Sport

Norskur draumur en íslensk martröð

Enn og aftur beið Ísland lægri hlut í undankeppni EM 2012 á grátlegan máta. Í þetta sinn fyrir Noregi ytra en sigurmarkið kom úr vítaspyrnu í lokin. „Með svona frammistöðu vinnum við Kýpur,“ sagði þjálfarinn Ólafur Jóhannesson en íslenska liðið er enn án

Fótbolti

Aðstoðardómari tók mynd af Messi

Argentína vann í dag 1-0 sigur á Venesúela í æfingaleik þjóðanna á Indlandi í dag. Nicolas Otamendi, framherji Porto, skoraði eina mark leiksins með skalla eftir hornspyrnu Lionel Messi um miðjan síðari hálfleikinn.

Fótbolti

Eggert Gunnþór: Þetta var gríðarlega svekkjandi

Eggert Gunnþór Jónsson var færður inn á miðjuna og skilaði því hlutverki mjög vel í 0-1 tapinu á móti Norðmönnum í Osló í kvöld. Eggert vann vel fyrir liðið og hélt stöðunni vel en var eins og aðrir leikmenn afar vonsvikinn að fá á sig mark í lokin.

Fótbolti

Kolbeinn: Við verðum að skapa fleiri færi

Kolbeinn Sigþórsson komst ekki mikið í boltann þegar Ísland tapaði 0-1 fyrir Noregi í undankeppni EM í Osló í kvöld. Íslenska liðið ógnaði lítið fram á við og Kolbeinn vill að liðið spili betri sóknarleik.

Fótbolti

Portúgalir með fjögur mörk á Kýpur - Ronaldo skoraði tvö

Kýpverjar koma til Íslands með skottið á milli lappanna eftir 0-4 tap á heimavelli á móti Portúgal í undankeppni EM í kvöld en eftir þennan örugga sigur eru Portúgalir í efsta sæti í riðli Íslands. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir portúgalska liðið sem lék manni fleiri frá 34. mínútu.

Fótbolti

Þjóðverjar fyrstir inn á Evrópumótið - unnu Austurríki 6-2

Þýskaland varð í kvöld fyrsta þjóðin til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins á næsta ári ef frá eru taldir gestgjafar Póllands og Úkraínu. Þjóðverjar unnu 6-2 sigur á Austurríki og eru þar með búnir að tryggja sér sigur í A-riðlinum. Mesut Özil skoraði tvö mörk í leiknum.

Fótbolti

Heidfeld endanlega úr myndinni hjá Renault og Senna ekur áfram

Renault liðið tilkynnti í dag að liðið hefði náð samkomulagi við Nick Heidfeld um að keyra ekki meira hjá liðinu, en málið átti að fara fyrir dóm 18. september í Englandi. Heidfeld var ekki sáttur við að víkja sæti fyrir Bruno Senna í síðasta móti og því næsta, en nú er endanlega ljóst að Senna verður ökumaður Renault út tímabilið ásamt Vitaly Petrov

Formúla 1

Ísland oftast spilað við Noreg

Ísland leikur í kvöld sinn 30. landsleik við Noreg frá upphafi en íslenska landsliðið hefur aldrei mætt neinu liðið oftar en því norska. Ísland hefur unnið sjö af leikjunum 29 til þessa.

Fótbolti

Sóknarmaðurinn Moa er sjóðheitur

Norðmenn munu stilla upp hinum öfluga Mohammed Abdellaoue, eða Moa eins og hann er kallaður, í fremstu víglínu gegn Íslandi í kvöld. Sá hefur verið sjóðheitur bæði með norska landsliðinu og Hannover 96 í þýsku úrvalsdeildinni.

Fótbolti