Vettel er ekkert kappsmál að landa meistaratitlinum um helgina 22. september 2011 14:52 Sebastian Vettel og Nico Rosberg voru meðal ökumanna á fréttamannafundinum í Singapúr í dag. AP MYND: Eugene Hoshiko Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu segir enga auka pressu á sér að reyna vinna meistaratitil ökumanna í Formúlu 1 í Singapúr um helgina. Hann á möguleika á því ef hann nær 125 stiga forskoti á næsta ökumann í stigamótinu, jafnvel þó fimm mót verði enn eftir, þegar mótinu í Singapúr er lokið. Vettel er núna með 112 stiga forskot á Fernando Alonso hjá Ferrari í stigamóti ökumanna. Vettel ræddi stöðuna í meistarakeppninni á fréttamannafundi í Singapúr í dag. Aðspurður um hugleiðingar sínar varðandi það að hann geti landað titlinum í Singapúr sagði Vettel meðal annars: „Við höfum ekki unnið neitt ennþá. Við erum í góðri stöðu, en það er nokkuð í land ennþá. Við verðum gera okkar besta í kappakstrinum. Þetta er ein erfiðasta brautin fyrir bílinn og fyrir ökumenn. Það er löng, löng leið að köflótta flagginu ", sagði Vettel og átti þá við að það væri löng leið að endamarkinu í mótinu í Singapúr. Vettel sagði einnig að það væri ekki markmiðið um helgina að ná titlinum, heldur að hámarka árangurinn og þá væri spurning hvort eitthvað óvænt fylgdi í kjölfarið. „Markmið okkar fyrir tímabilið var að verja titilinn. Það er engin ástæða að breyta því markmiði. Það skiptir ekki máli hvenær það næst, bara að það gerist og við erum að vinna að því." Vettel var spurður að því hvort einhver pressa væri á honum að ná titilinum í Singapúr mótinu og hann svaraði m.a. með eftirfarandi orðum: „Það er alltaf pressa á mér og okkur, því við viljum ná sem allra bestum árangri hverja einustu mótshelgi. Þannig að ef það er möguleiki á sigri, þá stefnum við á það. Ég finn ekki fyrir neinni aukinni pressu að reyna vinna meistaratitilinn hérna, eða að reyna vinna hann á einhverjum tilteknum stað." Formúla Íþróttir Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu segir enga auka pressu á sér að reyna vinna meistaratitil ökumanna í Formúlu 1 í Singapúr um helgina. Hann á möguleika á því ef hann nær 125 stiga forskoti á næsta ökumann í stigamótinu, jafnvel þó fimm mót verði enn eftir, þegar mótinu í Singapúr er lokið. Vettel er núna með 112 stiga forskot á Fernando Alonso hjá Ferrari í stigamóti ökumanna. Vettel ræddi stöðuna í meistarakeppninni á fréttamannafundi í Singapúr í dag. Aðspurður um hugleiðingar sínar varðandi það að hann geti landað titlinum í Singapúr sagði Vettel meðal annars: „Við höfum ekki unnið neitt ennþá. Við erum í góðri stöðu, en það er nokkuð í land ennþá. Við verðum gera okkar besta í kappakstrinum. Þetta er ein erfiðasta brautin fyrir bílinn og fyrir ökumenn. Það er löng, löng leið að köflótta flagginu ", sagði Vettel og átti þá við að það væri löng leið að endamarkinu í mótinu í Singapúr. Vettel sagði einnig að það væri ekki markmiðið um helgina að ná titlinum, heldur að hámarka árangurinn og þá væri spurning hvort eitthvað óvænt fylgdi í kjölfarið. „Markmið okkar fyrir tímabilið var að verja titilinn. Það er engin ástæða að breyta því markmiði. Það skiptir ekki máli hvenær það næst, bara að það gerist og við erum að vinna að því." Vettel var spurður að því hvort einhver pressa væri á honum að ná titilinum í Singapúr mótinu og hann svaraði m.a. með eftirfarandi orðum: „Það er alltaf pressa á mér og okkur, því við viljum ná sem allra bestum árangri hverja einustu mótshelgi. Þannig að ef það er möguleiki á sigri, þá stefnum við á það. Ég finn ekki fyrir neinni aukinni pressu að reyna vinna meistaratitilinn hérna, eða að reyna vinna hann á einhverjum tilteknum stað."
Formúla Íþróttir Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira