Sport Fulham fór illa með QPR og vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu Fulham vann sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar liðið rasskellti Queens Park Rangers á Craven Cottage í dag. Fulham vann leikinn 6-0 eftir að hafa fengið aðeins fjögur stig út úr fyrstu sex leikjum sínum. Andy Johnson skoraði þrennu fyrir Fulham. Enski boltinn 2.10.2011 13:30 Atli Viðar aðeins sá þriðji sem fær skó þrjú ár í röð Atli Viðar Björnsson tryggði sér silfurskóinn með því að skora tvö mörk á móti Fylki í lokaumferð Pepsi-deildar karla í gær. Atli Viðar skoraði 13 mörk í 20 leikjum í sumar, tveimur mörkum minna en gullskóhafinn Garðar Jóhannsson og einu meira en Kjartan Henry Finnbogason sem fær bronsskóinn. Íslenski boltinn 2.10.2011 13:00 Wenger til stuðningsmanna Arsenal: Látið Adebayor í friði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur biðlað til stuðningsmanna félagsins að bera virðingu fyrir Emmanuel Adebayor þegar Tógómaðurinn mætir Arsenal í fyrsta sinn sem leikmaður nágrannanna. Tottenham tekur á móti Arsenal á White Hart Lane klukkan 15.00 í dag. Enski boltinn 2.10.2011 12:30 Óli Þórðar tekur við Víkingum og Helgi Sig aðstoðar hann Ólafur Þórðarson verður næsti þjálfari Víkinga sem spila í 1. deildinni næsta sumar. Hann var kynntur til leiks á Lokahófi Víkinga í gærkvöldi og þá kom líka í ljós að Helgi Sigurðsson verður aðstoðarþjálfari hans. Íslenski boltinn 2.10.2011 12:00 Szczescny hjá Arsenal: Búnir að henda út svæðisvörninni Wojciech Szczesny, markvörður Arsenal, segir að stjórinn Arsène Wenger hafi ákveðið að skipta um varnartaktík fyrir leikinn á móti Tottenham á White Hart Lane í dag. Enski boltinn 2.10.2011 11:30 Rooney vill fá fyrirliðabandið hjá bæði United og enska landsliðinu Wayne Rooney, framherji Manchester United, hefur sett stefnuna á það að verða bæði fyrirliði hjá Manchester United og enska landsliðinu í framtíðinni. Rooney er 25 ára gamall er nú orðinn einn af reynsluboltunum í liði United. Enski boltinn 2.10.2011 11:00 Villas-Boas dreymir um að taka þátt í Dakar-kappakstrinum Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, hefur ekki aðeins mikinn áhuga á fótbolta því hann er mikill mótorhjóla-aðdáandi og dreymir um að taka þátt í Dakar-rallinu einhvern tímann á ævinni. Enski boltinn 2.10.2011 10:00 Fabregas ekkert með Barcelona næstu þrjár vikur Cesc Fabregas mun ekki spila með Evrópumeisturum Barcelona næstu þrjár vikur eftir að hann tognaði aftan í læri á æfingu hjá spænska liðinu í gær. Fabregas er því kominn á meiðslalistann sem er nú orðinn nokkur myndarlegur. Fótbolti 2.10.2011 09:00 Eigandi Liverpool endaði á sjúkrahúsi eftir slys á skútunni sinni Liverpool vann góðan sigur á Everton í nágrannaslagnum í Bítlaborginni í gær en það gekk ekki eins vel hjá eigandanum John W. Henry. Henry endaði á sjúkrahúsi í Massachusetts eftir slys á skútunni sinni. Enski boltinn 2.10.2011 08:00 KR-ingar búnir að finna þjálfara á kvennaliðið sitt KR-ingar hafa fundið eftirmann Björgvins Karls Gunnarssonar sem hætti með kvennalið félagsins á dögunum. Jón Þór Brandsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna hjá KR og skrifaði hann undir þriggja ára samning í gær. Þetta kemur fram á heimasíðu KR. Íslenski boltinn 2.10.2011 06:00 Lampard og Sturridge sáu um Bolton Chelsea valtaði yfir Bolton Wanderers, 5-1, í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikurinn fór fram á Reebok-vellinum. Enski boltinn 2.10.2011 00:01 Adebayor ætlar að passa sig ef hann skorar hjá Arsenal Emmanuel Adebayor verður í sviðsljósinu á White Hart Lane á morgun þegar hann og félagar hans í Tottenham taka á móti Arsenal í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 1.10.2011 23:30 Sir Alex: Ég býst aldrei við því að Anderson skori með skalla Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var ánægður með 2-0 sigur á Norwich í ensku úrvalsdeildinni í dag en skoski stjórinn viðurkenndi að þetta hafi verið langt frá því að vera einn af bestu leikjum United-liðsins. Enski boltinn 1.10.2011 22:45 Dalglish: Carroll er alveg eins mikilvægur og Gerrard eða Carragher Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, er ánægður með framherjann Andy Carroll sem opnaði markareikning sinn á tímabilinu með því að skora fyrra mark liðsins í 2-0 sigri á Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 1.10.2011 22:00 Valencia upp fyrir Real Betis og Barcelona og alla leið í toppsætið Valencia fylgdi á eftir jafntefli við Chelsea í Meistaradeildinni í vikunni með því að vinna 1-0 sigur á Granada í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Sigurinn kom Valencia-mönnum upp fyrir Real Betis og Barcelona og í toppsæti deildarinnar. Fótbolti 1.10.2011 21:30 Napoli vann Inter 3-0 í Mílanó og fór á toppinn Napoli komst í efsta sæti ítölsku deildarinnar eftir 3-0 sigur á Inter Milan á San Siro í Mílanó í kvöld. Napoli-liðið nýtti sér vel umdeildan brottrekstur á Inter-manninum Joel Obi sem fékk sitt annað gula spjald á 41. mínútu leiksins. Fótbolti 1.10.2011 21:15 Moyes um rauða spjaldið: Átti ekki einu sinni að vera aukaspyrna David Moyes, stjóri Everton, var allt annað en sáttur með rauða spjaldið sem Jack Rodwell fékk strax á 22. mínútu í 0-2 tapi Everton á móti nágrönnum sínum í Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 1.10.2011 20:30 Varamarkvörðurinn Pantilimon búinn að fá númerið hans Tevez Carlos Tevez er núna búinn að missa númerið sitt hjá Manchester City því varamarkvörðurinn Costel Pantilimon var i treyju númer 32 þegar liðið sótti Blackburn Rovers heim í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 1.10.2011 20:00 Pepsimörkin: Samantekt 2011 - Sigur Rós Lokaumferð Pepsídeildar karla fór fram í dag þar sem að fallbaráttan var í aðalhlutverki. Það skiptust á skin og skúrir en það var hlutskipti Þórs frá Akureyri að falla úr efstu deild ásamt Víkingum. Í lokaþættinum var sýnt myndband þar sem að deildin var gerð upp með táknrænum hætti og hljómsveitin Sigur Rós kryddar dæmið með laginu Hoppípolla. Íslenski boltinn 1.10.2011 19:30 AG vann fyrsta Meistaradeildarleikinn sinn í Serbíu í dag AG Kaupmannahöfn vann sex marka sigur á Partizan Beograd, 31-25, í fyrsta meistaradeildarleiknum í sögu félagsins sem fram fór í Serbíu í dag. Handbolti 1.10.2011 19:25 Eyjastúlkur byrja mótið á sigri - FH vann Hauka ÍBV vann 25-24 sigur á Gróttu í fyrstu umferð N1 deildar kvenna í handbolta í dag. Leikurinn var jafn og spennandi en staðan var 15-15 í hálfleik. FH vann 31-28 sigur á Haukum í hinum leik dagsins en Valur og HK unnu sína leiki í fyrstu umferðinni í gær. Handbolti 1.10.2011 19:12 Umfjöllun Vísis um leiki dagsins Lokaumferð Pepsi-deildar karla fór fram í dag og þar varð ljóst að Þórsarar fylgja Víkingum niður í 1. deildina, FH-ingar taka silfrið annað árið í röð og Eyjamenn sluppu með skrekkinn og héngu í Evrópusætinu þrátt fyrir tap fyrir Grindavík í Eyjum. Hér má finna alla umfjöllun Vísis um leikina í dag á einum stað. Íslenski boltinn 1.10.2011 18:15 Framtíðin óljós hjá Gumma Steinars Guðmundur Steinarsson, framherji Keflavíkur, segir það ekki vera ljóst hvort hann spili áfram með Keflavík næsta sumar. Hann á eftir að ræða framhaldið við forráðamenn knattspyrnudeildar. Íslenski boltinn 1.10.2011 17:55 Þorsteinn: Menn skildu hjartað eftir inn á vellinum "Það er vissulega sárt að falla en það er okkar hlutskipti að þess sinni. Við því er víst lítið að gera," sagði Þorsteinn Ingason, fyrirliði Þórs, eftir að Þór féll úr Pepsi-deildinni í ár. Íslenski boltinn 1.10.2011 17:53 Heimir Hallgríms: Erum ekki með nógu sterkan hóp Eyjamenn hafa ekki náð að vinna leik síðan Heimir Hallgrímsson gaf út að hann yrði ekki þjálfari liðsins á næsta tímabili en hann var ekki á því að það hafi haft nein áhrif á strákana í ÍBV. ÍBV tapaði 0-2 fyrir Grindavík á heimavelli í dag. Íslenski boltinn 1.10.2011 17:33 Framtíðin óráðin hjá Willum - heitur fyrir landsliðinu Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, segir það vera óljóst hvort hann haldi áfram með lið Keflavíkur. Hann segist vera opinn fyrir því að þjálfa landsliðið. Íslenski boltinn 1.10.2011 17:30 Ólafur Örn: Óskar er búinn að vera ótrúlega góður Ólafur Örn Bjarnason, spilandi þjálfari Grindvíkinga, var að vonum ánægður með sína menn eftir að hafa komið sér úr fallsæti á síðustu stundu. Grindvíkingar unnu Eyjamenn 2-0 á Hásteinsvellinum og var það Ólafur sjálfur sem kom sínum mönnum á bragðið með því að skora fyrsta markið. Íslenski boltinn 1.10.2011 17:28 Páll Viðar: Það er sárt að falla Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, var að vonum niðurlútur eftir að hans lið féll í dag úr Pepsi-deild karla.Þrátt fyrir fallið er Páll klár í að þjálfa Þórsliðið áfram í 1. deild. Íslenski boltinn 1.10.2011 17:19 Bjarni Jóh: Virkilega gaman að reka orðin ofan í sérfræðingana „Miðað við hvernig þetta allt saman spilaðist í dag þá eru þetta virkilega svekkjandi úrslit,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 4-3 tap gegn Breiðablik í dag en Stjörnumenn höfðu komist í Evrópukepppni með sigri. Íslenski boltinn 1.10.2011 17:14 Bjarnólfur: Ótrúlega skemmtilegt verkefni Bjarnólfur Lárusson þjálfari Víkings kvaddi lið sitt eftir tapleikinn gegn Fram. Hann hættir með liðið eins og hann hafði áður gefið út en segir nýjan mann koma að góðu búi þar sem búið sé að taka vel til í klúbbnum. Íslenski boltinn 1.10.2011 17:10 « ‹ ›
Fulham fór illa með QPR og vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu Fulham vann sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar liðið rasskellti Queens Park Rangers á Craven Cottage í dag. Fulham vann leikinn 6-0 eftir að hafa fengið aðeins fjögur stig út úr fyrstu sex leikjum sínum. Andy Johnson skoraði þrennu fyrir Fulham. Enski boltinn 2.10.2011 13:30
Atli Viðar aðeins sá þriðji sem fær skó þrjú ár í röð Atli Viðar Björnsson tryggði sér silfurskóinn með því að skora tvö mörk á móti Fylki í lokaumferð Pepsi-deildar karla í gær. Atli Viðar skoraði 13 mörk í 20 leikjum í sumar, tveimur mörkum minna en gullskóhafinn Garðar Jóhannsson og einu meira en Kjartan Henry Finnbogason sem fær bronsskóinn. Íslenski boltinn 2.10.2011 13:00
Wenger til stuðningsmanna Arsenal: Látið Adebayor í friði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur biðlað til stuðningsmanna félagsins að bera virðingu fyrir Emmanuel Adebayor þegar Tógómaðurinn mætir Arsenal í fyrsta sinn sem leikmaður nágrannanna. Tottenham tekur á móti Arsenal á White Hart Lane klukkan 15.00 í dag. Enski boltinn 2.10.2011 12:30
Óli Þórðar tekur við Víkingum og Helgi Sig aðstoðar hann Ólafur Þórðarson verður næsti þjálfari Víkinga sem spila í 1. deildinni næsta sumar. Hann var kynntur til leiks á Lokahófi Víkinga í gærkvöldi og þá kom líka í ljós að Helgi Sigurðsson verður aðstoðarþjálfari hans. Íslenski boltinn 2.10.2011 12:00
Szczescny hjá Arsenal: Búnir að henda út svæðisvörninni Wojciech Szczesny, markvörður Arsenal, segir að stjórinn Arsène Wenger hafi ákveðið að skipta um varnartaktík fyrir leikinn á móti Tottenham á White Hart Lane í dag. Enski boltinn 2.10.2011 11:30
Rooney vill fá fyrirliðabandið hjá bæði United og enska landsliðinu Wayne Rooney, framherji Manchester United, hefur sett stefnuna á það að verða bæði fyrirliði hjá Manchester United og enska landsliðinu í framtíðinni. Rooney er 25 ára gamall er nú orðinn einn af reynsluboltunum í liði United. Enski boltinn 2.10.2011 11:00
Villas-Boas dreymir um að taka þátt í Dakar-kappakstrinum Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, hefur ekki aðeins mikinn áhuga á fótbolta því hann er mikill mótorhjóla-aðdáandi og dreymir um að taka þátt í Dakar-rallinu einhvern tímann á ævinni. Enski boltinn 2.10.2011 10:00
Fabregas ekkert með Barcelona næstu þrjár vikur Cesc Fabregas mun ekki spila með Evrópumeisturum Barcelona næstu þrjár vikur eftir að hann tognaði aftan í læri á æfingu hjá spænska liðinu í gær. Fabregas er því kominn á meiðslalistann sem er nú orðinn nokkur myndarlegur. Fótbolti 2.10.2011 09:00
Eigandi Liverpool endaði á sjúkrahúsi eftir slys á skútunni sinni Liverpool vann góðan sigur á Everton í nágrannaslagnum í Bítlaborginni í gær en það gekk ekki eins vel hjá eigandanum John W. Henry. Henry endaði á sjúkrahúsi í Massachusetts eftir slys á skútunni sinni. Enski boltinn 2.10.2011 08:00
KR-ingar búnir að finna þjálfara á kvennaliðið sitt KR-ingar hafa fundið eftirmann Björgvins Karls Gunnarssonar sem hætti með kvennalið félagsins á dögunum. Jón Þór Brandsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna hjá KR og skrifaði hann undir þriggja ára samning í gær. Þetta kemur fram á heimasíðu KR. Íslenski boltinn 2.10.2011 06:00
Lampard og Sturridge sáu um Bolton Chelsea valtaði yfir Bolton Wanderers, 5-1, í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikurinn fór fram á Reebok-vellinum. Enski boltinn 2.10.2011 00:01
Adebayor ætlar að passa sig ef hann skorar hjá Arsenal Emmanuel Adebayor verður í sviðsljósinu á White Hart Lane á morgun þegar hann og félagar hans í Tottenham taka á móti Arsenal í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 1.10.2011 23:30
Sir Alex: Ég býst aldrei við því að Anderson skori með skalla Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var ánægður með 2-0 sigur á Norwich í ensku úrvalsdeildinni í dag en skoski stjórinn viðurkenndi að þetta hafi verið langt frá því að vera einn af bestu leikjum United-liðsins. Enski boltinn 1.10.2011 22:45
Dalglish: Carroll er alveg eins mikilvægur og Gerrard eða Carragher Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, er ánægður með framherjann Andy Carroll sem opnaði markareikning sinn á tímabilinu með því að skora fyrra mark liðsins í 2-0 sigri á Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 1.10.2011 22:00
Valencia upp fyrir Real Betis og Barcelona og alla leið í toppsætið Valencia fylgdi á eftir jafntefli við Chelsea í Meistaradeildinni í vikunni með því að vinna 1-0 sigur á Granada í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Sigurinn kom Valencia-mönnum upp fyrir Real Betis og Barcelona og í toppsæti deildarinnar. Fótbolti 1.10.2011 21:30
Napoli vann Inter 3-0 í Mílanó og fór á toppinn Napoli komst í efsta sæti ítölsku deildarinnar eftir 3-0 sigur á Inter Milan á San Siro í Mílanó í kvöld. Napoli-liðið nýtti sér vel umdeildan brottrekstur á Inter-manninum Joel Obi sem fékk sitt annað gula spjald á 41. mínútu leiksins. Fótbolti 1.10.2011 21:15
Moyes um rauða spjaldið: Átti ekki einu sinni að vera aukaspyrna David Moyes, stjóri Everton, var allt annað en sáttur með rauða spjaldið sem Jack Rodwell fékk strax á 22. mínútu í 0-2 tapi Everton á móti nágrönnum sínum í Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 1.10.2011 20:30
Varamarkvörðurinn Pantilimon búinn að fá númerið hans Tevez Carlos Tevez er núna búinn að missa númerið sitt hjá Manchester City því varamarkvörðurinn Costel Pantilimon var i treyju númer 32 þegar liðið sótti Blackburn Rovers heim í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 1.10.2011 20:00
Pepsimörkin: Samantekt 2011 - Sigur Rós Lokaumferð Pepsídeildar karla fór fram í dag þar sem að fallbaráttan var í aðalhlutverki. Það skiptust á skin og skúrir en það var hlutskipti Þórs frá Akureyri að falla úr efstu deild ásamt Víkingum. Í lokaþættinum var sýnt myndband þar sem að deildin var gerð upp með táknrænum hætti og hljómsveitin Sigur Rós kryddar dæmið með laginu Hoppípolla. Íslenski boltinn 1.10.2011 19:30
AG vann fyrsta Meistaradeildarleikinn sinn í Serbíu í dag AG Kaupmannahöfn vann sex marka sigur á Partizan Beograd, 31-25, í fyrsta meistaradeildarleiknum í sögu félagsins sem fram fór í Serbíu í dag. Handbolti 1.10.2011 19:25
Eyjastúlkur byrja mótið á sigri - FH vann Hauka ÍBV vann 25-24 sigur á Gróttu í fyrstu umferð N1 deildar kvenna í handbolta í dag. Leikurinn var jafn og spennandi en staðan var 15-15 í hálfleik. FH vann 31-28 sigur á Haukum í hinum leik dagsins en Valur og HK unnu sína leiki í fyrstu umferðinni í gær. Handbolti 1.10.2011 19:12
Umfjöllun Vísis um leiki dagsins Lokaumferð Pepsi-deildar karla fór fram í dag og þar varð ljóst að Þórsarar fylgja Víkingum niður í 1. deildina, FH-ingar taka silfrið annað árið í röð og Eyjamenn sluppu með skrekkinn og héngu í Evrópusætinu þrátt fyrir tap fyrir Grindavík í Eyjum. Hér má finna alla umfjöllun Vísis um leikina í dag á einum stað. Íslenski boltinn 1.10.2011 18:15
Framtíðin óljós hjá Gumma Steinars Guðmundur Steinarsson, framherji Keflavíkur, segir það ekki vera ljóst hvort hann spili áfram með Keflavík næsta sumar. Hann á eftir að ræða framhaldið við forráðamenn knattspyrnudeildar. Íslenski boltinn 1.10.2011 17:55
Þorsteinn: Menn skildu hjartað eftir inn á vellinum "Það er vissulega sárt að falla en það er okkar hlutskipti að þess sinni. Við því er víst lítið að gera," sagði Þorsteinn Ingason, fyrirliði Þórs, eftir að Þór féll úr Pepsi-deildinni í ár. Íslenski boltinn 1.10.2011 17:53
Heimir Hallgríms: Erum ekki með nógu sterkan hóp Eyjamenn hafa ekki náð að vinna leik síðan Heimir Hallgrímsson gaf út að hann yrði ekki þjálfari liðsins á næsta tímabili en hann var ekki á því að það hafi haft nein áhrif á strákana í ÍBV. ÍBV tapaði 0-2 fyrir Grindavík á heimavelli í dag. Íslenski boltinn 1.10.2011 17:33
Framtíðin óráðin hjá Willum - heitur fyrir landsliðinu Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, segir það vera óljóst hvort hann haldi áfram með lið Keflavíkur. Hann segist vera opinn fyrir því að þjálfa landsliðið. Íslenski boltinn 1.10.2011 17:30
Ólafur Örn: Óskar er búinn að vera ótrúlega góður Ólafur Örn Bjarnason, spilandi þjálfari Grindvíkinga, var að vonum ánægður með sína menn eftir að hafa komið sér úr fallsæti á síðustu stundu. Grindvíkingar unnu Eyjamenn 2-0 á Hásteinsvellinum og var það Ólafur sjálfur sem kom sínum mönnum á bragðið með því að skora fyrsta markið. Íslenski boltinn 1.10.2011 17:28
Páll Viðar: Það er sárt að falla Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, var að vonum niðurlútur eftir að hans lið féll í dag úr Pepsi-deild karla.Þrátt fyrir fallið er Páll klár í að þjálfa Þórsliðið áfram í 1. deild. Íslenski boltinn 1.10.2011 17:19
Bjarni Jóh: Virkilega gaman að reka orðin ofan í sérfræðingana „Miðað við hvernig þetta allt saman spilaðist í dag þá eru þetta virkilega svekkjandi úrslit,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 4-3 tap gegn Breiðablik í dag en Stjörnumenn höfðu komist í Evrópukepppni með sigri. Íslenski boltinn 1.10.2011 17:14
Bjarnólfur: Ótrúlega skemmtilegt verkefni Bjarnólfur Lárusson þjálfari Víkings kvaddi lið sitt eftir tapleikinn gegn Fram. Hann hættir með liðið eins og hann hafði áður gefið út en segir nýjan mann koma að góðu búi þar sem búið sé að taka vel til í klúbbnum. Íslenski boltinn 1.10.2011 17:10