Sport

Rússar með sjöunda sigurinn í röð á EM í körfu

Rússar héldu sigurgöngu sinni áfram á EM í körfubolta í Litháen í kvöld með því að vinna 16 stiga sigur á Grikkjum, 83-67. Grikkir eru samt þegar búnir að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum eftir að Slóvenar töpuðu í dag en Finnland og Slóvenía mætast í hreinum úrslitaleik um fjórða og síðasta sætið í lokaumferðinni.

Körfubolti

Stjörnustelpur tóku við Íslandsbikarnum - myndir

Stjarnan tók í dag við Íslandsbikarnum í Pepsi-deild kvenna eftir 5-0 sigur á Breiðabliki í lokaleiknum sínum. Stjörnstúlkur voru búnir að tryggja sér titilinn fyrir ellefu dögum en fengu ekki bikarinn afhentan fyrr en eftir síðasta heimaleik sinn sem var í dag.

Íslenski boltinn

Vettel bjóst ekki við að verða fljótastur

Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu verður fremstur á ráslínu í Monza Formúlu 1 kappakstrinum á Ítalíu í morgun. Hann náði besta tíma í tímatökunni í dag, en Lewis Hamilton á McLaren verður annar á ráslínunni, Jenson Button þriðji á McLaren og Fernando Alonso á Ferrrari fjórði.

Formúla 1

Kolbeinn ekki á skotskónum þegar Ajax vann 3-2

Kolbeinn Sigþórsson tókst ekki að skora í fjórða leiknum í röð með Ajax en það kom ekki að sök því Ajax tryggði sér toppsæti í hollensku úrvalsdeildinni með því að vinna 3-2 útisigur á Heracles Almelo.

Fótbolti

Jóhann Berg lagði upp mark í stórsigri AZ

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar sem vann 4-0 stórsigur á Vitesse í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. AZ fór á toppinn með þessum sigri þar sem að Twente tapaði fhyrir Roda JC fyrr í dag og Ajax er að spila sinn leik þessa stundina.

Fótbolti

Grótta jafnaði í uppbótartíma á móti Leikni

Hafsteinn Bjarnason tryggði Gróttu gríðarlega mikilvægt 1-1 jafntefli við Leikni í fallbaráttuslag í kvöld. Hafsteinn skoraði jöfnunarmarkið sitt í uppbótartíma þegar allt stefndi í að Leiknismenn væru að vinna og senda Gróttu niður í fallsæti.

Íslenski boltinn

Cleverly er þakklátur Martinez

Tom Cleverley hefur stimplað sig inn á miðjuna hjá Manchester United í fyrstu leikjum tímabilsins og hann þakkar Roberto Martinez, stjóra Wigan, fyrir framfarir sínar sem knattspyrnumanns.

Enski boltinn