Sport

Helgi Már samdi við nýtt félag í Svíþjóð

Landsliðsmaðurinn Helgi Már Magnússon er búinn að semja við nýtt lið í sænska körfuboltanum en hann mun spila með 08 Stockholm HR í vetur. Helgi Már lék í fyrra með Uppsala Basket en hafði áður spilað með Solna Vikings og er þetta því þriðja félagið hans í sænska körfuboltanum.

Körfubolti

Dirk Kuyt tjáir sig um bekkjarsetuna hjá Liverpool

Dirk Kuyt hefur nú tjáð sig um vonbrigðin að missa sæti sitt í byrjunarliði Liverpool en Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, hefur veðjað á það að nota Jordan Henderson frekar en Hollendinginn sem hafði átt fast sæti í Liverpool-liðinu undanfarin ár.

Enski boltinn

Jack Wilshere gæti verið frá fram í febrúar

Jack Wilshere fór í aðgerð á ökkla í gær og samkvæmt nýjustu fréttum frá Emirates þá gæti enski landsliðsmiðjumaðurinn verið frá fram í febrúar. Wilshere hafði vonast til að koma aftur til baka um jólin en Arsenal býst við að endurhæfingin taki fjóra til fimm mánuði.

Enski boltinn

Klakveiði í Langadalsá og Hvannadalsá

Vel gekk í klakveiði í Langadalsá og Hvannadalsá um helgina en veiði lauk í báðum ám þann 24. september. Alls komu 263 laxar úr Langadalsá og sléttir 100 úr Hvannadalsánni í sumar. Í klakveiðinni í Hvannadalsá fengust 21 lax og á þessum veiðistöðum. Réttarfljót 2 laxar, Hellisfoss 10 laxar, Pallklettar 2 laxar og Stékkjarfljót 7 laxar, samtals 21 lax. Var skiptingin nokkuð jöfn í hænga og hrygnur en nokkrar mjög fallegar hrygnur fengust.

Veiði

Haukasigur í Digranesi - myndir

Haukar náðu að snúa erfiðri stöðu sér í hag þegar að liðið vann góðan sigur á HK í fyrstu umferð N1-deildar karla í gær, 27-22, á útivelli.

Handbolti

KR setti met í meistaratvennum

KR-ingar eru tvöfaldir meistarar í ár í bæði fótbolta og körfubolta og er þetta í fjórða sinn sem KR-ingar vinna Íslandsmeistaratitil á sama ári í tveimur af þremur stærstu boltagreinunum. Þeir fóru með því fram úr Valsmönnum sem hafa þrisvar unnið Íslandsmeistaratvennu.

Íslenski boltinn

Kristján Ara: Held að þetta verði erfitt hjá okkur fyrir jól

Kristján Arason, þjálfari FH, var ekki sáttur við spilamennsku sinna manna í kvöld "Við vorum bara sofandi í fyrri hálfleik. Það var skelfilegt að sjá liðið og sóknarleikurinn virkilega dapur. Svo kom smá andi í þetta í seinni hálfleik. Munurinn var bara orðinn það stór að við áttum ekki möguleika á að komast inn í leikinn,“ sagði Kristján.

Handbolti

Einar Jónsson: Menn sýndu að við getum verið mjög góðir

"Þeir sem voru að koma til félagsins stóðu sig frábærlega og líka þeir sem við höfðum fyrir," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir að liðið vann fimm marka sigur á Íslandsmeisturum FH í Kaplakrika í kvöld. Sannkölluð óskabyrjun hjá Safamýrarliðinu sem tefldi fram mörgum nýjum leikmönnum sem svo sannarlega stóðu fyrir sínu.

Handbolti

Umfjöllun: Framarar lögðu meistarana í Kaplakrika

Framarar fengu heldur betur óskabyrjun þegar fyrsta umferð N1-deildarinnar fór fram í kvöld. Þeir heimsóttu Íslandsmeistara FH í Kaplakrikann og náðu í bæði stigin, úrslitin 23-28. Bæði lið eru ansi breytt frá síðasta tímabili.

Handbolti

Umfjöllun: Aron fer vel af stað með Haukana

Haukar unnu frábæra sigur, 27-22, á HK í fyrstu umferð N1 deildar karla í kvöld, en leikurinn fór fram í Digranesinu. Þetta var fyrsti leikur Arons Kristjánssonar sem þjálfari Hauka í nokkur ár, en hann tók við liðinu í sumar eftir dvöl sína í Þýskalandi.

Handbolti

Guardiola tekur upp hanskann fyrir Laporta

Sandro Rosell, forseti Barcelona, hefur verið ófeiminn við að gagnrýna fyrrum forseta félagsins, Joan Laporta. Rosell segir að kaup Laporta á Zlatan Ibrahimovic hafi verið verstu kaup í sögu félagsins.

Fótbolti

Moratti: Allt orðið eðlilegt á nýjan leik

Massimo Moratti, forseti Inter, andaði aftur eðlilega um helgina. Hann sagði að hlutirnir væru aftur orðnir eðlilegir hjá félaginu. Claudio Ranieri stýrði sínum fyrsta leik um helgina en Gian Piero Gasperini var rekinn eftir aðeins fimm leiki.

Fótbolti

Góður sigur hjá Gautaborg

Keppni í sænsku úrvalsdeildinni heldur áfram þó svo að Helsingborg hafi í gær tryggt sér meistaratitilinn. Íslendingaliðið IFK Gautaborg vann í kvöld 2-1 sigur á Djurgården á útivelli.

Fótbolti

KSÍ að missa Lagerbäck til Austurríkis?

Svo virðist sem að Svíinn Lars Lagerbäck sé í þann mund að taka við landsliðsþjálfarastarfi Austurríkis. Sænskir fjölmiðlar fullyrða að hann sé nú staddur í Vínarborg til að ganga frá samningum.

Fótbolti

Cruyff: Ajax getur strítt Real Madrid

Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax sækja stórlið Real Madrid heim í Meistaradeildinni annað kvöld. Goðsögnin Johan Cruyff segir að Ajax geti vel strítt spænska risanum.

Fótbolti