Vettel féll úr leik í fyrsta skipti á árinu eftir að dekk sprakk 13. nóvember 2011 20:50 Sebastian Vettel féll úr leik eftir að afturdekk á bíl hans sprakk og bíll hans skemmdist í framhaldi af því. AP MYND: Kamran Jebrelli Formúlu 1 ökumaðurinn Sebastian Vettel féll úr leik í fyrsta hring í kappakstrinum í Abú Dabí í dag, eftir að afturdekk sprakk skömmu eftir að keppendur voru ræstir af stað. Bíllinn snerist útaf brautinni, en það er óljóst er hvað olli því að dekkið sprakk, því Vettel lenti ekki í stamstuði við neinn annan keppanda í upphafi mótsins. Hann hafði verið fremstur á ráslínu og var í forystu í kappakstrinum þegar dekkið sprakk. „Á leið út úr fyrstu beygjunni virtist allt vera í lagi, en þegar ég var að fara í aðra beygjuna þá fann ég að eitthvað var skrítið hægra megin að aftan", sagði Vettel um atvikið. Hann þurfti að bregðast við til að hafa stjórn á bílnum, þar sem hægra afturdekkið var vindlaust, en hann fékk svo ekki við neitt ráðið og fór útaf brautinni og út á grasflöt. Vettel náði síðan að halda áfram og keyra inn á þjónustusvæðið. „Þegar ég kom á þjónustusvæðið þá var ljóst að afturfjöðrunin hafði skemmst og ég gat ekki haldið áfram. Við hefðum ekki getað gert neitt betur þessa helgina, en verðum að skoða hvað varð til þess að dekkið sprakk. Ég náði góðri ræsingu og var ánægður með bílinn fram að þessu atviki. Að tapa mótinu þarna, svona snemma, það er sannarlega sárt, " sagði Vettel. Hann notaði tækifærið og fylgidst með aðgerðum Red Bull á manna á þjónustusvæðinu, þar sem Christian Horner, yfirmaður Red Bull og þeir sem stýra gangi mála hjá liðinu sitja á meðan keppni stendur. Formúla Íþróttir Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Sebastian Vettel féll úr leik í fyrsta hring í kappakstrinum í Abú Dabí í dag, eftir að afturdekk sprakk skömmu eftir að keppendur voru ræstir af stað. Bíllinn snerist útaf brautinni, en það er óljóst er hvað olli því að dekkið sprakk, því Vettel lenti ekki í stamstuði við neinn annan keppanda í upphafi mótsins. Hann hafði verið fremstur á ráslínu og var í forystu í kappakstrinum þegar dekkið sprakk. „Á leið út úr fyrstu beygjunni virtist allt vera í lagi, en þegar ég var að fara í aðra beygjuna þá fann ég að eitthvað var skrítið hægra megin að aftan", sagði Vettel um atvikið. Hann þurfti að bregðast við til að hafa stjórn á bílnum, þar sem hægra afturdekkið var vindlaust, en hann fékk svo ekki við neitt ráðið og fór útaf brautinni og út á grasflöt. Vettel náði síðan að halda áfram og keyra inn á þjónustusvæðið. „Þegar ég kom á þjónustusvæðið þá var ljóst að afturfjöðrunin hafði skemmst og ég gat ekki haldið áfram. Við hefðum ekki getað gert neitt betur þessa helgina, en verðum að skoða hvað varð til þess að dekkið sprakk. Ég náði góðri ræsingu og var ánægður með bílinn fram að þessu atviki. Að tapa mótinu þarna, svona snemma, það er sannarlega sárt, " sagði Vettel. Hann notaði tækifærið og fylgidst með aðgerðum Red Bull á manna á þjónustusvæðinu, þar sem Christian Horner, yfirmaður Red Bull og þeir sem stýra gangi mála hjá liðinu sitja á meðan keppni stendur.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira