Sport

Enrique á leið í læknisskoðun hjá Liverpool

Enskir vefmiðlar greina frá því að Liverpool og Newcastle hafi komist að samkomulagi um kaupverðið á vinstri bakverðinum Jose Enrique. Talið er að kaupverðið sé sex milljónir punda eða sem nemur rúmum milljarði íslenskra króna.

Enski boltinn

Löw: Götze gerir einföldu hlutina svo vel

Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, segist eiga við afar jákvætt vandamál að stríða þegar kemur að því að velja lið sitt. Þýskaland lagði Brasilíu 3-2 í vináttulandsleik í gær.

Fótbolti

Þarf bara að finna heimilisfang á gáminn

Ármann Smári Björnsson hefur verið samningslaus síðan hann yfirgaf Hartlepool í lok síðustu leiktíðar. Ármann Smári hefur varið stórum hluta sumarsins hér á landi, æft sjálfur og haldið sér í standi.

Fótbolti

Einstæð móðir á leiðinni í atvinnumennsku

Helena Sverrisdóttir verður ekki eina íslenska körfuboltakonan sem spilar í Evrópu í vetur því þær Fanney Lind Guðmundsdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir eru einnig á útleið. Fanney hefur samið við franska liðið Union Sportive de La Glacerie sem spilar í NF2-deildinni og Ragna Margrét ætlar að fylgja kærasta sínum, Pavel Ermolinskij, til Sundsvall í Svíþjóð.

Körfubolti

Hversu langt getur liðið sokkið?

Íslenska landsliðið í fótbolta beið afhroð í vináttulandsleik á móti Ungverjum í Búdapest í gærkvöldi en liðið steinlá 0-4 og hefur aldrei tapað stærra undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. Ungverjar refsuðu íslensku strákunum fyrir mistökin og brutu á endanu

Íslenski boltinn

Veiðimaðurinn kominn út

Nýjasta tölublað Veiðimannsins er komið út. Meðal annars er rætt við Gunnlaug Sigurðsson sem opnaði Elliðaárnar þetta árið og veiðiklóna Sæunni Óskarsdóttur

Veiði

Draumurinn hjálpar LeBron að hreyfa sig undir körfunni

LeBron James hefur notað sumarið vel og er staðráðinn að verða enn betri körfuboltamaður eftir að hafa tapað með Miami Heat í úrslitum NBA-deildarinnar í júní síðastliðnum. James eyddi síðasta sumar að leita sér að "Meistaraliði" en þetta sumarið ætlar hann að vinna í sínum málum þótt að ekki stefni í að það verði neitt NBA-tímabil næsta vetur.

Körfubolti

Schmeichel kemur til varnar David de Gea

Peter Schmeichel, sem er að mörgum talinn vera besti markvörðurinn sem hefur spilað fyrir Manchester United, sá sig tilneyddan til þess að koma Spánverjanum David de Gea til varnar eftir að de Gea var gagnrýndur harðlega eftir fyrsta alvöru leikinn sinn í búningi United.

Enski boltinn

Norðmenn með sannfærandi sigur á Tékkum í kvöld

Norðmenn unnu 3-0 sigur á Tékkum í vináttulandsleik í Osló í kvöld en íslenska landsliðið mætir einmitt Norðmönnum í sínum næsta leik sínum í undankeppni Evrópumótsins. Þjóðirnar verða líka saman í riðli í undankeppni Hm 2014.

Fótbolti

Stoke gerir lokatilboð í Crouch og Palacios

Stoke City hefur gert lokatilboð í framherjann Peter Crouch og miðjumanninn Wilson Palacios leikmenn Tottenham. Stoke hefur styrkt sig töluvert varnarlega í sumar með kaupunum á miðvörðunum Jonathan Woodgate og Matthew Upson.

Enski boltinn

43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá

Frábær veiði hefur verið í Brynjudalsá undanfarið. Það voru Spánverjar við veiðar í fimm daga í áni og fengu þeir 43 laxa. Sögðu þeir gríðarlega mikinn fisk vera í ánni. Þeir lönduðu tíu löxum síðasta daginn en það ánægjulegasta við tíðindin er að átta laxar af þessum tíu veiddust inn á dal, ofan fossa á flugusvæðinu. Það er því ekki aðeins mikið af laxi heldur virðist hann einnig vera farinn að dreifa sér vel um alla á en breytingar voru gerðar við laxastiga í ánni í vetur.

Veiði

300 laxa helgi í Eystri Rangá

Eystri Rangá heldur áfram að skila góðri veiði. Eins og við sögðum frá fyrir helgi var veiðin á fimmtudeginum 142 laxar og var það met dagur í áni hingað til í sumar. Veiðin var í sama fari á föstudeginum hann gaf 140 laxa á land.

Veiði

Ótrúleg meðalþyngd úr Laxá

Meðallengd veiddra laxa á Nesveiðum fram til þessa er 84 sentimetrar. Í morgun veiddist 26 punda lax í Presthyl auk þess sem nokkrir "smærri" veiddust.

Veiði

Góður gangur í Fnjóská

Ágætis veiði hefur verið undanfarið á laxasvæðunum í Fnjóská og rúmlega 350 laxar hafa verið færðir til bókar samkvæmt heimasíðu Flúða.

Veiði

Niðurlæging í Búdapest

Ungverjaland vann 4-0 sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Búdapest í kvöld. Óhætt er að segja að strákarnir hafi fengið slæma útreið í kvöld en leikurinn var einn sá allra versti undir stjórn Ólafs Jóhannessonar.

Íslenski boltinn

Bamba ætlað að fylla í skarð Samba?

Steve Kean knattspyrnustjóri Blackburn segir félagið nálægt því að festa kaup á Sol Bamba varnarmanni Leicester. Kean leitar að miðverði til að fylla í skarð Phil Jones sem fór til Manchester United.

Enski boltinn