og Wilshere meiddir Tom Cleverley hefur verið valinn í enska landsliðið í knattspyrnu sem mætir Hollandi í æfingaleik á miðvikudagskvöld. Jack Wilshere og Michael Carrick hafa báðir þurft að draga sig úr landsliðshópnum vegna meiðsla. Enski boltinn 8.8.2011 17:30
Joe Hart þrefaldar launin sín hjá Man City Enski landsliðsmarkvörðurinn Joe Hart hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Manchester City. Talið er að Hart þreföldi vikulaun sín með nýjum samningi. Enski boltinn 8.8.2011 17:30
Táningur til Arsenal á 12 milljónir punda Alex Oxlade-Chamberlain, 17 ára leikmaður Southamption í ensku C-deildinni, er í læknisskoðun hjá Arsenal. Breskir fjölmiðlar greina frá þessu og er kaupverðið talið vera tólf milljónir punda eða sem nemur um 2,2 milljörðum íslenskra króna. Íslenski boltinn 8.8.2011 16:45
Markvarðavandræði hjá KR-ingum Hannes Þór Halldórsson markvörður KR-inga var einn fimm leikmanna sem dró sig út úr landsliðshópi Íslands sem leikur æfingaleik gegn Ungverjum ytra á miðvikudag. Hannes glímir við meiðsli á hendi. Íslenski boltinn 8.8.2011 16:00
Gaupahornið - Guðmundur rússneski Guðjón Guðmundsson hitti einn heitasta stuðningsmann KR-inga, Guðmund Kr. Kristjánsson, á KR-vellinum. Guðmundur skoðar ættartré allra leikmanna KR og snýr einnig nöfnum leikmanna yfir á rússnesku. Íslenski boltinn 8.8.2011 15:30
Sigrún Sjöfn: Vantaði upp á metnað hjá franska liðinu Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skrifaði í dag undir samning við kvennalið KR í körfubolta. Sigrún Sjöfn sem lék í Frakklandi á síðustu leiktíð segir góða tilfinningu að vera komin í KR. Körfubolti 8.8.2011 14:45
Markasyrpa úr 14. umferð Pepsi-deildar karla Pepsi-mörkin á Stöð2 Sport í gærkvöldi voru gerð upp með markasamantekt í takt við „Stick'em up“, eitt af vinsælustu lögum íslensku rappsveitarinnar Quarashi. Íslenski boltinn 8.8.2011 14:30
Upplýsingar um laun leikmanna Blackburn láku út Enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn Rovers vill losna við nokkra leikmenn af launaskrá félagins. Upplýsingar um laun leikmannanna umræddu voru tekin saman í skjal til upplýsinga fyrir áhugasöm félög en hefur lekið út. Enski boltinn 8.8.2011 14:15
Ólafur Kristjánsson og skilgreining á krísu Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks hefur hvatt tvo íþróttafréttamenn til þess að fletta upp orðinu krísa í íslenskri orðabók undanfarnar vikur. Hörður Magnússon tók hann á orðinu og fletti því upp í Pepsi-mörkunum á Stöð2 Sport í gærkvöldi. Íslenski boltinn 8.8.2011 13:45
Carragher: Liverpool fellur aldrei úr úrvalsdeildinni Jamie Carragher leikmaður Liverpool segir bestu leiðina til þess að koma í veg fyrir að Manchester United vinni fleiri úrvalsdeildartitla sé að Liverpool vinni titilinn sjálft. Enski boltinn 8.8.2011 13:00
Brasilískir stuðningsmenn hóta Fred - vill komast í burtu Brasilíski knattspyrnumaðurinn Fred óttast um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar í Ríó. Fred, sem spilar með Fluminense í heimalandinu, hefur verið hótað af stuðningsmönnum félagsins undanfarið. Fótbolti 8.8.2011 12:30
Sigrún komin heim og búin að semja við KR Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skrifaði í hádeginu undir samning við KR í Iceland Express deild kvenna í körfubolta og mun spila með liðinu í vetur. Sigrún lék síðasta vetur með franska liðinu Olympique Sannois Saint-Gratien en var síðast í Hamar þegar hún spilaði síðast heima veturinn 2009-2010. Körfubolti 8.8.2011 12:00
Fimm leikmenn búnir að draga sig út úr landsliðshópnum Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur þurft að kalla á fjóra menn inn í landsliðshópinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Ungverjum á miðvikudag. Íslenski boltinn 8.8.2011 11:30
Sneijder segist til sölu fyrir rétta upphæð Hollenskir fjölmiðlar hafa eftir Wesley Sneijder leikmanni Inter í Mílanó að hann sé til sölu fyrir rétta upphæð. Sneijder hefur þrálátlega verið orðaður við Manchester-félögin City og United undanfarið. Fótbolti 8.8.2011 10:45
Dein um Wenger: Auðvelt að reka en erfiðara að ráða einhver betri David Dein, fyrrum stjórnarformaður Arsenal, segir Arsene Wenger enn hafa mikinn metnað og sigurvilja. Wenger hefur legið undir gagnrýni undanfarin misseri vegna titlaleysis. Dein bendir á að auðvelt sé að reka knattspyrnustjóra en erfiðara að finna betri mann í starfið. Enski boltinn 8.8.2011 09:34
Norðurlandameistarar Íslands - sigurmarkið og fögnuðurinn Ísland I varð í gær Norðurlandameistari í knattspyrnu landsliða 17 ára drengja og yngri. Liðið vann 1-0 sigur á Danmörku í úrslita leik. Ævar Ingi Jóhannesson skoraði markið sem hægt er að sjá á youtube.com. Íslenski boltinn 8.8.2011 09:14
Fyrrum Liverpool stjarna tekur við landsliði Makedóníu Walesverjinn John Toshack hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari landsliðs Makedóníu í knattspyrnu. Toshack, sem er 62 ára gamall, hefur komið víða við og meðal annars þjálfað Real Madrid og landslið Wales. Fótbolti 8.8.2011 09:00